Veðrið - 01.04.1968, Blaðsíða 23
Mynd VI. Timaþverskurður af gufuhvolf-
inu yfir Keflavilt 21,—22. júli 1966. Md
hér sjd af linunum, hver var hitinn i
hverri hœð d hverjmn tima. Einnig er
sýndur eins konar kennihiti (potensiel
votur hiti), en hann heldur sér nœr
óbreyttum i upp- og niðurstreymi loftsins,
þó að hitinn sjálfur Itekki eða hcekki.
Á Keflavíkurflugvelli er hiti við frostmark í 3ja km hæð og ætti að hlýna enn,
því að á veðurskipinu Alfa er 5° hiti í sömu hæð og sterk SV-átt á hafinu eins
og fyrr segir. Af yfirborðskortinu verður ekki ráðið, að hlý skil séu að nálgast
landið. Þokuskýin, sem liggja yfir Grænlandshafi og vestanverðu íslandi, valda
því, að ekki sést til hærri skýja (bliku), sem gefa mundu til kynna, að regnsvæði
væri í nánd. En þegar gerður er svokallaður tímaþverskurður af gufuhvolfinu
yfir Keflavlk (rnynd VI), sést greinilega, að hlý skil eru í 3ja km liæð kl. 06,00, og
að hlýtt og rakamettað loft (hitabeltisloft) var yfir stöðinni fram yfir miðnætti
]í. 22. Þarna hafði sem sagt laumazt inn yfir okkur tunga af hitabeltislofti, án
þess að gera verulega vart við sig við yfirborðið, fyrr en yfir land var komið, en
þá sagði það líka til sín svo um munaði.
Nágrannar okkar á Norðurlöndum og á Bretlandseyjum, sem rannsaka or-
sakir rigninga mjög rækilega, hafa fyrir löngu komizt að raun um, að mestu
úrfellin eru jafnan samfara lilýjum og rökum loftmassa þ. e. hitabeltisiofti.
En vandinn er ekki leystur, þótt við vitum að hitabeltisloft sé á leið hingað
norður eftir. Það sem ræður magni og dreifingu úrkomunnar, er samspil fjöl-
margra þátta á láði sem í lofti. Og ég geri ekki ráð fyrir, að veðurspárnar að
kvöldi þ. 20. júlí, hefði í neinu orðið á annan veg, þótt hlýju skilin hefðu verið
teiknuð á veðurkortið. Enda verður spáin að teljast góð svo langt, sem liún nær.
í dag eru minni líkur á því, að regnsvæði sem þetta, konii okkur í opna
skjöldu og koma þar til myndir frá gervitunglum.
Ilins vegar er ekki líklegt, að skýjamyndir frá gervitunglum hafi bein áhrif í
þá átt að bæta veðurspárnar, nema að svo miklu leyti, sem þær lræta kortagrein-
inguna. En þó við getum fært nokkur rök fyrir því, að endurbætt kortagrein-
ing sé nauðsynleg forsenda fyrir því, að gera spárnar betri, er ekki þar með
sagt, að það sé nægjanleg forsenda. Og því getum við ekki lolaö landsmötinum
verulegum úrbótum mcð tilkomu skýjamyndanna.
VEÐRIÐ
23