Veðrið - 01.04.1968, Page 30

Veðrið - 01.04.1968, Page 30
óven jugott grassumar og málnytusumar. Fé varð meira að segja lioldugt og vænt. Jörð sölnaði seint, og var lteyjað mjög víða langt fram á haust. Göngum var frest- að og jók það heyskapinn. Haustið var framúrskarandi gott og engu síðra en hið næsta ;i undan. IV. Veturinn 1916—1917. Hans gætti nú eiginlega ekki fyrr en í byrjun desember, en þá kom dálítið harður kafli. Yfirleitt var veturinn sæmilegur. öfsastórhríðar komu að vísu um páskaleytið og voru þá oft ein 10—12 st. frost. V. Sumarið 1917. Vorið kalt. Þó var allgóður kafli frá sumarmálum fram að hvítasunnu. Þá gerði kuldakafla, þriggja vikna langan. Þá kom aftur góð tíð, oft mjög lieitir dagar í júlí og framan af ágúst. Seint í ágúst byrjuðu norðan stormar mjög svalir og var þá loft mjög einkennilegt stundum. Héldust kuldar og óþurrkar þaðan 1 frá, þrákelknisleg éljadrög alla jafna og ekki að tala um nein hlýindi. Annan eða þriðja október skellti hann saman fyrir alvöru. Þá byrjaði hann að kvöldinu með hvössu krapahríðar veðri. Voru hríðarveður og snjóburður með töluverðu frosti í nokkra daga. Þá voru allir faríuglar horfnir fyrir löngu. Rjúpan var nteð meira móti 1 byggð. Snjór hreyfðist aldrei neitt teljandi. VI. Velurinn 1917—18. Ótíðin, sem skall á í októberbyrjun hélst með litlum breytingum alveg fram á góu. Undireins í nóvember varð jarðlaust um allar sveitir svo að segja. Nokkrum sinnum komu að vísu blotar, en þeir gerðu aðeitts illt verra. Ágerðist óstillingin eftir því sem á leið desember. Voru ýmist norðan frosthríðar eðu suðvestan rosar. I'ram að jólum komu þó aldrei mikil frost, aðeins einu sinni 14 stig. Sjávar- harka var ískyggilega mikil. Aldrei var nein kvika að ráði. Fréttir um hafís fóru að berast liingu fyrir jól. Otíðin tók snemma illum tökum á mörgum, enda virt- ist margt benda til jtess, að kalt mundi verða þennan vetur. Spáðu og margir á J)á lund. Fyrir tveim árum dreymdi einn bónda, Jónas á Sílalæk, að honum þótti koma til sín maður og segja við sig: „Varaður })ig á vetrinum 1918.“ — „Fleira verður gefið en gott hey 1 vetur, eftir því sem á mig bítur veðurfarið," sagði Guð- niundur á Sandi í ágústkuldunum í sumar. Stefán skólameistari á Akureyri ]>ykist hafa getað ráðið ]>að af ýmsum veðurmerkjum, er hann segist hafa veitt eftirtekt um langa tíð, að veturinn muni harður verða. En jictta var útúrdúr og verður nú haldið áfram veðuríýsingunni: Laugardaginn annan í árinu skall á norðan stórhríð með 15—16 stiga frosti. Var veðrið meira á sunnudag en Iítið eitt vægara tvo næstu dagana. Upprof var á miðvikudag. Sáust j)á hafísspangir hér og j)ar á sjónum. Upprofið varaði aðeins eitt dægur. Brast enn á norðan stórhríð. Var nú dimmviðri miklu meira og frostið undireins 18—19 stig. Þetta veður hélst vikuna út og eru nú hafþcik orðin að })ví er menn frekast vissu. Upp úr tólftu vetrarhelginni hægði loks og birti. Er nú flóinn hvftur yfir að líta. Frostin óvenjumikil, allt að 20 stigum dag 30 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.