Vikan - 22.06.1961, Blaðsíða 9
Jólaball hjá bandarfska flughern- [>
nm — rétt fyrir stríðslok.
<3 Nóg að borða, nóg að drekka og
sjóliðar á hverjum fingri; það
er nú líf, sem segir sex.
Eftir Gunnar M. Magnúss.
íslenzkt kvenfólk hjá sér í bröggun-
um um nætur. Vildi hann afmá þenn-
an blett af Bretum. Fór hann fram á
það, að islenzk stjórnarvöld gæfu
yfirlýsingu um afskiptaleysi her-
manna af íslenzkum stúlkum.
Hermann Jónasson svaraði: — Þér
hafið ekki hitt á heppilegan mann að
kvarta við, þvi að ég hef einmitt sjálf-
ur orðið nýlega vitni að þvi, sem bent
gæti til náinna kynna hermanna við
íslenzkar stúlkur.
— Einmitt það?
— Eg var kvöld eitt að koma frá
Þingvöllum, og þegar ég var kominn
niður undir Álafoss, hittist svo á, að
tveir stórir hermannabílar voru að
koma frá Reykjavík, þéttsetnir stúlk-
um. Þeir staðnæmdust við samkomu-
bragga hersins, og þar stukku stúlk-
urnar út úr og fóru beint inn i bragg-
ana. Hvað voru þær að gera þangað?
Kapteini Wise varð svarafátt og
gekk af fundi ráðherrans óánægður.
Þurfti Hermann ekki að gripa til
frekari sannana, þótt fyrir hendi
væru, svo sem eftirgreindar auglýsing-
ar:
DANSLEIK
halda Sgts. 711 Coy RE at the
Recreation Hut, Álafossi, laugar-
daginn 16. ágúst 1941 kl. 8 e.m.
Allar dömur velkomnar.
Bilar, sem aka dömunum á dans-
leikinn, verða til taks við Blfr.
Geysir frá 7,15—7,45 e.m. Veit-
ingar og bílferðir ókeypis.
(Dagblaðið Vísir 16/8 1941).
DANS
á Álafossi, Ontario Camp, föstu-
daginn kl. 8. Ókeypis fyrir stúlk-
ur. Ókeypis far með B.S.Í. kl. 7—8
og til Reykjavíkur klukkan 12.
(Morgunblaðið 19/6 1941.)
En Hermann Jónasson tilkynnti her-
stjórninni, að hann óskaði ekkl eftir
fleiri ferðum kapteins Wise I Stjórn-
arráðið í slíkum erindagerðum. Mun
herstjórninni hafa þótt óþarfi, að
slikt lítilræði yrði sérstakt deilu-
efni milli heimamanna og hersins.
Þeir tóku því kvörtun ráðherrans til
greina, lækkuðu kaptein Wise í tign
af þessum og fleiri ástæðum og sendu
hann utan.
En leikurinn hélt áfram.
VANDAMÁL SIÐGÆÐISINS.
Sannleikurinn var sá, að frá fyrstu
dögum hersins hér á landi, urðu tölu-
verð brögð að því, að hermenn hefðu
samband við stúlkur, leynt og ljóst.
Þessi kynni og samskipti jukust svo
hraðfara, að þeim, er ábyrgð báru í
þjóðfélaginu, þóttl iskyggilega horfa.
Fjöldi foreldra missti taum af dætrum
sínum, og fullþroska konur sóttu til
hersins undir ýmsu yfirskini. Sumar
þeirra sögðust fara I braggaheimsókn-
ir til þess að læra ensku. Þetta var
svo sem vel skiljanlegt, að slík tæki-
færi til menntunar væru freistandi.
Hitt fannst sumum ganga nokkuð
langt, þegar þessi enskukennsla fór
einnig að fara fram almennt á heim-
ilunum. Það var jafnvel verið að læra
ensku á milli dúranna á sumum heim-
ilum.
En svo var það einnig almennt, að
dátar leituðu til kvenna til þess að
læra hjá þeim íslenzku og borguðu
þá gjarnan eitthvað fyrir.
En meðan þetta tungumálanám var
í algleymingi, gerðust ýmsir atburðir,
sem bentu til, að óhöpp hefðu orðið
af einskærum misskilningi, svo sem
Haltu mér - slepptu mér - ævin-
týriG vitnar um. En það var á þessa
iund:
Það var kvöld eitt fyrsta haustið,
sem Bretar voru hér, að stúlka nokk-
ur, 38 ára að aldri, var að fara heim
til sín. Þess skal getið, að um þetta
leyti hafði verið grafið víða um bæ-
inn fyrir hitaveitupípum, og göptu
skurðirnir alldjúpir.
Nú var það, þegar nefnd stúlka
var komin sunnarlega á Njarðargöt-
una, að hermaður með byssu um öxl
gengur í veg fyrir hana og ávarpar
hana. En þar eð enskukunnátta henn-
ar var af skornum skammti, skildi
hún ekki til hlitar, hvað hann sagði,
og vildi ekki sinna honum þar á göt-
unni. Greip hann þá til hennar og
dró hana með sér nokkurn spöl og
skellti henni þar utan í hitaveitu-
skurðsbakka. Urðu af þessu nokkrar
sviptingar, því að hermaðurinn vildi
með góðu eða illu troða í hana ensk-
unni. Reif hann við þetta föt stúlk-
unnar. En það var eins og í ævin-
týrinu um Einbjörn og Tvíbjörn, að
ekki gekk rófan, — ekki gekk enskan
í stúlkuna.
Tók nú stúlkan að kalla á hjálp,
en fátt manna var á ferli um stíginn.
Eftir nokkra stund bar þó að tvo
unglingspilta. Ætluðu þeir að koma
stúlkunni til hjálpar, en hermaðurinn
ógnaði þeim með byssunni, svo að
piltarnir lögðu á flótta.
Rétt í Þeim svifum bar þar að bíl
með tveimur mönnum I. Ætluðu þeir
að skerast 1 leikinn og hjálpa stúlk-
unni, en allt fór á sömu leið: Her-
maðurinn ógnaði þeim með byssunni,
svo að þeir hurfu á braut. En þeir
óku niður á lögreglustöð og til-
kynntu, hvað fyrir þá hafði borið.
Lögreglan fór á vettvang og kom
þar, er hermaöurinn var enn I tuski
við stúlkuna. Var sá enski tekinn
höndum og fluttur í lögreglustöðina.
Þegar fregnin um atburð þennan
barst um bæinn, tók blóðið að ólga
í heiðvirðu fólki.
— Hvers vegna hafa helvítin ekki
hórur með sér? varð sumum að orði.
Eru þeir þetta verri en á dögum
Lúðvíks fjórtánda?
— Þetta er nú sennilega aðeins
forspil þess, sem gerast kann í
skammdeginu, sögðu aðrir.
Já, það var satt. Haustið var að
síga yfir með dul og drunga. Og hvers
mátti vænta, úr þvi að þéttingskven-
maður var þannig útleikinn við sjálf-
an miðbæinn að kalla.
Málið kom nú fyrir Jónatan Hall-
varðsson sakadómara. Hann lét rann-
saka málið, og eftir nokkra daga birti
hann eftirfarandi greinargerð:
— Aðfaranótt 19. september (1940)
var lögregla kvödd á vettvang tll
hjálpar stúlku, sem ætlað var, að her-
maður væri að nauðga á almanna-
færi við gatnamót Njarðargötu og
Hringbrautar. Enska lögreglan hand-
tók hermanninn Þegar, en rannsókn-
arlögreglan tók skýrslu af stúlkunni,
sem sakaði hermanninn um að hafa
gert tilraun til að nauðga sér.
Var siðan hafin ýtarleg rannsókn
í máli þessu hjá rannsóknarlögregl-
unni og fyrir brezkum herrétti, og
voru auk aðila málsins yfirheyrð
vitni, sem séð höfðu og fylgzt með
viðskiptum stúlkunnar og hermanns-
ins að meira eða minna leyti. Rann-
sókninni er lokið með þeirri niður-
stöðu, að um nauðgun eða tilraun til
nauðgunar hafi ekki verið að ræða.
Það upplýstist enn fremur, að
stúlkan hafði raunar ekkert á móti
því að ganga til fylgilags við her-
manninn, heldur viljað fara lengra
afsiðis en í hitaveituskurðinn. —
Þessi nálega fertuga stúlka varð
þvi opinber fulltrúi fyrir þær kyn-
systur hennar, er fram gengu undir
kjörorðinu: — Haltu mér, slepptu
mér, — mér er ekki svo leitt sem
ég læt.
SKAL VI HOLDE OP?
1 þessu sambandi gat oröið mis-
skilningur á fleiri málum en enskunni.
Hér voru allmargir frændur vorir frá
Noregi. Þeir voru i sérstökum deild-
um, og svo sem nærri má geta, var
þeim tekið með ekki minni vinsemd
en Bretum, og er þá nokkuð sagt.
Norðmenn sóttu skemmtistaði i
bænum og komust víða i góð kynni
meðal landsmanna.
Nú var það einhverju sinni, að
norskir sjóliðar komu að kvöldi dags
inn á Hótel Borg til Þess að skemmta
sér. Meðal gesta þar sátu tvær korn-
ungar stúlkur við borð og höfðu keýpt
sér sitrón til Þess að dreypa i.
Gekk nú einn sjóliðanna að borð-
inu til stúlknanna og bauð annarri
upp í dans. I
Hún þáði boðið, en kom alls ekki
aftur til stöllu sinnar. Hinni leiddist
og tók að svipast eftir, hverju þetta
sætti. Sá hún Þá, að vinkona hennar
dansaði hvern dansinn á fætur öðr-
um við sama sjóliðann og fór alls
ekki af dansgólfinu.
Þegar hljómsveitin hætti klukkan
hálftólf, kom stúlkan loks til sætis
síns og var reið.
Sagði hún vinkonu sinni frá á þessa
leið:
— Þetta var ljóti dóninn. — Hugs-
aðu þér, — þegar við vorum búin að
dansa fyrsta dansinn, sagði hann: —
Skal vi holde op?
Eh ég sagð} auðvitað nei, og alltaf
eftir hvern dans sagði hann þetta
sama, en ég neitaði vitanlega. Loks-
ins, þegar músíkin hætti, sagði hann
og hneigði sig:
— Nu má vi holde op, fröken.
En þá stappaði ég í gólfið, sagði
þvert nei og slapp frá honum.
Kjötöxin og vernd lögreglunnar.
Svo sem fyrr er að vikið, risu brátt
vandamál út af samneyti hermanna
og landsmanna og oft og mörg út af
siðferðismálunum. Sumar litlar stúlk-
ur, sem ella hefðu sennilega gengið
til almennra starfa eða stundað nám,
urðu reköld í þessum mikla flaumi
erlendra áhrifa. Eitt af hinum fyrstu
svokölluðu siðferðisbrotum var í sam-
bandi við 14 ára gamla stúlku, sem
var nýkomin í bæinn og vann fyrir
sér 1 vist.
Hún komst í kynni við léttúðugar
eldri stúlkur, er samneyti höfðu við
hermenn og sigldu beggja skauta
byr og létu hendingu ráða, hvert
stefndi.
Hóf telpan göngur með kunningja-
stúlkum sinum í herbragga. Varð hún
brátt svo sólgin í þann félagsskap, að
yfir tók.
En afleiðingarnar urðu þær, að
þessi litla stúlka fékk kynsjúkdóm,
hætti að hirða sig sómasamlega, varð
korkuleg, og sljóvgaðist dag frá degi.
Málið kom síðan til barnaverndar-
nefndar, en verður ekki rakið lengra
að þessu sinni.
Þetta mál og önnur hliðstæð sýndu,
að hér var voði á ferðum. Var nú
rætt um ýmsar ráðstafanir til þess
að koma i veg fyrir algert taumleysi
í þessum efnum.
I Reykjavík höfðu risið upp marg-
Framhald á bls. 38.
VIICAN 9