Vikan - 23.02.1961, Blaðsíða 6
Flugher Bandarlkjanna
hafOi skirt tunglflaugina
okkar Súpernóvu, sem þýð-
ir — sprengistjarna. >að
var ekki ætlunin, aö viö
spryngjum, — vonuOum viö
aO minnsta kosti, — en á
tunglinu áttum viO I vænd-
um viOureign viö meiri ó-
fögnuö en nokkur jarönesk-
ur maöur gat ímyndað sér,
að til væri.
Nú var klukkan fjögur aö morgni í Canaveral-
höföa í Flórída. Við vorum þrir: Dick Rívero
majór, annar flugmaöur og stjörnusiglingafræö-
ingur, dr. Charles Ferris, sérfræðingur í læknis-
kúnstum og öllu því, er varöaöi mannlegan
líkama, og ég, Jim Casey majór, flugstjóri.
Ég fer ekki mörgum oröum um flugáætlunina.
Súpernóva var skínandi bákn, þar sem hún stóö
á flugtakspallinum. Fiaugin var fimm þrepa,
fimmtán hundruö tonn aö þyngd, og rakettu-
hreyflar hennar höföu þrýstikraft, sem nam rúm-
lega átta milljónum kílógramma. En efsti hluti
geimskipsins, þar sem viö höfðumst viö, var sjálf
flaugin. Þetta var stærri og tignarlegri útgáfa
af eldflauginni X-15, sem Scott Crossfield og Bob
White höföu þaulreynt yfir Mojave-eyöimörk. Viö
Rívero majór áttum að sitja hlið við hliö fremst
í klefanum. Dr. Ferris haföist viö í afkimanum
á bak viö okkur. — Þetta var vissulega allt ann-
aö en eftirsóknarvert í þessa átta hundruö þús-
und kilómetra hringferö okkar, en ég verö aö
segja þaö Súpernóvu til varnar, aö hún var gerö
fyrir þrjá menn, sem áttu að fljúga til tungls-
ins og það ekki í neina skemmtiferð. Þegar flaugin
okkar, X-15F, átti að vera búin til heimferöar,
átti hún aÖ sveima þrisvar umhverfis jöröina og
draga þannig úr ferðinni, áður en lent yrði loks
á flugtilraunastöðinni Edwards í Kaliforníu.
X-15F var eldflaug í orðsins fyllstu merkingu,
og ég var kapteinn.
Þess hafði verið stranglega krafizt, aö við vær-
um allir smávaxnir. Maður skyldi halda, að verk-
fræðingarnir geröu sér ekki neinar griílur út af
nokkrum kílóum, þegar eldflaugin er á stærö við
meðal-háhús, en sú var reyndin. Til dæmis þarf
tíu kíló af eldsneyti til þess að flytja sjálfblekung
til tunglsins og heim aftur. — Hvert einasta
gramm, jafnvel af holdi og blóði, veröur aö þjóna
einhverjum hagnýtum tilgangi.
Ég heföi ekki getað kosið betri áhöfn. Burns
ofursta við Fluglækningarannsóknarstööina hafði
langað til þess að koma meö, en hann var of
gamall og þungur. Hann valdi i stað þess dr.
Chuck Ferris, grannvaxinn, alvörugefinn náunga
með fremur þurra kímnigáfu. Þetta var samt
sýndin ein. Chuck var, eins og sagt er í fiug-
hernum, þegjandi tígrisdýr. Þegar i harðbakka
sló, varð hann siðastur til að hopa af hólmi. Einu
sinni opnaöi hann brjóstholið á manni, sem eng-
inn hjartsláttur fannst í, stakk hendinni í brjóst-
iö og nuddaði hjartaö — og bjargaði þannig lifi
mannsins. Ég hef ekki heyrt- Chuck sjálfan segja
frá þessu. Ég las það i sjúkrahússkýrslu.
Ef menn hafa minnsta áhuga á gerðum Flug-
tæknideildarinnar, verða þeir að kynnast Rívero
majór. Hann er sérfræðingur í þrýstisprengjum,
— einn öruggasti náunginn í flughernum að því
leyti. Hann hefur flogið þotu í Kóreu. Það var
þar, sem ég kynntist honum.
Nú horfðum við gegnum tvöfaldar klefarúð-
urnar á skotmarkið, — draugalega, sítrónugula
skífu, sem sveif yfir Atlantshafi í biárri skímunni.
Munnurinn á mér var skraufþurr. Ég var hrædd-
ur, verulega hræddur. Það voru hinir líka, enda
þótt þeir létu ekki á neinu bera. Dr. Ferris var
hugdjarfastur, býst ég við, en hann þurfti ekki
ýkjamiklu að kvíða. Eina mannveran, sem mundi
sakna Chucks, ef fuglinn okkar tæki upp á því
að halda áíram til sólarinnar, var snotur, dökk-
hærð stúlka, sem átti stóran veiðlhund og ók I
sportbíl í 160 km hraða. Hún mtmdi syrgja Chuck
aö minnsta kosti í viku. Síðan mundi koma nýr
farþegi I sportbílinn. Og eitt er víst, aö það yröi
ekki mamma þessarar snotru stúlku. Hún viður-
kenndi sjálf, að karlmenn væru eftirlætisleik-
fang hennar, og enginn taldi ástæðu til þess að
draga þaö í efa.
ÖÖru máli skipti þess ferð Rívero majór. Dick
var giftur einni dásamlegustu stúlkunni í öllum
flughernum og snillingi í matargerð. Ég hafði
borðað bæöi keisarasalat og enchiladas hjá Jinny
Rívero. Dick var vafalaust að hugsa um Jinny
núna, á sama hátt og ég hugsaði um Hank. Það
er strákurinn minn. Hann er ellefu ára, og siðan
móðir hans dó, höfum við verið svo til óaðskilj-
anlegir, og við metum hvor annan mikils.
— Flugtaksstöö til Súpernóvu, sagði rödd í
hjálmhátalaranum. Síöasta kall. Eruö þér til-
búinn til flugtaks, Casey majór?
Ég gaut augunum til Ríveros, sem rétti upp
þumalfingur. Eg sneri mér viö í stólnum, sem
féll þétt að líkamanum, og leit á Ferris. Hann
glotti bak við hjálmglerið. — Allt i lagi, flug-
taksstöð, sagði ég í hátalarann. Þetta er Casey
majór. ViÖ erum tilbúnir til flugtaks.
— Ágætt, Casey majór. ÞaÖ eru níutíu sek-
úndur til flugtaks. Við teljum ...
Stólar okkar voru þannig gerðir, að við sátum
allir áiútir, en Burns ofursti hafði sýnt fram á,
að sú staða hentaði bezt hinni gífurlegu hraða-
aukningu. Þrýstingurinn kom á hverja einustu
tommu í líkönum okkar. Við fundum samt ekki
hraðaaukninguna í fyrstu. Sjö rakettuhreyflar,
sem blésu frá sér orku, er nam fimm milljón
kilóum, gáfu frá sér þrumandi og skerandi háv-
aöa, sem skarst gegnum einangraöa veggina,
og mér fannst eins og rakhníf væri brugöið i
hlustirnar á mér. Pálmarn-
ir og byggingarnar birtust
í blindandi birtunni frá
rakettunum, og mann verkj-
aði i augun af þvi aö horfa
lengi. Þá tók hinn straum-
línulagaði skýjakljúfur okk-
ar aö lyftast, eins og vatns-
þrýstidælu væri komiö fyr-
ir undir flauginni.
— Upp, drengir, upp, heyrðist frá flugtaksturn-
inum eins og hvisl í gnýnum. Við sáum móta
fyrir skaganum. Skýin umhverfis okkur voru eins
og bráðið stál í birtunni frá hreyflunum. Við fór-
um enn hægt, — eins og vörulyfta. Fjólublá slikja
sást nú fyrir neðan okkur. Geimurinn sást hvelfast
yfir okkur, salatgrænn, og stjörnurnar tindruðu
rólega sem fyrr.
— Erum við í loftbelg? Rödd Rívero var veik
og hol. — Eða erum við í tunglflaug? — Þá, loks-
ins, tók hraðinn að aukast.
Ég man ekki fyllilega eftir því, er skipt var á
þrepum. Þetta var auðvitað sjálfvirkt, og á milli
sprenginganna var eins og allt missti þunga sinn.
Þótt við sætum í hinum líkamslögðu stólum okk-
ar, sagði þyngdarlögmálið áþreifanlega til sin.
Ég missti meðvitund, þegar fjórðastigshreyflarnir
voru í gangi. Stig fimm hékk enn aftan í okkur.
Það áttum við að nota til heimferðarinnar. Þeg-
ar ég kom aftur til meðvitundar, heyrði ég rödd
í hátalaranum:
— Halló, Súpernóva, þetta er miðstöð. Við höf-
um tekið við af flugtaksstöð. Heyriö þér til okk-
ar, Casey majór?
— Greinilega. Haldið áfram.
— Líður öllum vel?
— Prýðilega, svaraði ég. Hvernig litum viö út
á skerminum?
'—- Flaugin er græn, sagði röddin, — og það
brá í senn fyrir óróa og gleði, — græn eins og
ijómandi smaragöur. Þið eruð búnir að ná nógu
miklum hráða, þannig að þið komizt hæglega
áleiðis. Við skulum vona, að tunglsjáin komi ykkur
rakleiðis til tunglsins.
Ég leit út. Við flugum í ausutrátt, og jörðin
fór óðum minnkandi fyrir neðan okkur. A meðan
ég horfði út, flugum við út úr skugga jarðar,
og tær birta umlukti okkur. Eg gat ekki haft
augun af útsýninu, ekki eitt andartak. 1 hátal-
aranum bað ég Dick Rivero aö lesa á mikiivæg-
ustu mælana. Dick tilkynnti: — Hæð fimmtán
hundruð kiiómetrar, hraði ellefu kilómetrar á
sekúndu, klefaþrýstingur eðlilegur. Allt virðist
í lagi.
Eg þakkaði honum fyrir. Meginland Afriku
kom nú hægt í ljós og breididst yfir jarðhvelf-
inguna. Eg sá gula Saharaeyöimörkina breiða
úr sér við hiið glitrandi Miöjarðarhafsins. Mig
verkjaði í kverkarnar, og ég tann tii stingandi
hita bak við augun. Þetta hafði enginn mennsk-
ur maður séð íyrr. Ef til vill ætti Guð einn að
sjá þessa sýn. Sjóndeildarhringurinn var ekki
lengur beinn, — ekki heldur bogalaga. Hann var
beinlinis horfinn, og i stað þess sat ég og horfði
á reikistjórnuna Telius, risastórt bákn, hulið
skýjabólstrum, myrk úthöf og drungaleg megin-
lond. Eins og draumsýn fiaut liún þarna i stjörnu-
tærum geimnum. Beint fram undan, handan við
þrettan hundruð og áttatiu þúsund kílómetra í
tóminu, var áfangastaður okkar, sem virtist al-
hvitur hnöttur úr tærum ískristalli.
— Pjú, sagði Dick Rívero lágt i hátalarann, og
hann sagði það eins og bæn. Eg leit á hann. —
Hvernig liður þér, Dick?
Hann var aftur orðinn sami, gamli Dick. —
Skippari, veiztu, hvað maðurinn sagði, áður en
hann stökk i fyrsta sinn i íallhlíf?
— Nei, hvað sagði hann?
— Hann sagði: „Ég vildi óska, að þau sæju
til mín frá bænum heima.“
— Bœnum heima!
Við vissum ekki, hvort við áttum heldur að
gráta eða hlæja, og það var miklu betra að hlæja.
Dr. Ferris sagði: Eg vona, að Wernher von Braun
hafi á réttu að standa.
— Hvernig þá?
— Hann skrifaði framtíðarsögu um tunglið.
Hann sagði, að ekkert ryk væri á tunglinu, —
ekki ögn. Menn stukku um tunglið og söfnuðu
steinum í kerrur.
— Eftir rúma tvo daga komumst við að hinu
sanna, sagði Rívero. — Það er að segja, ef tungl-
sjáin verkar. Ef hún gerir það ekki, eigum við
í vændum langa skemmtiferð kringum sólina.
— Hve lengi, — alla eilífð? sagði Ferris.
— Einmitt, sagði Rívero, — alla eilífð.
Við fórum gegnum Van Allen-beltið á nægi-
legum hraða til þess, að banvænir geislarnir náðu
ekki gegnum flaugarveggina. Við vorum auðvitað
þyngdarlausir. Það var óþægileg tilfinning, —
auk þess sem þyngdarleysið getur verið stór-
hættulegt. E’f einhver okkar hefði tekið upp á
því að kasta upp, hefði hann kafnað af innihaldi
magans, þar sem ekkert þyngdarafl gat tæmt
kverkarnar. Við höfðum sérstakar pumpur, ef
þetta skyldi koma fyrir, en við þurftum ekki að
nota þær í þetta sinn. Við máttum hreint og beint
ekki vera að því að láta okkur verða illt, og brátt
vöndumst við þyngdarleysinu og fundum ekki
til klígju.
X-15F var búin loftsteinaverjum, sem áttu að
gera að engu allar agnir, sem ekki voru stærri
en baunir, og koma þannig í veg fyrir, að þær
skyllu á flauginni, en eiginlega var ekki gert ráð
fyrir, að slíkt kæmi fyrir, og sú varð einnig
raunin á. Hins vegar rákumst viö á fínt stjarnryk
um hundrað og þrjátíu þúsund kilómetra frá
jörðu. Það myrkvaði gluggann, svo að tær geim-
urinn varð eins og hulinn móðu, en þetta gerði
okkur félögum ekkert mein. Ratsjáin og öll mót-
tökuskilyrði voru í ákjósanlegu lagi, nema hvað
öðru hverju heyrðust truflanir, sem stöfuðu frá
sólinni. Risastórir móttökuskermar á jörðinni