Veðrið - 01.04.1968, Side 4
fulltrúi. Þar starfaði hann, unz hann liætti aldurs vegna sumarið 1965 eftir
nær 40 ára starf. Fyrsta verk hans var að semja lagafrumvarp um veðurstofu
með Ólafi Thors, þvi að áður var veðurstofan deild i Lögglldingarskrifstofunni.
Aðalstarf Jóns var við veðurspárnar. Fyrstu fjögur árin vann hann við þær að
mestu einn, en eftir það í félagi við Björn L. Jónsson, þangað til í stríðslok
árið 1945. Þá bættust fleiri í hóp veðurspámannanna vegna þjónustu við ört
vaxandi flugstarfsemi. Þá varð Jón sjálfkjörinn foringi þeirra og leiðbeinandi
vegna hæfileika, langrar reynslu og staðgóðrar þekkingar á íslenzkri veðráttu.
Þegar veðurstofunni var skipt í deildir á árunum 1952—53, kom það í hlut Jóns,
að sjá um stjórn veðurdeildarinnar á Reykjavíkurflugvelli. 1 því starfi átti
hann að fagna miklum vinsældum þeirra, sem hann starfaði með. Og við, sem
undir stjórn hans unnum, vitum, að betri yfirmann er vart hægt að kjósa sér.
„Töluð orð verða ekki aftur tekin." Þessi málsháttur á einkar vel við um
veðurspár. Því er það, að þegar veðurl'ræðingur er búinn að vega og meta
fengnar upplýsingar og síðan að gefa út álit sitt um horfur í útvarpi, á prenti
eða í síma og starlsdegi er lokið, er hollast fyrir hann að taka til við ný verkefni,
en hafa ekki hugann of bundinn við efann, sem ærið oft hlýtur að læðast að
þeim, sem hafa það að atvinnu að spá um veður á Islandi. Sérstaklega hefur
þetta gih á lyrstu árum veðurþjónustunnar og á stríðsárunum, þegar upplýsingar
um veður voru af skornum skammti. Atorkumaður sem Jón Eyþórsson, lilaut
því að finna verkefni utan sinna daglegu anna. Og þau urðu slík að gæðum
og vöxtum, að menn undrast, hvernig liann hafði tíma til að inna af hendi
skyldustörfin, sem ætíð heimtuðu sinn tíma.
Jöklamælingar og allar jöklarannsóknir voru helzta áhugamál Jóns. Hann
hófst handa við mælingar skriðjökla sumarið 1930 og hélt þeim áfram til dauða-
dags. Einnig íékk hann aðra til samstarfs, í fyrstu þá, sem bjuggu í nágrenni
jöklanna, og síðar stóran hóp ferðagarpa og náttúrufræðinga. Arið 1950 stofnaði
hann Jiiklarannsóknafélag Islands og var formaður þess meðan hann lifði.
Of langt mál yrði að telja hér allt, sem félagið hefur til leiðar komið. Nefna
má þykktarmælingu Vatnajökuls árið 1951, byggingu skálanna í Jökulheimum,
á Grímsfjalli í Esjufjöllum og á Breiðamerkursandi og síðast en ekki sízt útgáfu
tímaritsins Jökuls. Jón var ritstjóri þess frá byrjun og tókst með lagni sinni og
foringjahæfileikum að sameina starfskrafta margra beztu vísindamanna landsins
að því að gera ritið frægt og útbreitt jafnt rneðal innlendra náttúruunnenda og
erlendra háskólamanna. Hann ritaði mikið í Jökul sjálfur, meðal annars um
árangur skriðjöklamælinga sinna og árlegt yfirlit um legu hafíssins við strendur
íslands og á Grænlandssundi. Þá ritaði hann um Vatnajökul myndskreytta bók,
eins konar yfirlitsrit, sem Almenna bókafélagið gaf út árið 1960.
Annað mesta áhugamál Jóns var ferðalög, einkum um öræfi Islands. Hann
var sífellt í ræðu og riti að hvetja menn til að njóta lieilsubrunna útiveru og
gönguferða. Dæmi um áhuga hans á, að fólk ferðaðist sér til liollustu, er
eftirfarandi ráðlegging, sem hann gaf starfsfélögum sínum: „Þið megið aldrei
spá vondu veðri um helgar á sumrin." Hann var kosinn í stjórn Ferðafélags
fslands árið 1933 og sat þar til æviloka. Formaður var hann í sex ár og ritstjóri
4 --- VEÐRIÐ