Veðrið - 01.04.1968, Síða 21
Meðalúrkoma i Reykjavík í júlímánuði á árunum 1901—1960 var nálægt 50
mm, og sést af því, að 34 mm á einum sólarhring er drjúgur sopi, sérstaklega ef
haft er í huga, að 50 millimetrarnir dreifast á 31 dag, en 34 mm þ. 21. falla nær
allir á tímabilinu kl. 09,00 að morgni til kl. 16,00 síðdegis (sbr. úrkomuritið).
Og ef við blöðurn svo áfram í Veðráttunni frá árunum 1924—65 (allir mán.),
finnum við aðeins 11 mánuði, þar sem mánaðarúrkoman er 34 mm eða meiri.
En 34 mm sólarhringsúrkoma þykir ekki allsstaðar umtalsverð, t. d. taldi ég
16 stöðvar, sem skráðu mesta sólarhringsúrkomu 100 mm eða þar yfir á þessu
tímabili og margar vel það, t. d. Andakílsárvirkjun 18. nóv. 1958, 165,3 mm.
Mynd V sýnir i stórum dráttum, hvernig úrkoman dreifðist suðvestan lands.
Aðalúrkomusvæðið er á tiltölulega mjóu belti frá Mýrdalsjökli norðvestur til
Skarðsheiðar, auk jress sem hámarksúrkomusvæði er einnig á Snæfellsnesi. Hér
leynir sér ekki alkunn staðreynd, að úrkoman er mest áveðurs við fjöllin. Nú
Mynd IV. Mesta sólarhringsúrkoma i Reykjavík i júlímánuðiáárunum 1924—1956.
vill svo til, að úrkontustöðvar eru hvað flestar á Iandinu einmitt á Jressu svæði,
jr. e. Suðvesturlandi. En eyðurnar í stöðvanetinu á kortinu eru samt stórar og
varast ber að draga af jtví of ákveðnar ályktanir um magn og dreifingu úrkom-
unnar. Sem dæmi má nefna, að fullvíst má telja, að mun meira hafi rignt við
Reykjanesfjallgarðinn, en ráða má af kortinu — sarna gildir einnig um Snæ-
fellsnesfjallgarðinn.
Þá er komið að spurningunni: Hvað olli svo þessari miklu rigningu?, og
kannske enn frekar: Var rigningunni spáð?
Síðari spurningunni er fljótsvarað, enda ekki annað að gera en slá upp í
bókum veðurstofunnar, en Jjar stendur skrifað jj. 20. júlí kl. 22,00 — jj. e. tæpu
dægri áður en stórrigningin byrjar.
„Veðurhorfur næsta sólarhring: Suðvesturland til Vestfjarða: SV-Stinnings-
kaldi, rigning eða súld.“
Þeir deila jjví sömu spánni Kristófer i Kalmanstungu og Jónas í Stardal. En
VEÐRIÐ — 21