Vikan


Vikan - 16.02.1961, Side 27

Vikan - 16.02.1961, Side 27
hðggum, hvar eftir nefndur Jón fám dögum síðar dáinn, skal eftir Lib:6. cap. 6. Art: 1 og 22 missa sitt höfuð og ber sýslumanninum ólafi Árnasyni að láta executionen yfir honum ganga hér við Öxará löglega og útvega honum prest áður en exsecutionen fram fer. Þessi dómur var upp lesinn hlutaðeigend- um áheyrandi". Lögmaður Becher er Daninn Hans Becher, sem tveim árum áður hafði setzt í lögmannsembætti eftir Alex- ander Smidt. Fyrrum hafði hann verið förunautur þeirra Árna Magn- ússonar og Páls Vídalins um ísland. Skúli Magnússon er Skúli landfógeti, sem um ]jessar mundir hafði sýslu í Skagafirði. En begar hér var komið sögu á Albíngi, brá einkennilega við; og hefði ísíenzkum og dönskum vald- höfum i bann tima rækilega verið dregin burst úr nefi ef slikt hefði við borið að jafnaði. Ferðalagi Bótótfs var ekki lokið hvað sem dauðadómnum leið, og bað stafaði af bvi að nú var eingan böðul að fá á Þíngvöllum. Einginn gaf sig fram til starfans og öxin og höggstokkurinn virðast hafa legið ósnert á bessu sumri við Öxará. Ólafi sýslumanni var bví skipað að flytja Bótólf með sér vestur á ný, og skyldi aftakan fara fram heima í héraði. Þetta varð sýslu- maður að láta sér lynda. ÖXIN OG JÖRÐIN. Bótólfur var sagður danskur i móðurkyn. Þó virðist föðurnafnið sem leikur nokkuð á tveim túngum jafnvel benda til dansks faðernis. Hvað rétt er í þessu efni skal ósagt látiö. Gfsli sagnaritari Konráðsson hef- ur það eftir konu nokkurri er sá Bótólf í járnum í Haga, að hann væri „sá friðasti maður er hún séð hefði“. Hrafnagilsannáll kallar hann únglíng og bætir því við sakaskrána að hann hafi tekið reiðskjóta Jóns og farángur (,,fátækispjöggur“) að ódæðinu unnu. Sögunni víkur nú vestur. Sá sem böðulsembætti hafði með höndum þar hét Bjarni og var að jafnaði kallaður Bjarni búi. Fyrrum hafði hann stundað stuldi og útilegur og var sagður hið mesta varmenni; en með því að takast á hendur að hýða og aflifa glæpamenn héraðsins leysti hann sig undan refsingu. Undir öxi þessa manns kraup nú Bótólfur Jörundarson. Sigurður préstur á Brjánslæk var feinginn til að telja um fyrir Bótólfi og „fékk Bótólfur iðran góða“, Ofantil við Vaðalsá á nesi einu innti Bjarni búi verk sitt af hönd- um, og er ekki annars getið en hann hafi starfað vel og ógrunsamlega. Þar hét Bótólfsnes sfðan. Heimildir: Blanda, Annálar 1400—1800, Árb. Espólíns, Alþíngisbækur. Sarai maður á tveim ... Framhald af bls. 5. hlið, sem Rahbek var vanur að fara í gegnum, varð hann óróleg- ur. Herforinginn leit til hliðar og sá skáldið, sem á sömu stundu gekk gegnum hliðið. Herforinginn varð sem þrumu lostinn, þvi að hann vissi með öruggri vissu, að Rahbek var i Hamborg. Þegar Thiele heyrði um atvikið, skrifaði hann til Rahbeks i Ham- borg og spurði hann, hvort mögu- legt væri, að hann hefði hugsað mjög sterkt heim þennan sama dag. Svar kom aldrei við bréfi þessu, og þegar Thiele seinna hóf máls á þessu við frú Kamma, bað hún hann að hreyfa þessu aldrei við mann sinn, — hann gæti ekki þolað það. Svipað þessu hafði oft hent hana sjálfa í sambandi við mann hennar. Thiele bætir þvi við, að von Buch-wald hafi sagt einum kunn- ingja sinum, frú Dichmann, frá atvikinu, þegar hann hitti Rahbek við grindahliðið. Hún svaraði: — Ég er ekki svo hissa á því, — ég sá hann ganga hér fram hjá i gær. Mun visindunum einhvern tima takast að skýra þessi einkenni- legu fyrirbæri? Eða eru þau e. t. v. þegar langt komin með það? Hinn frægi visindamaður og sálfræðing- ur samstæðiskenningarnar, pró- fessor Dunne, skrifar f bók sinni Tilraunir með timahugtakið, að e. t. v. sé það aðeins nokkuð, sem við ímyndum okkur eða vaninn hafi kennt okkur að taka sem sjálf- sagðan hlut, að til sé nokkuð, sem heiti staður og stund. Afstæðis- kenning Einsteins virðist benda í þá átt, að tíminn sé stærðartákn, en ekki eitthvað, sem „líður“. E. t. v. eruð þér sjálfur tvifari eða þekkið einhvern, sem er það? Ef svo er, er áreiðanlega timabært að minna á orð skáldsins Byrons lávarðar, sem einnig án eigin vit- undar var tvifari. Nokkrir vinir hans höfðu séð hann í Englandi á sama tíma sem hann var á ferða- lagi í Grikklandi og Tyrklandi, og þá sagði Byron eftirfarandi: — ÉG EFA EKKI, AÐ VIÐ, SAK- IR EINHVERRAR OKKUR Ó- ÞEKKTRAR FRAMRÁSAR, GETUM AUGSÝNILEGA VERIÐ Á TVEIM- UR STÖÐUM SAMTÍMIS, EN HVER ÉG RAUNVERULEGA ER Á SLÍK- UM AUGNABLIKUM, LÆT ÉG ÖÐRUM EFTIR AÐ DÆMA. HIÐ EINA, SEM ÉG VONA OG ÓSKA, ER, AÐ ANNAÐ SJÁLF MITT SÉ EINS OG HEIÐURSMANNI SÆM- IR. * ELDHÚS SKÁPAR Smíðum eldhús- og fata- skápa af öllum gerðum úr fyrsta flokks þurrkuðu efni. Allan smíðavið þurrkum við niður í 10%. Þurrkunin tryggir að viðurinn breytir sér ekki og málning, bónun og lakk verður miklu end- ingarbetra. Gjörið svo vel að leita til- boða eftir yðar eigin eða okkar teikningum og model- um. EIDHÚS- OG FATASKÁPAR OKKAR ERU SMÍÐAÐIR EFTIR NYJUSTU TÍZKU. H F Höfðatúni 2, Reykjavík, sími 22184. ____________ VIKAH 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.