Veðrið - 01.04.1968, Page 26

Veðrið - 01.04.1968, Page 26
þegar gal'. Upp úr miðjum mánuðinum gekk í útsynningsveðráttu. Tíð var ]»ví sæmilega iilý unt tíma. Það nægði þó ekki tii að konia meðalhitanum upp í meðallag, heldur varð hann rúmlega hálíu stigi undir því. Kom þar til auk hörkunnar í byrjun ársins, að síðasta vika mánaðarins var umhleypingasöm og köld. Hinn 26. rak á snöggt norðanáhlaup, sem glöggt má sjá á hitaritinu. í því mun brezkur togari hafa farizt á Mánárbrekum. Febrúarmánuður varð rúmlega einni gráðu kaldari við jörð en í meðallagi. A hinn bóginn var kólnun með hæð svo lítil, 4,3° C á km, að uppi í tveggja kílómetra hæð var nærri einu stigi hlýrra en í meðalári. Fyrstu dagana var kalt, og á Þing- völlum mældist t. d. 25 stiga frost nóttina milli 1. og 2. Er það mesti kuldi, sem þar hefur komið, síðan veðurathuganir liófust þar árið 1934. Ekki er hægt að sjá þetta á hitaritunum. Veður var kyrrt og snjór á jörðu, og hefur frostið orðið 12 til 14 stigum rneira niðri á Völlunum en hátt í hlíðum Armannsfells. Stillan stóð ekki lengi, því að hinn 4. gerði norðaustan-rok um allt land, og á Vestfjörð- unt var fárviðri, sem grandaði báti frá Bolungavík og tveim enskurn togurum á ísafjarðardjúpi. Um miðbik mánaðarins var breytileg vindátt og litlar hitasveiflur, ef undan er skilið norðan hríðarveður þann 12. í síðustu vikunni konni nokkrir verulega hlýir dagar með suðlægu lofti frá hafinu í grennd við Azoreyjar. Því fylgdi feikna úrkoma og flóð á Suðurlandi. Marz var um tveim stigum kaldari en meðaltalið við jörð og einu stigi kaldari en það í tveggja kílómetra hæð. Fyrstu dagana var útsynningur, en í rúma viku þar á eftir var suðlæg átt og hlýindi dag eftir dag, og komst liitinn í 15 stig á Dalatanga hinn 7. Hinn 12. breytti algerlega um tíð. Vindur gekk 1 norðrið, og allt til mánaðarloka var ýmist austan- eða norðanátt með látlausum frostum. Náði kuldinn hámarki í lok mánaðarins, eins og skýrt kemur fram á hitaritinu. Hafísinn færðist nær með norðanáttinni, og viku fyrir mánaðarlok var sigling orðin illfær fyrir norðan land, og um mánaðamótin rak þéttan ís alveg að norðurströndinni og lokaði algerlega siglingaleiðinni til Norðurlands bæði að austan og vestan. Einnig tók hafísinn að reka suður með Austfjörðum. Árið 1967. Þetta ár varð annað kaldasta í röðinni, síðan athuganir þessar hófust með árinu 1954. Einkennishitinn var -f- 0.94 stig, en var -f- 1.15 stig árið 1966. Þriðja í röðinni er árið 1962 með -t- 0.88 stig. Hlýjast af þessum fjórtán árum var 1964. Þá reyndist einkennishitinn 0.13 stig. Mest munar til lækkunar meðaltalsins í ár hinn óvenju kaldi marzmánuður. Einnig voru apríl, október og nóvember talsvert undir meðallagi. Frostmarkið lá í 830 metra hæð yfir sjó að meðaltali, eða 100 metrum ncðar en meðallag áranna 1954—’63. Hitasveiflan í 1000 metra hæð var með meira móti, eða 13.0 stig, og veldur þar enn kuldinn í marz. Þá var hitastigið -f- 8.0 stig í þessari hæð, en 5.0 stig í júlí, sem var hlýjasti mánuðurinn. 26 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.