Veðrið - 01.04.1968, Page 11

Veðrið - 01.04.1968, Page 11
afi liægt sc að senda samtíniis á sextíu fjarritvélar i hvora átt hringinn í kringum jörðina. En líklega verða fjarritvélar lítið notaðar, lteldur verða merkin tekin á segulbönd eða hraðgengar gataræmur, er síðan flytja tölvunum boðskap sinn. Söfnun veðurskeytanna frá hinum einstöku löndum verður líka að hraða frá því sem nú er. Venjulegar veðurathuganir eru gerðar samtímis um allan heim, hálftíma eftir að þær eru gerðar eiga þær allar að vera komnar til einhverrar aðalstöðvarinnar. En svo verða sömu fjarskiptakerfin að flytja spárnar jafn- harðan aftur til notendanna. Líklega verða notaðir til þess myndsendar fyrst í stað. En þeir þykja þegar of seinvirkir í stað myndar verður því iíklega farið að senda nokkur hundruð talnagildi, er lýsa veðurkortinu — það tekur enga stund. Við þessum gildum tekur svo smátölva, sem teiknar veðurkortið. Enginn mundi leggja í allt þetta umstang og kostnaðinn, sem því fylgir, án Jtess að fá eitthvað í aðra hönd. Hver aðalstöð kostar nokkur hundruð milljónir króna, auk gervihnattanna og símasambandanna, sem með þarf. Liggur Jjví nærri að spyrja, hvert gagnið sé af öllunt þessum tilfæringum. Þegar hefur verið getið um, að aðalstöðvarnar geri yfirlitskort Jjrjá til fimm daga fram í tímann, er veita upplýsingar um aðaldrætti vinda og hita. Onnur kort gilda skemmri tíma, en eru nákvæmari. Má jrar sérstaklega nefna til spákort um lóðréttar hreyfingar loftsins og raka Jress, en slíkar upplýsingar eru ómissandi, ef gera jjarí nákvæmar úrkomuspár. En veðurvarzlan er svo ntikið fyrirtæki, að nokkur ár Jrarf til að koma Jjví af stað, og fyrstu skrefin hafa nýlega verið stigin. Þess vegna er erfitt að segja, hver árangurinn verður eftir áratug eða svo, hvað þá lengra fram í tímann. En hægt er að segja, hverjar vonir menn gera sér. Fyrst er þá að telja, að hið stórfellda söfnunar- og vinnslukerfi rnuni stórbæta alla aðstöðu til rannsóknar á veðurfari, öflunum, sem stjórna því og áhrifum þeirra. Þá er ekki síður mikilvægt að rannsaka sjálfar vinnsluaðferðirnar. í Jrví sam- bandi er fróðlegt að geta Jress, að gallar í reikningsaðferðum og meðferð talna eyði- lögðu fyrstu reiknuðu veðurspárnar, áður en hægt var að konia þeim hálfan sólarhring fram í tímann. Nú hefur talnameðferð batnað svo, að hægt er að halda reikningnum áfram nærri tvær vikur, án Jress að talnavillur einar geri ókleift að halda áfram. Raunar hafa þá önnur villuatriði gert spána gagnslausa fyrir löngu. Samt gera veðurfræðingar sér góðar vonir um, að með aukinni veður- fræðijrekkingu og bæltum reikningsaðferðum verði hægt að gera nákvæmar veðurspár eina til tvær vikur fram í tímann, en líklega leyfir nákvæmni veður- athugana aldrei að halda lengra. Þekking manna á loftslagsbreytingunr er af skornum skammti. Við vitum, að veðurfarsbreytingar standa alltaf ylir, og er skemmst að minnast, að hér á landi liefur veðurfar verið lilýrra undanfarna áratugi en áður var. Hægt er að fylgjast nokkurn veginn með þessum breytingum og athuga, hver stefna Jreirra er frá einu ári til annars. En ennþá er ekki hægt að ákveða, hvaða stefnu Jrær taki á næstu árum. Öllum ætti |>ó að vera ljóst, hve mikla hagnýta Jjýðingu slík vitn- eskja getur haft, sérstaklega hér á landi, nálægt mörkum hins byggilega og (>i)yggilega hluta heims. Loftslagið fylgir náttúrulögmálunr eins og flest annað. — 1 1 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.