Vikan


Vikan - 22.06.1961, Blaðsíða 30

Vikan - 22.06.1961, Blaðsíða 30
augabragði Ljúffengur eflirmatur SÚKKULAÐI OG VANILLABR AGÐ ANANASBRAGÐ Ananas bltar I hverjum pakka Heildsölubirgðir EGGERT KRISTJANSSON & CO. H.F. Slmi 1 14 00 ^fcaódiz báduiijaz TRAUST MERKI HOLLAND Réttir úr appelsínum og sítrónum Framhald af bls. 16. Appelsínusalat. Appelsínurnar eru flysjaöar og hvíta hýSið tekið vel af, skornar í smábita. Saman við Þær er ágætt að blanda skornum vínberjum, banönum eöa eplum, hnetukjörnum, sykri og sitrónusafa. Salatið er kælt vel, áður en það er borið fram. Fljótlegur appelsínuábætir. Appelsínurnar eru flysjaðar, skorn- ar i sneiðar og raðað í hring á fat. Þeyttur rjómi er látinn í miðjuna. Skreytt er með súkkulaðipinnum, söxuðum möndlum eða hnetum og nokkrum sneiðum, sem reistar eru inn á milli. Appelsínuhlaup m/banönum. 5 dl appelsínusafi, 6—7 blöð mat- arlím, 2—3 bananar, 3—4 appels- ínur. Nota má safa, sem fæst í dósum, og bragðbæta hann, ef vill, með sykri og sítrónusafa. Matarlimið er lagt I bleyti og brætt yfir gufu, síðan hrært út i safann. Hringmót er skolað með köldu vatni og dálitlu af safanum hellt Þar í, rennt upp með börmun- um. Þegar hlaupið fer að 'stífna, er bananasneiðum og appelsinuskífum raðað fallega og hlaupi hellt yfir. Þannig er því raðað smátt og smátt og látið sjálfstifna á milli. Áður en hlaupið er borið fram, er Það losað frá börmunum og hvolft á fat. Þeyttur rjómi er borinn með. 1 staðinn fyrir appelsínur og banana er ágætt að nota margs konar nýja eða niðursoðna ávexti. Gulrótamarmilaði m/sítrónum. % kg gulrætur, V2 1 vatn, 400 gr sykur, 1—2 sítrónur eða appels- ínur. Gulræturnar eru þvegnar, skafnar, skornar í 3—4 parta og soðnar, þar til Þær eru meyrar, þá hakkaðar 1—- 2 og soðnar með sykrinum um 20 mín. Yzta hýðið af sítrónunni er rifið sam- an við og safanum blandað i að suðu lokinni. Látið i vel hrein glös og bund- ið yfir. Bezt nýtilbúið. 30 MUCAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.