Veðrið - 01.04.1968, Síða 20

Veðrið - 01.04.1968, Síða 20
I jarðat og v'itihús fuku í Skaftafells- og Rangárvallasýslum. Töluverðar skemmd- ir urðu á símalínum og eitthvað á rafmagni. Á Norðurlandi drapst ntikið af ung- um og sums staðar króknaði fé. Fjallvegir tepptust af snjó og bifreiðar festust á Hólsfjöllum og Möðrudalsfjallgarði." Lægðir þær, sem hér um ræðir, myndast báðar á Grænlandssundi og dýpka á leið sinni austur fyrir land og dýpka enn, eftir að þangað kemur, og valda norð- angarði um allt land, eins og glöggt má skilja af frásögn Veðráttunnar. Eitt er Jjað samt, sent gerir áhrif júlí-lægðarinnar frábrugðin hinni fyrri, en það er úrfellið á Suðvesturlandi. Veðráttan minnist ekki á úrkomu á Suðvestur- landi í sambandi við lægðina Jt. 16. júní enda var hún óveruleg, t. d. aðeins 5,7 mm í Reykjavík, 3,5 í Síðumúla og 4,8 ntm á Arnarstapa, svo dæmi séu nefnd. En þegar lýst er áhrifum júlílægðarinnar, er notað orðið úrfelli, orð, sem ekki er skilgreint nánar, en svo er raunar með fjölmörg orð og orðasambönd, sem við notum í veðurlýsingum og veðurspám. — Skálkaskjól veðurspámanna mun einhver segja, og satt er [tað, að gott er að geta teygt ögn á merkingu orðanna, þegar spáin hangir á bláþræði. En Veðráttan veitir einnig tölulegar upplýsingar um úrkomuna, og skal nú vikið að Jieini. Úrkoma er mæld tvisvar sinnum á sólarhring, kl. 08.00 og kl. 17.00 og er sólar- hringsúrkoma talin sú úrkoma, senr mæld er til 08,00 að viðbættri Jreirri úrkomu, sem mældist kl. 17.00 daginn áður. Gildar ástæður eru fyrir Jrví, að Jressi liáttur er hafður á, og skal ekki fjölyrt um Jrað liér. En sólarhringur er of langt mæli- tímabil, þegar athuga skal einstök regnsvæði, sem oftast fara yfir landið á mun styttri tíma en 24 klst. Kemur Jtá síritandi úrkomumælir 1 Reykjavík að góðum notum. En af úrkomuritinu er hægt að sjá, livort um samfellda úrkomu liafi verið að ræða, eða livort uppstyttur séu, og ákveða tímann nokkuð nákvæmlega, hvenær úrkoma byrjar og livenær hún endar. 7 H ' .1 III II !L> 111 rt 1.1 lli 17 m III L’l) -t í Reykjavík mældist úrkoman 34.1 mm [j. 21. og er Jrað mesta sólarhrings- úrkoma Jjar í júlímánuði a. m. k. frá því 1924. En millimetrafjöldinn gefur leikmanni tæpast ákveðna hugmynd um að um úrfelli liafi verið að ræða. Veg- farendur kalla þriggja crn djúpt vatn varla poll, a. m. k. ekki á götuni Reykja- víkur. Hér gæti nokkur samanburður komið að haldi. 20 -- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.