Veðrið - 01.04.1965, Síða 28

Veðrið - 01.04.1965, Síða 28
I stacV þess ætla ég að víkja aftur að ísfúlgunni á Norðurskautshafinu, hreyfing- um hennar og örliigunt. Áætlað er, að um það bil lielmingur þessa hafs, 4—5 milljónir flatarkílóm., sé þakinn norðurskautsís (polar ice), setn ég áður nefndi og e. t. v. mætti nefna stórís á vora turígu. Stórísinn myndast umhverfis norður- skautið, en þangað rekur líka fyrir hægum og óreglulegum hafstraumum mikil ísfúlga af hafinu norðan Behringssunds og breytist smám saman í þykkan og úfinn stórís. Af frosti verður iiann vart yfir þrjá metra á þykkt, en á langri leiff skrúfast hann í hrannir og skrýfist í háar jakadyngjur, sem verða samfrosta. ís- hellurnar standa því oft 2—3 m upp úr sjó og eru þá ]0—20 m á þykkt. Auk þess geta verið á þeim margra metra háir ltólar og hrúgöld. Stórís jjyrpist út um halsbotninn milli Grænlatuls og Svalbarða og sígur suður með austurströnd Grænlands, unz hann eyðist í Grænlandshafi og viff suðurodda Grænlands. Dr. Lauge Kock, sem ýtarlegast hefttr skrifað um ísrek viff A.-Græn- land, segir mikil áraskipti ;tð ísmagni því, sent kemur frá Norffurskautshafinu, en aflt berst það suður nteff Grænlandsströnd, eins og leiðangrar Rússa hafa hvað eftir annaff sýnt, en bækistöðvar þeirra á ísnum hefur rekiff af norðurskauti eða skammt frá því og suffur í Hafsbotna. ]>að er álitið, aff megnið af stórís sé orðið 3—10 ára gamalt, er ]iað kemst út úr Norffurskautshafinu. Til affgréiningar frá stórís er talað tnn Síberíuís, en það er lagnaðarís, sem myndast á stóru svæffi undan strijndum Síbiríu og norffan Svalbarffa og Novaja Zemlja. Megniff af þessum ís rekur norffan Svalbarða og verður þar samflota stórísnum suður í Hafsbotna. Eins og kunnugt er falla margar stórár norffur um Síbiríu til hafs, og myndast því greiðlega lagnaðarís fyrir ósum þeirra. Að öðru leyti er enginn eðlismunur á Síbiríuís og stórís, en hinn fyrrnefndi velkist sjaldan lengur en 2—3 ár á Norff- urskautshafinu. Hann rekur hraffar en stórísinn, og sýndi m. a. ferð Nansens á Fram og rússncski ísbrjóturinn Sedow, aff straumar eru allharðir á þessum slóff- um. Jakarnir geta orffiff stórir ummáls á Síbiríusvæffinu, en sjaldan meira en einn m upp úr sjó. Steinar, mold og rekaviður sjást á ísreki þessu eða sam- hliffa því. Loks er kallaffur Svalbarðaís, er myndast á Barentshafi og rekur vestur á bóg- inn sunnan Svalbarða. Áður fyrr náði ísrek þetta oft saman viff ísbeltiff í Hafs- botnum, en síðustu áratugi hefur það varla komizt vestur fyrir Svalbarða og stundum grotnað sundur áður en þaff náði suðurodda landsins. Vitanlega eru takmörkin milli þessara ýmsu gerffa hafíss hvergi nærri skörp eða greinileg, en hafísinn er árciffanlega mismunandi bæði aff aldri og útliti. — Á 1. mynd er sýnd útbreiðsla og afstaffa helz.tu gerffa hafíss eftir uppruna. I Hafsbotnum norffur hefst síðasti áfangi íssins. Austur-Grænlandsstraumurinn fellur suður meff A-striind Grænlands og spinnur langan jakatoga úr öllu því ísreki sem veltur út úr mynni Norffurskautshafsins. Auk þess kemur til lagnaðar- ís, sem myndast viff sjálfa Grænlandsströnd, brotnar upp og slæst í förina. Uin hraffa ísrastarinnar mefffram Grænlandsströnd verður ekki sagt með vissu, enda er hann misjafn. Dæmi eru til þess, að skip hafi rekiff með ísnum 10—12 mílur á 28 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.