Veðrið - 01.04.1968, Page 12

Veðrið - 01.04.1968, Page 12
En áhrifin, sem það verður lyrir, eru svo margvísleg og sum enn svo lítt könnuð, að breytingar þess virðast lielzt tilviljunum háðar, enda beita veðurfræðingar á það svipuðum reikningsaðferðum, og notaðar eru við hagskýrslugerð og fjárhættuspil. Hér er mikið verkefni fyrir veðurvörzluna. Hún þarf að fylgjast meS, live mikilli orku sólin skilar tii jarðarinnar, því þessi orka rekur veðurvélina. Svo þarf líka að athuga, live mikill hluti geislar aftur út í geiminn lítt notaður frá skýjalögum og snjóbreiðunt. Þetta er lilvalið verk fyrir gervihnetti. En ekki verður minna um vert að fylgja orkunni á jörðinni, rannsaka skiptingu hennar ntilli loftstrauma, eints, úrkomu, úthafa og meginlanda. Þetta er mikið verk, og því lýkur sennilega aldrei. En rík ástæða er til að ætla, að ráðgátan um breytingar veðurfarsins skýrist ntikið fyrir starfsemi veður- vörzlunnar og rannsóknir tengdar henni. Hér að framan hefur aðeins verið minnz.t á aðalatriði veðurvörzlunnar. Lýsing hennar hlýtur að verða ófullkomin í svo stuttu máli, og enn hefur tilhögun veigamikilla atriða ekki verið ákveðin. Veðurvarzlan á heldur ekki að verða kerfi, sem sett er upp í eitt skipti fyrir öll og sé siðan óbreytanlegt. Þvert á móti ætlast þeir til, er að veðurvörzlunni standa, að hún geti alltaf aðlagazt breyttum og auknum kröfum um meiri þekkingu á lofthalinu — aðalumhverfi mannkynsins. FLENNSKAPUR VINDA i' FEBRÚAR 1968. Hornstrandir voru hart leiknar af veðrum þennan mánuð: fór þar saman citt af mestu skaðaveðrum á norðanverðum Vestfjörðum og hálfrar aldar afmæli veð- urathuganamanns Jóhanns Péturssonar, enda gat ekki öðruvísi farið, þó eðlilegra væri að slíkt veður hefði verið afleiðing af dauða hans. Að morgni hins fjórða gekk yfir fárviðri af NNA. meö 13 stiga frosti og mikilli snjókomu, og hélzt hvort tveggja fannkoma og fárviðri í svipuðum mæli fram yfir miðnætti. Að mínu viti var vindhraðinn yfir 12 stig mestallan tímann, þó sú tala væri hins vegar færð í ff. dálk 2. orðs skv. fyrirmælum veðurbókar. Þessu fylgdi liafrót og sælöður, svo húsgaflar áveðurs urðu alklaka og loftnet bæði talstöðvar og radiovita slitnuðu niður, og tók það mikinn tírna og emjan að koma talstöðvarloftneti í viðunandi horf. Sem dæmi urn klakamyndun af völdum særoks og veðurs, er rétt að geta þess, að klaki á öðrum niðurhalara radiovitaloftnets er liékk uppi og er 3/4 úr tommu að gildleika, mældist að morgni hins 5. 11 cm í þvermál, og við girðingar- staura á sjávarbakka hlóðust klakastiinglar er mældust 23 cm í þvermál. Hvílík- ur klakastólpi hefði ekki einn rnaður orðið, er staðið hefði kyrr í sömu sporum, áveðurs rneðan veðrið gekk yfir? En þetta var ekki eini rokdagur mánaðarins: því þann 10. náði veðurhæð tíu vindstigum af SSV, þann 23. níu vindstigunt af suðri, þann 25. tíu af suðri og hinn 27. geisaði fárviðri af suðri. En þrátt fyrir flennskap suðlægra vinda fór snjólag aldrei niður fyrir meðaldýpt í venjulegu árferði, enda klakalög mikil á jörðu og snjókonta úr nær hverri átt. Febrúar hef- ur því ekki verið andskotalaus. (Úr yfirliti Jóhanns Péturssonar með veðurskýrslu). 12 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.