Veðrið - 01.04.1968, Síða 24

Veðrið - 01.04.1968, Síða 24
JÓNAS ]AKOBSSON: Lofthiti yfir Reykjanesskaga Septembermánuður í fyrra var í meðallagi lilýr, og þá kom aldrei verulegt kuldakast. Er nánar um það fjallað í síðasta liefti. Aftur á móti var október um tveim gráðurn kaldari en í meðallagi. Munaði þar mestu um mikið kuldakast, sem kom með norðan áhlaupi um miðjan mánuðinn. Aðfaranótt hins 17. mældist meira frost en dæmi eru til í október á síðustu áratugum. Komst frostið í 19 stig á Akureyri og Grímsstöðum, 18 stig á Hellu og 17 á Þingvöllum. Vindur var oft- ast á austan eða norðan, en suðlæg átt örsjaldan, helzt suðaustan áhlaup, þegar lægðir nálguðust suðvesturströndina á leið sinni austur um sunnan við landið, t. d. hinn 11. og 22. dag mánaðarins. í 500 metra liæð kom frost strax 2. október, en í þeirri hæð frá sjó ltafði ekki lryst síðan 20. maí í fyrravor. Lengd sumarsins 1967 hefur því eftir þeim mælikvarða verið rúmar 19 vikur, sem er liálfri viku betur en meðaltalið frá árunum 1954—’63. Nóvember var um tveim gráðum kaldari en í meðallagi. Fyrstu vikuna var norðaustlæg átt rfkjandi, en umhleypingasamt og miklar hitasveiflur eftir það. Stórar lægðir fóru yfir landið eða skammt frá þvl og ollu breytilegri átt. Hlýjasti dagurinn var liinn 18. Þá barst hingað hlýtemprað loft langt suðvestan af Atlantshafinu. í kjölfar þess fylgdu þrír dagar með útsynningi, en hann var tiltölulega tíður þennan mánuðinn. Mesta kuldakastið kom nteð norðan átt rétt fyrir mánaðamótin. Miklar hitasveiflur urðu í desember, og mánuðurinn var rúmlega hállri gráðu kaldari en í meðallagi. Eftir einn hlýindadag, þann 2., kom kaldasti kaflinn í mánuðinum og stóð í viku. Að sjálfsögðu var það norðanátt, sent kuldann færði eins og jafnan. En hún kom með fleira í þetta sinn. Við Grímsey varð vart við hafís, en það er fyrr á vetri en verið hefur um áratugi. Var þessi sending vondur fyrirboði Jjess, er síðar kom. Að loknum þessunr kuldakafla kontu fjórir hlýjustu dagar mánaðarins með suðlægum vindum. Þá kom aftur kuldakafli um miðjan mánuðinn, vel afmarkaður á hitaritunum. Næstu vikuna var vindur ýmist á austan eða norðaustan og sæntilega hlýtt, en um jólin spilltist tíðin og kólnaði á ný fram undir áramótin. Jafnframt var tíðin svo óstöðug, að varla hélzt óbreytt veður daglangt. Rétt eftir áramótin komu tveir köldustu dagar vetrarins, eins og vel kemur fram á hitaritunum. Loftið, sem jtá barst að, var komið norðan fyrir Grænland. Auk Jjess var hafísinn skammt undan, og íshrafl rak að landi í Jjessum norðan- garði, bæði að Hornströndum og annesjum austar, Siglunesi, Gjögrum, Tjörnesi og Sléttu. Svo heppilega vildi til, að eftir Jjetta norðanáhlaup stóð vindur af austri og suðaustri við norðurströndina alveg fram um miðjan mánuðinn. Isinn hvarflaði þvf frá aftur og sigling varð greiðfær. Einnig komust bátar á mið, 24 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.