Tíminn - 15.05.1986, Síða 2
2Tíminn'
Fimmtudagur 15. maí 1986
Garðyrkjufélag íslands:
Félag áhugamanna um
hefur starfað í 100 ár
Sigríður Hjartar, form. í Garðyrkjufélagi íslands. Hér er hún í gróðurhúsinu sínu að huga að vorverkunum.
(Tímamynd-Róbert)
Vðtu prýða garðinn þinn?
Gosbrunnar, styttur, tjarnir, dælur, Ijós.
Sláið á þráðinn
Sendum um land allt.
Vörufell h/f Heiðvangi 4,
Hellu.
Sími 99-5870.
garðyrkju sem
Sigríður Hjartar, formaður G.I., kynnir
lesendum starfsemi og tilgang
félagsins, sem starfar um allt land og í
því eru nær sex þúsund félagsmenn
- Garðyrkjufélagið er liðlega 100 ára félag. í ár
er 101. starfsárið. Þetta er áhugamannafélag, - ekki
fagfélag að neinu leyti, sagði Sigríður Hjartar
formaður Garðyrkjufélags íslands, er blaðamaður
Tímans leitaði frétta hjá henni af þessu merka
félagi.
- Þó Garðyrkjufélagið sé áhugamannafélag þá
höfum við innan okkar vébanda bæði háskóla-
menntað fólk í ræktunarmálum og einnig þá, sem
lítið sem ekkert vita eða kunna, - en hafa fyrst og
fremst áhuga og ánægju af ræktun. Og innan okkar
félagsskapar rúmast allir, sem hafa gaman af gróðri,
jafnvel þó þeir láti sér bara nægja að dreyma um
gróður!
Félagið hefur í raun starfað í 100
ár og er með allra elstu áhugamanna-
félögum í landinu. Og alla tíð hefur
markmiðið verið að auka þekkingu
og prófa hvað hér geti dafnað. Mikið
af því sem hér er nú farið að rækta
hefur fiust til iandsins fyrir tilstilli
félaga í Garðyrkjufélaginu, beint
eða óbeint.
Starfsemi Garðyrkjufélagsins er
nú mikil og félagar eru hátt á 6.
þúsund og þeir eru dreifðir um allt
land. Það eru 19 skipulegar deildir
G.í. úti um land. Þær eru bæði í
bæjum og eins eru þrjár deildir í
dreifbýlinu: 1 Skagafirði, í Aðaldal
og Austur-Húnavatnssýslu. Það er
heilmikið líf í félagsdeildunum.
Útgáfa fræðslu- og fréttarita
G.I. og árlegra pöntunarlista
- Starfsemi félagsins byggist á
fræðslu. Gefið er út ársrit sem heitir
Garðyrkjuritið, og undanfarin ár
hefur það verið á þriðja hundrað
síður. { ársritinu eru greinar um
ýmiss konar garðyrkjumál, faglegar
greinar byggðar á rannsóknum og
reynslu garðyrkjumanna og eins
ýmsar í léttari dúr, þar sem sagt er
frá skemmtilegum atvikum, bæði úr
garðyrkjunni og félagslífinu. Líka er
í ritinu svarað spurningum frá les-
endum, því mjög algengt er að
félagsmenn þurfi að fá leiðbeiningar
um einhver vandamál í garðyrkj-
unni, og þá birtast gjarnan í ritinu
bæði spurningar og svör. Auk þess
er viðkomandi spyrjanda alltaf svar-
að beint, því annars yrði hann
kannski að bíða mánuðum saman
eftir svari í ritinu.
Þarna kom líka oft og iðulega
greinarkorn frá félögunum. Líka
gefur Garðyrkjufélag fslands út lítið
fréttablað. sem kallað er GARÐ-
URINN, og það blað fá félagar 4-8
sinnum á ári, eftir því hvað mikið er
um að vera og hvernig útgáfan
gengur. Glafur B. Guðntundsson
lyfjafræðingur er ritstjóri bæði Garð-
yrkjuritsins og Garðsins, og er það
starf allt unnið í sjálfboðavinnu,
eins og flest önnur störf á vegum
félagsins.
í fréttabréfinu birtast stuttar frétt-
ir og leiðbeiningar um garðyrkju
eftir árstímum og auðvitað fundar-
boð og tilkynningar. og þá fyrst og
fremst fyrir fundi hér.á höfuðborgar-
svæðinu, því deildirnar úti á landi
hafa oftast annan hátt á að boða sína
íundi.
Garðyrkjufélagið er árlega með
þrjá pöntunarlista fyrir félagsmenn.
Haustlauka-pöntunarlisti verður
sendur til félagsmanna í þesarri
viku, í honum eru krókusar, páska-
liljur, túlipanar o.fl. Haustlaukar
blómstra á vorin en eru settir niður
á haustin og þess vegna kallaðir
haustlaukar. Vorlaukalistinn kemur
svo til félagsmanna skömmu fyrir jól
og þar má panta begoníur, gladíólur,
dalíur og fleiri af þessum storu,
fallegu blómjurtum.
Ýmsar leiðbeiningar um
blómlauka
En haustlaukarnir, krókusarnir,
páskaliljur og aðrir smálaukar fjölga
sér ár frá ári, svo þá er gott að eiga
í garðinum. Hægt er svo að dreifa
þeim síðar meir.
Fólk skyldi athuga að klippa ekki
öll blöðin á páskaliljunum, þó gam-
an sé að taka af þeim í vasa, því að
blöðin eru nauðsynleg fyrir laukinn
til þess að mynda nýjan forða til
blómstrunar næsta sumar.
Það er svolítið mismunandi með
túlipanana, hvernig gengur að láta
þá lifa frá ári til árs. Bæði fer það
eftir tegundum og eins hvar túlipan-
arnir cru staðsettir. Ef þeir eru alveg
upp við hús á góðum og heitum stað,
þá gengur betur að fá þá til að koma
upp aftur ár eftir ár, en túlipanarnir
ganga þó smám saman úr sér.
Ef áhugi er á að halda í sérstaklega
fallega túlipana og fá þá til að
blómstra aftur, þá á að bíða þangað
til blöðin fara að visna, en grafa þá
upp laukinn og setja hann í geymslu
á hlýjan stað. Taka á visnu blöðin af
lauknum og hrista af honum moldina
og geyma svo laukana (eins og
kartöflur) þar til í miðjum septemb-
er. Þá er hægt að setja laukana niður
aftur. Blómið þroskast í lauknum
seinni part sumars til að koma upp
næsta ár á eftir.
Afgreiðsla á pöntununum er
mikil vinna
Það er mikið að gera í kringum
afgreiðslu á pöntunum til félags-
manna úr pöntunarlistunum, og eig-
inlega er öll sú vinna unnin í sjálf-
boðavinnu. Reyndar er fastráðinn
skrifstofustjóri starfandi á skrifstofu
Garðyrkjufélagsins á Amtmannsstíg,
en vinnan er svo mikil hjá svona
stóru félagi að það kallar á mikla
sjálfboðavinnu.
Svo er það þriðji pöntunarlistinn.
Það er Frælistinn. Margir félagar
safna fræi úr eigin görðum og svo er
þetta sett í sameiginlegan sjóð eða
banka. Á veturna er sendur út listi
og þá geta allir félagar pantað sér
a.m.k. 15 tegundir af fræjum úr
þessum lista. Oft er mjög erfitt að fá
fræ af fjölærum plöntum, því það er
lítið flutt inn af því, og þarna er oft
unt að ræða plöntur, sem eru alls
ekki til í gróðrarstöðvum okkar, en
félagar hafa náð sér í með einhverju
móti.
Þarna er afskaplega góð leið til að
komast í samband við áhugamenn um
fræsöfnun og fá hjá þeim einhverjar
sérstakar tegundir, ef fólk vill breyta
til í garðinum sínum. Núna í vetur
voru 900 tegundir í þessum frælista.
Vinnan í kringum þetta allt, - að
taka á móti fræjum, flokka þau og