Vikan


Vikan - 22.06.1961, Blaðsíða 39

Vikan - 22.06.1961, Blaðsíða 39
D RYG 1 D 1 _ÁG LA U Gjörið innkaup yðar eftir nákvæman samanburð á verði og gæðum. HAGKAUP (Sumarlistinn) birtir allar upplýsingar sem þér þarfnist, varðandi hin hagkvæmu kaup. ■ HAGKAUP (Sumarlistinn) fæst í bókabúðum og blaðsölustöðum um land allt. tHjVMMMHnj 'S5í;liI®Þ •ISiiiiiiin:; ^llllllltllllyjjjjjjjjjjb^^^l ^^^i^^i^fHj{yjjfjfÍiiiiiiiiiiii^‘^^í ■•iiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiii..*' Var þvi rætt um að loka kaffihúsum klukkan 10 að kvöldi, banna dans- leiki, loka knattborðsstofum, hefta útivist unglinga og banna nauðsynja- lausa umferð í skip. Þegar tillögur um lokun veitinga- húsa og knattborðsstofa komu fyrir bæjarstjórnarfund, fór svo, að bæjar- stjórn vildi ekki fallast á lokun kaffi- húsa kl. 10 og ekki banna dansleiki. Hins vegar voru gerðar breytingar á lögreglusamþykktinni, þannig, að öll- um óviðkomandi, jafnt körlum sem konum, skyldi bannað að fara út I skip í Reykjavíkurhöfn frá klukkan 8 að kvöldi til klukkan 8 að morgni vetur og haust nema í brýnustu er- indum, — en vor og sumar frá klukk- an 10 að kvöldi til 8 að morgni. Þá var samþykkt það ákvæði í lögreglu- samþykktina, að lögreglustjóri skyldi fá heimild til þess að banna börnum og unglingum innan 16 ára aldurs að vera úti á kvöldin eftir kl. 8 nema í fylgd með fullorðnum. Bn erfitt reyndist að hafa hemil á aðsókninni til hersins, og þegar fram á haustið 1940 lcom, þótti mjög ískyggilega horfa um ungviðið, svo að barnaverndarráð og barnaverndar- nefnd Reykjavikur héldu fund og skoruðu á bæjarstjórn að setja enn strangari ákvæði og banna, að börn og unglingar innan 14 ára aldurs væru á götum úti eftir kl. 7 að kvöldi nema í fylgd með fullorðnum, sem ábyrgð bæru á þeim. Flestir sáu, I hvert óefni stefndi. Drukknir hermenn og Islendingar fylltu göturnar, einkum í miðbænum, að kvöldi dags, slöngruðu fram og aftur með háreysti og gauragangi, gripu til kvenna og buðu byrginn hverjum, er í námunda var. Ys og æv- intýri strætanna sogaði unglingana til sín, og mörgum þótti nú sýnt, að heimilismenning bæjarbúa væri þess ekki umkomin að standast slíkar að- stæður. Borgarstjóri Reykjavikur skýröi opinberlega frá hinnl bðrOu baráttu lögreglunnar við agaieysi fólksins. Sagði hann, að lögreglubjónum veeri stundum illa tekið, þegar þeir kæmu heim með börn og unglinga að kvöldi dags, og oft stykkju ungl- ingarnir að vörmu spori út á götuna aftur. Skýrði hann frá eftirgreindum atburði: Það var að kvöldi dags eftir fyrir- skipaðan innivistartima barna, að lögregluþjónn tók barn á götunni og leiddi til heimilis þess. Þegar heim kom, tók faðir barnsins með ókvæð- isorðum á móti lögregluþjóninum og kvaðst krefjast þess, að sin börn væru látin afskiptalaus af lögreglunni. Þegar lögreglumaðurinn benti á reglur og íyrirmæli, varð faðirinn hinn æf^sti, greip ketöxi mikla og reiddi hana á loft, svo sem hann væri þess albúinn að vega hinn ósvífna þjón bæjarfélagsins. En þar eð lög- reglumaðurinn hafði ekki áhuga á því að láta vega sig þar á staðnum, brá hann sér undan hið bráðasta og sagði sínar farir ekki sléttar. Skyndikynning. Hin raunverulega dokkugata Reykjavíkur er Hafnarstræti. Þar og í nágrenni þess hittust tíðum erlend- ur maður og innlend kona og stofnuðu til skyndivináttu. Við Hafnarstræti var Hótel Hekla, eitthvert frægasta svallhús bæjarins á þeirri tíð. Þar var svamlað í svælu og reyk, drukkið og duflað, en svarrandi músík skall í boðum yfir hið alþjóðlega sam- kvæmi. Sá, sem þetta ritar, kom þarna inn ásamt löggæzlumanni einhverju sinni að kvöldi dags. Lífið virtist vera í algleymingi. En þegar löggæzlumað- urinn var þangað kominn, risu þrjár eða fjórar litlar stúlkur úr örmum drukkinna hermanna, römbuðu til hans og sögðu hýrlega og ástúðlega: — Elsku, skiptu þér ekki af þvi, þó að vtð verOum ■volltifl lengur. — Elsku, geröu það, — það er allt í lagi. Og ein þeirra sagði: — Þú veizt, að það er óhætt. Ég er búin að lofa mömmu að koma heim upp úr hálf- tólf. Er ekki allt i lagi? Já, allt í lagi, fyrst mamma vissi, hvar hún var. En skeð gat, að þessi litla stúlka legði lykkju á leið sína heim, þegar hún kveddi þennan svall- stað. Á hinum finni kaffihúsum, sem hefðarfólk sótti í samneyti við her- menn, sem báru orður og höfðu virðu- legar nafnbætur, þótti ekki tiltöku- mál, þótt fagurklæddar konur væru studdar eftir svimandi drykkju út í bifreið og létu ljúflega herra fara höndum um sig i dúnmjúkum aftur- sætum bifreiðanna, meðan bilstjór- inn ók samkvæmt taxtakaupi inn fyr- ir bæ og til baka, síðan fram og aftur meðan blíðan hélzt. Blóðblöndunin hefst. Þess var nú skammt að biða, að hermenn færu að kvænast hér á landi og blóðblöndunin hæfist. Fyrsti hermaðurinn, sem kvæntist íslenzkri stúlku á hernámsárunum, var 21 árs gamall piltur og gekk að eiga jafnöldru sína frá Eskifirði, en hjónavígslan fór fram í Reykjavík. Hann var frá Leeds í Englandi, prentari að iðn. Þau voru gift 7. nóv- ember 1940. Voru Þá tæpir 6 mánuðir liðnir, frá því að Bretar stigu hér á land. Næsta hjónavigslan fór fram 13. desember 1940, einnig í Reykjavík. Þá var það 39 ára gamall verkfræð- ingur i hernum, sem gekk að eiga stúlku, er einnig var upprunnin frá Eskifirði. Þriðja hjónavigslan fór fram á Akureyri. Þar kvæntist Norð- maður norðlenzkri stúlku. Hermannagiftingarnar skiptust á árin þannig: Árið 1940 voru þeer ...... 3 — 1941 — — .............. 87 1942 — .... 63 1943 — — .... 40 1944 _ .... 80 1945 — — ... . ... 109 Af þessum hjónavígslum fóru 286 fram í Reykjavik, 17 á Akureyri, en 29 á öðrum stöðum á landinu. Af þessum 332 hermannakonum voru 112 þeirra 20 ára eða yngri, — nánar tiltekið: 6 hermannakonurnar voru 16 ára 11 hermannakonurnar voru 17 ára 30 hermannakonurnar voru 18 ára 33 hermannakonurnar voru 19 ára 32 hermannakonurnar voru 20 ára Flestar voru úr 19 ára aldursflokkn- um, en svipaður fjöidi úr næstu ár- göngum upp að 23 ára aldri. Þá eru 9 til 14 konur úr hverjum árgangi frá 26—29 ára og þritugar konur aðeins 7. 34 ára var engin,v en ein 35 ára. Eldri en 35 ára, þegar þær giftust, voru aðeins 10, en þær skiptust svo, að 39, 40 og 43 ára voru 2 úr árgangi, en ein af hverjum 36, 37, 41 og 44 ára. Höfundur þessar greinar hefur unnið úr skýrslum, sem Hagstofu Is- lands hafa verið sendar þessu lút- andi. Hér fer því ekki milli mála um tölur og staðreyndir í því, sem frá er skýrt. Ekki eru alls staðar tilgreind störf þeirra kvenna, er þær stunduðu, áður en þær gengu i hjónabandið, en þó svo víða, að sæmileg heildarmynd fæst yfir það, úr hvaða stéttum þær voru Flestar voru við verzlunar- eða af- greiðslustörf, 30 alls, saumakonur 15, skrifstofustúlkur 9, við iðnað unnu 6, við tilgreind heimastörf 6, hjúkrunar- konur 4, hárgreiðslukonur 3, síma- stúlkur 3, ráðskonur 2, en ein af hverri eftirgreindri: kennslukona, tannsmiður, matreiðslukennari, úr- smiður, kaupmaður, kven-klæðskeri, húsírú, sarfliráðsritari. Hinar voru allar I foreldrahúsum eða tilgreindu hvorld stétt né «t> vinau.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.