Vikan


Vikan - 23.02.1961, Blaðsíða 9

Vikan - 23.02.1961, Blaðsíða 9
 l'c' glí*í'PÍS;lí I K U N Spennan í messunni eykst. — Gamli klerkurinn gengur nú um á meðal fólksins og segir því, að það fari til vítis. Svo heyrast varla orðaskil og konurnar fá krampa, hver af annari og hníga niður. frammi í kirkjunni greinist nú ekki lengur i einstaklinga, heldur hefur runnið saman í eina órjúfanlega heild í krafti hinna sefjandi áhrifa söngsins. — Og áfram er sungið, en smám saman fækkar röddunum, unz aðeins tvær svartar konur syngja hvor í kapp við aðra, en allir aðrir hvetja þær til að halda söng sinum áfram. — ..Haldið áfram, -— haldið áfram, — syngið meira, •— syngið meira!“ hrópar fólkið, og skyndilega er önnur konan þögnuð, án þess þó að maður taki eftir því, sökum þess að allra athygli beinist að sama punkti, — konunni, sem enn þá syngur. Spenn- an í söng hennar eykst stöðugt, og söngurinn hefur greinilega lyft henni upp yfir veru- leikann og hljómar nú utan og ofan við allt, sem er, og hann hefur hrifið með sér allan söfnuðinn, sem nú starir, stappar, klappar og hrópar: „Syngdu áfram, — syngdu áfram, — syngdu áfram!“ Hinn tryllti söngur heldur áfram i ham- rammri hrynjandi, og spennan eykst, unz hinir hárfinu þræðir þess töfravefs, sem hald- ið liafa fólkinu uppi, rofna skyndilega, og það fellur aftur móts við blákaldan veruleik- ann. Söngurinn breytist í hróp eða öskur, og konan fellur stjörf með úthreidda arma í fang þeirra, sem grípa hana og bera burt úr kórnum. Hróp konunnar heyrast enn þá úr fjarska, þegar gamli, ýrugrái presturinn hefur upp raust sína. Hann talar í hátalara, sem hangir i snúru um háls honum. Hann er ómyrkur í máli og segir fólki óspart til syndanna. Hann dregur enga dul á, að þeir fari beina leið til Vitis — og ekkert skemmra, sem láta veraldargæði villa sér sýn. „Þið eruð aumir og vesælir synd- arar,“ þrumar gamli presturinn hvað eftir annað magnaðri röddu, og fólkið tekur undir sem einn maður: „Já, satt segirðu, — þú hefur rétt fyrir þér, — haltu áfram, — haltu áfram.“ — Þið hugsið um það eitt að maka ykkar eigin krók og gleymið meðbræðrum ykkar. Ykkur hlýtur að hefnast.“ „Já, já, þetta Framhald á bls. 40. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.