Veðrið - 01.04.1968, Blaðsíða 22

Veðrið - 01.04.1968, Blaðsíða 22
trúlega hefur hvor þessara heiðursbænda haft sína sögu að segja um ágæti spár- innar, Jónas með 81 mm úrkomu en Kristófer með 12 mm, En í veðurspánni er ekki minnst á magn þeirrar úrkomu, sem búizt er við að falli á spásvæðinu, enda nánast ekki hægt. Og [)ó svo veðurfræðingar gætu leyst þá þraut, skýtur annað vandamál upp kollinum, ef þær upplýsingar ættu að koma að notum og ná eyrurn alþjóðar. Myntl V. Úrkoman i mm p. 21. júli 1966. Þann vanda sjáum við strax, ef við ættum að lýsa í orðum hvernig úrkoman dreifist, og hversu mikið hafi fallið á liverju spásvæði á kortinu (mynd V). Er liætt við, að sá lestur myndi þrengja að öðrum dagskrárliðum Ríkisútvarpsins. Og þá kemur spurningin urn orsök úrfellisins. Veðráttan segir: „... nálgaðist regnsvæði úr vestri," og mun þá sennilega vera átt við meginskilin á Grænlands- hafi, því annað regnsvæði er ekki teiknað á kort veðurstofunnar. En meginskilin (pólarfronturinn) hafa oftsinnis átt leið austur yfir Island, án þess að valda slíku úrfelli, jafnvel við rætur hæstu fjalla, sbr. 16. júní ’59. Það er því eðlilegt, að grunur vakni um, að fleira hafi komið hér til, og styrkist hann við nánari athugun á veðurkortunum. Að morgni fimmtudagsins 21. júlí kl. 06,00 er háþrýstisvæði yfir liafinu suður af Islandi. Meginskilin liggja fyrir norðan og vestan land frá Lófót suðvestur um Grænlandshaf til Nýfundnalands. Á vestanverðu landinu er dumbungsveð- ur, súld og rigning, en á Norður- og Norðausturlancli er þurrt og hlýtt í veðri. 1 3ja km hæð (700 mb) er kalt lægðardrag við Vestur-Grænland, en milli þess og lilýjti liæðarinnar suður af íslandi liggur SV vindröst, 40—50 linútar. 22 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.