Veðrið - 01.04.1965, Blaðsíða 3

Veðrið - 01.04.1965, Blaðsíða 3
VEÐRIÐ TÍMARIT HANDA ALÞYÐU UM VEÐURFRÆÐI KEMUR ÚT TVISVAR Á ÁRI - VERÐ ÁRG. KR. 40.00 1. HEFTI 1965 10. ÁRGANGUR RITNEFND: JÓN EYÞORSSON FLOSl H. SIGURÐSSON PÁLL BERGÞÓRSSON HLYNUR SIGTRYGGSSON AFGREIÐSLUSTJÓRI: GEIR ÓLAFSSON DRÁPUHLÍÐ 27 . SÍMI 15131 JÓN EYÞÓRSSON: Ur ýmsum áttum Vindstig og nöfn þeirra Eftir að símasamband komst á milli íslands og útlanda, var tekið' að senda héð- an veðurskeyti. Lengi vel voru aðeins 4 skeytastöðvar: Reykjavík, ísafjörður, Akur- eyri og Seyðisfjörður. Sá háttur var líka tekinn upp að skrifa á blað veðrið á þess- um stöðum og slá upp á almannafæri í Reykjavík og liinum skeytastöðvunum. Er mér ekki ljóst, hvort danska veðurstofan eða íslenzk stjórnarvöld gengust fyrir þessu. A blöðum þessum var veðurhæð tilgreind í tölum eða vindstig- um frá 0—12, og þurftu þvl að fylgja skýringar. Mér hefur verið sagt, að Jón Ólafsson ritstjóri hafi verið fenginn til þess að ákveða nöfn á vindstigunum. Síðan hcfur þeim nöfnum vreið lialdið óbreyttum að mestu. I>au eru talin hér á eftir og jafnframt tilgreindur vindhraði í sjómílum á klst. (hnútum) og metrurn á sekúndu, eins og nú er, en tölugildinu hefur verið breytt nokkuð síðan í aldarbyrjun. Vindstig 0 l°gn 0- 1 hnútar 0- 0.2 m / sck — 1 = andvari 1- 3 — 0.3- 1.5 — — 2 = kul 4- G — 1.6- 3.3 — — 3 = gola 7-10 - 3.4- 5.4 — — 4 = kaldi 11-16 — 5.5- 7.9 — - 5 = stinningsgola 17-21 - 8.0-10.7 — — 6 stinningskaldi 22-27 — 10.8-13.8 — — 7 = snarpur vindur 28-38 — 13.9-17.1 — — 8 = hvassviðri 34-40 — 17.2-20.7 — — 9 = stormur 41-47 — 20.8-24.4 — — 10 = rok 48-55 — 24.5-28.4 — — 11 = ofsaveður 56—63 — 28.5-32.6 — — 12 = lárviðri 64-71 — 32,7-36.9 — Meðan vindmælar tíðkuðust ekki, var þýðingarlaust að hafa vindstigin fleiri. VEÐRIÐ 3

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.