Vikan


Vikan - 22.06.1961, Blaðsíða 34

Vikan - 22.06.1961, Blaðsíða 34
 STRENGIASTEYPA ^*w!^ HÚSHLUTAR ÚR STRENGJASTEYPU’Í IÐNAÐARH ÚS OG f VÖRUGEYMSLUR FRAMLEIDDIR í V E R K S M|l Ð J U"OG SETTIR SAMANT"Á1 BYGGINGARSTAÐ BYGGINGARIÐJAN h= Brautarholti 20 — Sími 36660 „Þar skall hurð nærri hælum,“ sagði hiann við sjálfan sig, þegar hann haíði aftur land undir fótum. — Og svo var þetta reglulega fallegt blóm. Hann leit á það, og um leið fannst honum eins og allur líkaminn, fæturnir og hendurnar teygðust. — Jú, hann var að vaxa. Þarna stóð hann skyndilega eins og prins, hár og glæsilegur, i fötum úr rauðu flaueli. Frá sér numinn af gleði tíndi hann fullt fangið af ljósrauðum blómum. — „Húrra, nú ætla ég að biðja kon- ungsdótturinnar!" hrópaði hann og stökk niður fjallið. . . En fláráði klæðskerinn hafði á með- an sagt konunginum, að nú væri tröll- ið yfirunnið, og þá var farið að undir- búa brúðkaupið, eins fljótt og mögu- legt var, þrátt fyrir það að konungs- dóttirin gréti og bæði fyrir sér. Þegar allt var komið í kring og lúðrasveitin stóð tilbúin, fór hún i hvíta silkikjól- inn, sem Trítill litli hafði saumað, en það hafði hún ekki hugmynd um. Klæðskerinn reið glæsilegum hesti, og þau héldu áleiðis til kirkjunnar. Fólkið ýtti og stjakaði og hrópaði húrra. En allt i einu hrópaði lítil, Ijóshærð teipa: „Hún er ekki með nein blóm!“ — Brúðurin hafði þá misst blómvöndinn sinn einhvers stað- ar í þrengslunum. -— „Hún verður að hafa blóm,“ sagði konungurinn. „Brúður án blóma er eins og tré án laufa. „Ég borga hundrað dali fyrir blómvönd!" kall- aði hann. Og nú þeysti fólk yfir girð- ingar og garða til að ná í blóm, hvort sem það voru rósir eða fíílar. Þá birtist allt í einu skínandi lag- legur piltur. — „Hérna er blómvönd- urinn þinn," sagði hann, og hann fyllti fang hennar með Ijósrauðum blómum. —„Hver ert þú?“ hvislaði hún. —„Sá, sem saumaði brúðarkjólinn þinn og rak í burt tröllið og vill gera óteljandi hluti fyrir þig i við- bót.“ — „Þá ert það þú, sem ég ætla að giftast,“ sagði prinsessan. Og hún sneri sér að föður sínum til að út- skýra málið. Þarf ekki að orðlengja það, að eftir þetta lifðu þau vel og lengi í ástríku hjónabandi, en klæðskerta- þorparinn fékk makleg málagjöld. Og aldrei í neinu konungsriki var kon- ungurinn eins góður við ,,lítil“ börn. Varnarsamtök vestrænna þjóða. Framhald af bls. 5. Fyrir utan varnarkerfi Atlands- hafsbandalagsins hefur NorSur- Amerika geysi öflugt varnarkerfi. Það getur brugðið svo skjótt við, að segja má að allt yrði kornið í gang áður en flugskeyti frá Rússlandi kæmist alla leið. Norður um Alaska, Labrador, Grænland og ísland er radarkerfi, sem á að geta greint hverja hættu, jafnvel löngu áður en sjálfur hluturinn, flugvél eða flug- skeyti — nær til þessara staða. Væri um hættu að ræða, yrði tvennt gert á þessum viðvörunarstöðvum: Flug- vélar yrðu sendar á loft til að kanna hættuna og'reyna að eyða henni, væri hún raunveruleg og hinsvegar yrði gert viðvart til aðalstöðva loft- varnakerfisins í Colorado Springs í Bandarikjunum. Kanadamenn og Bandarikjamenn hafa samstöðu um loftvárnir Norður Aineríku og mið- punktur og heili þess kerfis hefur verið valinn staður í Colorado Springs sökum þess að það er sá staður i Norður Ameríku, sem erfið- ast yrði að skjóta á, bæði frá sjó og einnig frá Rússlandi. Gæfi viðvörunarkerfið hættu ti’ kynna, kæmi það i ljós á sama augna- bliki í heila varnarkerfisins i Colo- rado Springs. Þaðan er beint í sam- band við skrifstofu Robert Mc Nam- ara,' varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, i Pentagon i Washington. Á borði fyrir aftan stól ráðherrans er hvítur sími og hann mundi þá taka upp tólið og fá samband við forsetann, hvar sem hann væri staddur. Kennedy forseti getur kall- að saman þingið á hvað tíma sólar- hringsins sem er, en það yrði hann að gera ef um árás væri að ræða. Þegar varnarkerfið i Colorado Springs hefur samband .við ráð herrann mundi samtímis hringja

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.