Veðrið - 01.04.1965, Qupperneq 30
JÓNAS JAKOBSSON:
Hitastig yfir Keflavík
Sumarið 1964 var í kaldara lagi, eins og kom frarn í síðasta liefti Veðursins, en
þar enduðu hitaritin í lok september. Októbermánuður varð Itins vegar rétt við
meðallag. Hann hófst með umhleypingakafla, sem stóð í hálfa aðra viku. Fyrri
hluta þess kafla var hér aðallega suðlægt hafloft, en seinni lilutann frá hafinu
skammt norður undan. Miðhluta mánaðarins voru stillur. Þá var ráðandi loft
frá naesta nágrenni landsins, hitasveiflur litlar og oft fegursta haustveður. í lok
þriðju vikunnar kom mikil lægð vestan ylir sunnanvert Grænland. Hún fór fyrir
norðan Jaijd og olli hér mikili úrkomu og roki. í kjölfar hennar kom loft norð-
vestan frá Grænlandi og með því mesti kuldakafli mánaðarins. Hann stóð þó ekki
nema / hálfa viku. Þá hlýnaði á ný og hél/t svo til mánaðamóta.
Nóvember hófst með hlýindiskafla, sem stóð i nærri tvær vikur. Hingað til
lands lágu þá loftstraumar Iangt sunnan af hafi, því að stórar lægðir voru yfir
hafinu suður af Grænlandi, en hæð hélzt yfir Bretlandseyjum. Hinn 13. hreyfðist
djúp og stór lægð til austurs fyrir sunnan landið og var komin norðaustur að
Lófot hinn lö. Þessa daga var því vindur norðaustlægur. Loftstraum lagði hingað
frá hafísbreiðunni, sent jafnan er undan strönd Norður-Grænlands. Um þetta
leyti mun hún þegar liafa verið orðin breiðari en venjulega á þessum árstíma,
svo að kuldakastið, sem fylgdi norðanáttinni varð beldur biturt. Fljótt hlýnaði
á ný, Jjví að strax upp úr miðjum mánuðinum kom lægð úr suðvestri. Hitinn í
1500 metra hæð hækkaði um 17 stig á tveimur sólarhringum, og neðar varð liita-
aukningin svipuð. 1 fjórðu vikunni blés kalt éljaloft vestan ylir Grænlandshaf í
fyrstu, en síðar kólnaði meir, því að lægð við Skotland dró norðanloft suður yfir
landið. Tveim dögum lyrir lok mánaðarins slotaði kuldunum, og niðurstaðan
varð sú, að nóvember varð liálfu öðru stigi hlýrri við jörð en að meðaltali næstu
tíu ár á undan. Hinsvegar varð hitinn í tveggja kílómetra hæð örlítið lægri en
meðaltalið.
í desember var nokkru kaldara en í meðallagi. Við jörð munaði 1,7 stigum,
1,3 í eins knt hæð og 0,7 í tveggja km hæð. Fyrstu vikuna var löngum vestlæg átt
og éljagangur. Setti J)á niður nokkurn snjó, sem hélzt að miklu leyti mánuðinn út.
Mun Jxið hafa valdið hinum hlutfallslega lága Itila við jörð. í annarri vikunni
blés vindur lengstum á norðan, og |i;i var mesti kuldakafli mánaðarins með lág-
marki hinn 12. Þriðja vikan varð hlýjust, enda barst Jiá hingað lolt langt sunn-
an af hafi, t. d. hinn 18. og 20. frá stöðum, sem liggja meira en 2000 km sunnar
en ísland. Lægðin, sem Jjessu olli rétt lyrir sórhvörfin, barst austur lyrir landið
og olli norðan kulda á Þorláksmessu og aðfangadag jóla, en siðustu viku ársins
var austanátt ríkjandi og færði með sér mildara lolt af liafinu austur og norð-
austur af landinu.
30 --- VEÐRIÐ