Vikan


Vikan - 24.11.1960, Síða 34

Vikan - 24.11.1960, Síða 34
Ellý tók andköf. — Mér lá við gráti, hvíslaði hún. Löngu seinna sagði hann: — Þegar við erum gift, getur þú komizt i návigi með skörunginn. Ellý hallaði höfðinu að barmi hans. — Þegar við erum gift, hef ég önnur ráð til að vekja þig. Ég lána Alice skörunginn, þegar hún kemur að heimsækja okklii*. ★ Vilhjálmur Þ. Frainhald af hls. 13. in. Hlaupa þar ófáir linútar á snæri manna jafnan, sem lítil er forsjón- in, og fór hér að vonum: Hver kenndi öðrum um það, sem miður fór. Jókst ergelsi manna þannig af mörgum tilefnum og ýmiss konar, þótt öll ættu sömu rótina. Hvelfdi þar loks báran, að Vilhjálmur hrakti úr starfi sjálfan fulltrúa sinn, ágætan verkmann, sem unnið hafði lengi hjá útvarpinu. Sennilega hefur Vilhjálmur ekki ætlazt til, að svo færi, þótt hann segðist i næsta árs-annál mundii halda áfram að lú garðinn sinn. I þessu máli gekk Iiann svo i berhögg við samstarfsmenn sína, að enginn mælti honum bót. Hafa teningar á lcikborði útvarpsstjóra og starfs- lnanna oftar en hófi gegnir horft slnum sex augum hvor til liimins síðan. Þótt Vilhjálmi Þ. Gíslasyni hafi tekizt óhönduglega að stjórna út- varpinu, cr ekki þar með sagt, að hann hafi ekki viljað vel. Þvi er ekki heldur að neita, að við ber, að liann sýnir af sér nokkurn stór- mennskuvott. Hefur það meðal ann- ars glatt velunnara Viihjálms, sem muna kímnigáfu hans frá fornu fari, að hann hefur ekki síður skemmtun af því að heyra liermt eftir sjálfum sér en öðrum i út- varpi. Vera má, að rætzt gæti úr fyrir Vilhjálmi í útvarpsstjórninni, ef takast mætli gagnkvæmt traust milli lians og traustra deildarstjóra. Hon- um er ijóst, að miklu má til ieiðar koma með útvarpinu, en liitt óljóst, með hvaða hætti það skuli gert. í trausti á góða lautinanta mundi kannski fást klipinn undan kili út- varpsstjóra sá dragbítur, að betra sé að sigla ekki en tóma vitleysu. Sjálfur gerði Vilhjálmur grein fyrir þessari stefnu sinni í annál ársins 1959, er hann sagði: „Að stjórna, — það er að veita viðnám.“ Hafði hann þessi orð eftir erlendu stórmenni. Þau getur einnig að finna i dýrasögu eftir spánska skáldið Andreas Domez og eru þar lögð í munn asnanum. MERKILEGT RANNSÓKNAREFNI. TVÍSKINNUNG'UR Vilhjálms Þ. Gíslasonar hefur valdið ófáum manninum furðu. Nafna hans, Shakespeare, þótti ihyglin gera gungur úr oss öllum. Kunna Vil- hjálmi að liafa spunnizt þannig erfðir, að frá Gisla skipstjóra komi lionum einliver hvöt til athafna, en frá Jngunni, ömmu sinni, sá grand- varlciki, sem í hugskoti gáfaðs manns verður að efa um, að það, sem hann gjarnan vildi gera, sé rétt. Efinn hefur allt frá æskudög- um myndað hjúp um persónuleika Vilhjáhns Þ. Gíslasonar. Sú flík hef- ur þykknað af þófi margra ótek- inna ákvarðana á sex áratugum og Framhald á bls. 38. ... allir þekkja Ludvig David OJOHNSON 34 VltCAM

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.