Veðrið - 01.04.1968, Page 18

Veðrið - 01.04.1968, Page 18
ÓLAFUli ElNAli ÓLAFSSON, veðurfrœðingur: Tvær lægðir I>að blés margur í kaun á Arnarhólstúni á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1959. Kepptu [>ar um athygli landsmanna snjallir ræðumenn og músíkantar annars veg- ar og Norðri liins vegar. l>arf naumast að leiða getum að því, hvor hafi halt betur, jafnvel þótt einhverjir kunni að hafa blótað suðræna goðveru sér til trausts og halds í viðureigninni við Norðra. En livað sem því líður, þá var Norðri kominn hingað fyrir tilstilli lægðar, sem var að hreiðra um sig fyrir austan land. Mánaðaryfirlit veðurstofunnar, Veðráttan, fyrir júní 1959 greinir svo Irá veðrinu þessa daga: „1>. 16. dýpkaði lægð austan- vert við land og olli mjög sniirpu norðan áhlaupi. Að kvöldi þ. 16 og þ. 17. var norðaustan stormur og hríð um norðanvert landið og slydda eða rigning á Aust- urlandi. 1>. 16. náði úrkoman einnig til Suðausturlands, en þar snjóaði þó ekki. I>. 18. gekk veðrið niður og þ. 19. þokaðist hæðarhryggur austur yfir landið. I>. 17. var hiti 5° lægri en í meðalári og var það kaldasti dagur mánaðarins að til- tölu.“ Og í kaflanum um skaða segir svo: Mynd I. Júnilcegðin 1959. „1 óveðrinu þ. 17. brast varnargarður framan við jarðgöng við suðausturhorn Þingvallavatns og feikna mikill vatnsflaumur, sem barst gegnum göngin, olli stórtjóni. Símabilanir urðu víða norðan lands, staurar brotnuðu og drógust upp. Fisktökuskip og þrjá síldarbáta sleit upp á höfninni í Ólafsfirði, fjórði bátur- inn sökk út af Siglufirði, en var náð upp aftur. Fjárskaðar urðu allvíða á Norð- landi og fuglar drápust unnvörpum." Mynd 1 sýnir veðurkortið — við yfirborð — að morgni |>. 16. og aftur kl. 1 8 -- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.