Veðrið - 01.04.1968, Side 14

Veðrið - 01.04.1968, Side 14
í b;ikið, hins vegar var það sannreynt, að úlfar eru mjög smeykir við öll mann- virki og sér í lagi allt, sem ]>cir „ciga yiir höfði sér.“ Þetta vita veiðimenn og dýrafræðingar niætavel. Jonas kaupmaður Lied, sem lengi var norskur aðalkonsúll í Rússlandi, hefur iýst greinilega aðferðum við úlfaveiðar þar í landi. Þegar úlfahópur hefur etið til agna æti, sem veiðimenn setja fyrir þá, leita þeir að skógarfylgsni og leggjast tii svefns, meðan sól er á iofti. Þegar veiðimenn hafa fundið fylgsnið, umkringja Jreir hópinn með bandi um Jrað bii einn metra yfir jörð, en skilja eftir opið lilið á einum stað. Þegar styggð kemur að úlfunum, þora þeir alls ekki undir bandið og flykkjast allir út unt hliðið. En þar eru veiðimenn fyrir og stráfella úlfahjörðina. Fleiri villt dýr eru sömu náttúru. Hreindýrahópar á háfendi Noregs jjora hvorki undir símalínur eða yfir járnbrautarteina. Hvenær girðing Jressi var sett upp, bentu Jressar líkur: 1. Girðingin hlýtur að hafa verið sett utan um haglendi. Jöklar hafa Jrá verið svipaðir því, sem nú er, eða heldur minni. Síðar grófst girðingin í fönn og jökul og kom ekki í ljósmál aftur, fyrr en jökullinn l>ráðnaði og hvarf. 2. Salve Solheim getur Jress í bók sinni, Norsk Seetertradisjon, að fundizt hafi viðarbútur festur við reipið. Á hann voru skornir stafir, og er þess getið til, að Jrar muni vera fangamark og bæjarnafn bóndans, sem setti girðing- una. í gamalli tíundaskrá þykist Solheim liafa komizt að Jrví, að bóndi Jressi átti jörðina á árunum 1602—1624. Á þeim árurn helur girðingin [m orðið til. Af þessari heimild er auðsætt, að jöklar hafa [rá verið svipaðir eða öllu minni en nú er. (Að öllum líkindum er þetta góð bending um stærð íslenzkra jökla á fyrstu tugum 17. aldar). Jón Eyþórsson. HAFÍSINN. Þegar þetta er ritað, 22. maí 1968, er hafís enn við land. Frá áramótum hefur hann verið samtals um 12 vikur við landið, innan landhelgislfnu eða sýnilegur frá ströndinni. Lengst hefur ísinn komizt vestur undir Skaftárós, og ntun Jtað ekki hafa gerzt a. in. k. síðan 1911, en árið 1965 komst hafíshrafl á móts við Stokksnes. Þcssi síðustu ár eru Jn í greinilega meiri ísár en áður hefur verið í marga áratugi. Samtímis hefur árshitinn lækkað verulega í lofti. Öll árin 1965—1967 voru þannig um 0.4° kaldari en nokkurt ár hafði verið á Teigarhorni í Berufirði síðan um 1920. Á Jan Mayen hefur þessi kólnun jafnvel verið enn meira áberandi. Þetta kuldaskeið er áþekkt og var hér á landi kringum síðustu aldamót. Enginn veit, hve lengi Jrað stendur, en meiri ástæða er þó til en áður að búa sig undir afleiðingar Jress. P. B. 14 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.