Veðrið - 01.04.1965, Qupperneq 29
sólarhring. Mun láta nærri, að straumhraðinn só 5—G sjóm/sólarhring nærri
lancli, en (i—10 mílur á djúpsævi.
Að vetrinum er ]>vi nær óslitin spilda af lagnaðarís eða fastís og þéttu ísreki
með fram Grænlandsströnd, en ísjaðarinn, sem að nkkur veit, er brotinn og
óreglulegur með vökum, vogum, nesjum og flóum. — I>egar vorar, fer ísinn fljót-
lega að grotna, leysast sundur og verða hreyfanlegri. Þá er ísbeltið livað breið-
ast og mest hætta á, að ísrek nemi hér við strendur, sem kunnugt er. J NA-átt eða
N berst þó vart ís hér að ströndum, nema ísröstin sé óvenjulega breið og liggi
langt austur á hafið milli Jan Mayen og Islancls. Komist ísbrúnin þá of nærri
annesjum, getur Atlantshafsstraumurinn náð til hennar og drifið hana austur
með landi og fyllt flóa og firði. — En langalgengast er, að SV eða V-átt á Græn-
landshafi hindri eða tefji ísrekið suður á bóginn og slíti úr því spildur, sem lóna
undan vindi, unz þær lenda í austurfallinu út af Vestfjörðum.
Jakatoginn sígur suður með Grænlandsodda á útmánuðum, lendir þar í hlýrri
straumkvísl og berst vestur um Hvarf og fyrir mynni Júlianehábflóa. í maímán-
uði nær ísrekið allajafna til Vestribyggðar hinnar fornu. Þetta ísrek nefna Danir
og Norðntenn stóris til aðgreiningar frá ísflögum þeirn, er myndast í grænlenzkum
fjörðum og eru aðeins 100—200 cm á þykkt. Vegna stóríssins verða skip, sem leita
hafna á SV-Grænlandi, að sigla 30—00 sjóm suður fyrir Hvarf að vorinu og vest-
ur með ísröstinni hið ytra, áður en þau snúa lil lands. — í norðanverðri Vestri-
byggð eða í grennd við Godtliáb er vart um annan ís að ræða en fjarðaís og
borgarís.
Þegar líður á sumarið, grotnar ísinn og bráðnar svo ört, að lítið eða ekkert
ísrek kemst suður fyrir Angmagsalik. f september er oftast íslaust með strönd-
inni langt norður fyrir Angmagsalik, að undanskildum strjálum borgarís. Unt
þær mundir verður ísinn norður með allri ströndinni svo sundurlaus, að skijt
komast oftast gegnum hann allt norður á 75. breiddarstig og stundum miklu
norðar.
Isröstin við A-strönd Grænlands hefur á unclanförnum árum verið mjórri en
áður var venjulegt, og jafnframt hefur ísrek hér við lantl horfið úr sögunni að
mestu. Þetta stendur án efa í sambandi við hækkaðan árshita í norrænum lönd-
um og höfum. Hér á landi hefur meðaljagsliiti einstakra mánaða hækkað um
0.5—1.5° C frá því sem var á árabilinu 1870—1900 — og þó er hitaaukningin stór-
tækari á Grænlandi og Svalbarða. — Þessi hitaaukning hefur þegar valdið veru-
legum breytingum á núttúrufari — lifandi og dauðu — í norrænum löndum, en
þar er komið að öðru og víðtæku efni, sem hér verður ekki rakið.
En því meir, sem ég hef fengiz.t við athuganir á veðurfari, ísreki og jöklum,
því meir hef ég sannfærzt um ]>að, að tímabilið Irá 1000—1900 (eða 1920) ltafi
verið sérstakur harðindakafli í ævi lands og þjóðar og megi því frá okkar bæjar-
clyrum séð vel kallast „ísöld hin minni" eða „ísöld hin síðasta".
VEÐRIÐ — 29