Veðrið - 01.04.1968, Síða 6

Veðrið - 01.04.1968, Síða 6
a£ þeim liafa komið í Jóns lilut, því að hann var orðhagur með afbrigðum. Og mörg örnefni á öðrum iiræfaslóðum hefur Jón búið til af mikilli kunnáttu á sögu landsins og smekkvísi á islenzkt mál. Fjöldinn allur af ágætum nýyrðum liggur eftir hann, sérstaklega í jöklafræði og teðurfræði, enda er kennslubók sú, sem lesin er í veðurfræði við menntaskólana, samin af honunt árið 1955. Auk þeirra bóka, sem Jón samdi, þýddi liann fjöldan allan, einkunt um ferðalög og landkönnun. Þá annaðist hann útgáfu margra rita, ýmist einn eða í félagi við aðra. Má nefna Hrakninga og Heiðavegi, sem hann og Pálmi Hannesson rektor gálu út, Ferðabók Þorvalds Thoroddsen og rit Sveins Pálssonar læknis. Hann ritaði aragrúa greina í blöð og tímarit, bókakafla og formála, og fjölmarga ritdóma skrifaði hann af skarpskyggni og vandvirkni. Allt, sem hann lét frá sér fara, var á Ijósu og vönduðu ntáli, sem virtist runnið honum í merg og bein. Þetta tímarit sá dagsins ljós að fruntkvæði Jóns. Hann var ávallt driffjöðrin við útgáfu jjess og ritaði í það manna mest, eins og lesendur þess vita bez.t. Kunnastur landsmönnum og vinsælastur varð Jón þó sem afbragðs útvarps- maður. Hann átti lengi sæti í útvarpsráði og var formaður þess um skeið. Hann mótaði þvl mjög starfsemi útvarpsins á fyrstu árum þess. Þar flutti hann daglega veðurfregnir, fjölda erinda og svaraði bréfum frá hlustendum. Hann var upphafsmaður þáttarins Unt daginn og veginn og gerði hann svo vinsælan, að hann er enn fastur liður í dagskrá hverrar viku. Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kristín Vigfúsdóttir. Þau eignuðust sex börn, og eru fjögur þeirra á lífi. Kristín lézt árið 1946. Seinni kona hans var dönsk að ætt, Ada Violet Ágot, fædd Holst. Þau skiklu árið 1958 eftir níu ára sambúð. Hann var tæplega meðalmaður á hæð, en jjreklegur var liann og bar jjað með sér, að livorki skorti hann þor né þol. Þeir, sem áttu því láni að fagna að vera samferðamenn lians á fjöllum uppi, reyndu þetta margsinnis. Hann var óþreytandi til gangs og ávallt fyrstur Jiar, sem áræði Jmrfti til. í tjaldstað eða fjallaskála var hann lirókur alls fagnaðar. Kom Jtar bezt frani stálminni hans, frásagnargleði og lifandi áhugi á mönnum og málefnum. Ósérhlffni hans var við brugðið, og má lienni að nokkru jiakka, hve ntiklu hann kom í verk um dagana. Hann var ætíð reiðubúinn til starfa, ef á lá, livernig sem á stóð. Þó hafði hann alltaf nægan tíma til að ræða við Jaá, sem lil hans Jjurftu að leita. Og aldrei var þá að sjá á lionum asa né liægt að lieyra, að hann Jjyrfti að flýta sér eða væri störfum hlaðinn. Þó að Jón flíkaði ekki tilfinningum sínum með hástemmdum upphrópunum, mun ást lians til ættjarðarinnar hafa verið lionum megin livöt til dáða. Alls staðar blöstu við í náttúru landsins brýn verkefni, sent leysa Jnirfti. Og það var óbifanleg sannfæring hans, að íslendingar ættu sem sjálfstæð þjóð að vinna sjálfir þessi rannsóknarstörf, að minnsta kosti hafa fruntkvæðið. Þess vegna var hann sívakandi að leita starlskrafta til að vinna að þessu marki. Honum varð furðu vel ágengt, og við hljótum að vona, Að hugðarefnum Jóns miði í rétta átt, ]>ó að forystuna vanti um sinn. 6 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.