Veðrið - 01.04.1968, Side 15

Veðrið - 01.04.1968, Side 15
KNÚTUR KNUDSEN: Haustið og veturinn 1967—1968 Október. Fyrsta dag mánaðarins var hvöss N átt nyrðra og snjóaði niður í miðj- ar hlíðar, en Siglufjarðarskarð lokaðist. Síðan var heldur hlýtt og breytileg átt lram til 12. Eftir það má scgja, að NA átt hafi verið ríkjandi út mánuðihn. Fyrsti snjórinn léll í Reykjavík lö. okt. og næstu nótt varð mjög kalt. Víðast á landinu komst frostið í um 10 stig, en á Suðurlandsundirlendinu í 14—19 stig. Þetta mun vera mesta frost í október í marga áratugi. Fjallvegir tepptust oft nyrðra í síðari hluta mánaðarins og voru víða ófærir í lokin. Úrkoma var rnikil á norðaustanverðu Iandinu, en með minna móti á Suður og Vesturlandi. Hiti á landinu var um 2 gráður undir meðallagi. Nóvember. Eins og mánuðurinn á undan var nóvember um 2 gráðum kaldari en í meðalári. Tíðin var hins vegar óhagstæðari bæði til sjós og lands. Um- lileypingar voru meiri, stærri og tíðari sveiflur í hita og vindátt og stormasamt að auki. Snjór var mikill og fjallvegir oft ófærir. Frost var liart á stundum, eink- um síðustu dagana, eftir að djúp lægð fór norðaustur lyrir sunnan land. Mest varð þá lrostið í byggð í Reykjahlíð við Mývatn, 22 st. í kjölfar þessarar djúpu lægðar fylgdi N stormur á Austurlandi og fauk þá þak af söltunarhúsi á Seyðis- lirði. SV stormur olli stórtjóni á ísafirði og víðar 18. nóv. Þetta var og hlýjasti dagur mánaðarins og komst hitinn í 17 st. á Seyðisfirði. Desember var um margt líkur mánuðinum á undan, umhleypingasamur og hit- inn álíka langt undir meðallagi. Hlýtt var 2. des. og aftur dagana 9.—12. og þá fylgdi mikil rigning á Suður- og Vesturlandi. Stórflóð hlupu víða í ár, t. d. norður í Skagafirði og suðvestan lands. Hins vegar var N átt með talsverðu frosti og hríðarveðri nyrðra 5.-8. des. Hlýindunum lauk skyndilega 13. des. en þá brast á með stórhríð fyrir norðan og frysti um allt land. Þetta veðurlag leiddi af sér mikil svellalög og hagbönn. Veður var mjög óstöð- ugt um jólin og næstu daga þar á eftir. Ýmist S átt og þíða eða N átt með all- miklu frosti. Stórhríðarveður var norðan til á landinu 27. og aftur 30. Síðasta dag ársins snjóaði víða um land með A og síðar NA átt og frostið fór vaxandi. Fregnir bárust af stökum haflsjökum og spöngum af og til í mánuðinum. Janúar. Fyrstu 6 dagana var vindur af N og siðar NA. Norðan lands og austan snjóaði flesta daga, en einkum þó 2. og 3. Þá var frostið um 15 stig og víða storm- ur. Stórhrfð var á Norðurlandi og víða svo mikill skafbylur á Suðurlandi, að ekki sá úr augum. Allir vegir að kalla voru tepptir á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi. fs lagðist fyrir mynni Isafjarðardjúps svo að bátar komust eigi á mið sín. Náði íshrafl suður á móts við Onundarfjörð. Sunnudaginn 7. jan. var vindur austanstæður, þurrt og 10 st. frost fyrir norðan, en á svæðinu í kring um VEÐRIÐ 15

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.