Vikan


Vikan - 22.06.1961, Blaðsíða 15

Vikan - 22.06.1961, Blaðsíða 15
 Á þessari mynd er dómneíndin, sem skera átti úr um það hver yrði Mis's Europa 1959. Sú keppni fór fram í Palermó á Sikiley. Þessi keppni var lialdin á vegum þeirra alþjóðasamtaka sem sjá um Miss Internationalkeppnina á Long Beach i Kaliforníu, Miss Universkeppnina á Miami Beach í Florída, Miss World keppnina í London og Evrópukeppnina. Formaður nefndarinnar er Fraklcinn Claude Berr og situr hann fyrir miðju. Annar maður á vinstri hönd honum er Einar A. Jónsson, sem er umboðsmaður samtakanna á íslandi, en hann á sæti í dómnefnd, sem kosin er til fimm ára i senn og tók hann nýlega þátt í að velja Ung- frú Evrópu i Beirut. Ennfremur eru tvær konur í dómnefnd, önnur frá Noregi en hin frá Belgíu. Samtáls eru átján manns i dómnefnd og eru karlmenn eðlilega í meirihluta. Þessi dómnefnd samanstendur af Evrópumönnum eingöngn, þar sem Ungfrú Evrópu.er að velja. Fegurðardísin, sem gengur fyrir dómara sína á þessari mynd er fegurðardrottning Sviþjóðar. Meðal þeirra hluta, sem Sigrún Ragnarsdóttir tekur með sér, er hún ferðast á fund keppinauta sinna um fegurð, verður islenzkur búningur. Þessi búningur er einfaldur blágrænn kyrtill. Á meðfylgjandi mynd er Kristólína Kragh að aðstoða Sigrúnu við að klæða sig svo vel fari. Vikan hafði tal af Kristólinu til að forvitnast nánar um tilhögun i sambandi við hina ýmsu búninga okkar. — Er ekki mismunandi hvernig hinir ýmsu bún- ingar eru úr garði gerðir, bæði hvað lögun og skreyt- ingu viðvíkur? — Jú, jú. Það er mikill munur á því. Það eru til dæmis þessir einföldu kyrtlar, eins og ungfrú Sigrún hefur. Og það vildi ég segja i sambandi við þá, að þeir eru ákaflega klæðilegir á ungar stúlkur og fer vel á þvi. Svo eru nokkrar samsetningar á pilsum og Ireyjum og eru þær allavega baldýraðar og kúnst- bróderaðar. Er það mikið verk að fást við slikt, því þetta er allt svo fingert. Ég hef ekki fengist við það, en hins vegar hef ég skautað, það er að segja að- stoða konur við að klæðast búningunum, því við það þarf margt að athuga. Við íslendingar megum vera ánægðir að eiga fallegasta þjóðbúninginn, já og fallegasta þjóðsönginn. Sara Þorsteinsdóttir hlaut gullmerki félagsins, og er hún fyrsta konan, sem átt hefur sæti i stjórn íþróttafélags hér á.landi. Hér eru saman komnir nokkrir Ólympíufarar I.R., og voru þeim öllum vaitt gullmerki félagsins. Talið frá vinstri eru: Vilhjálmur Einarsson, Guðmundur Gíslason, Valbjörn Þorláksson, Valdimar Örnólfsson, Atli Steinarsson, Jóel Sigurðsson, Reynir Sigurðsson, Jón Kaldal, Óskar Tónsson, örn Clausen, Jón Halldórsson, Haukur Clausen. Þeim sitt til avorrar handar standa Valdis Árnadóttir, sem aðstoðaði við afhend- ingu verðlauna, og Albert Guðmundsson. Albert Guðmundsson, formaður IR, afhendir Jakobi Hafstein, fyrrum formanni, heiðurs- . VKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.