Tíminn - 15.05.1986, Side 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 15. maí 1986
GRASFLÖTIN
Vel hirt og falleg grasflöt er sómi hvers garðeiganda. Og á
sama hátt stingur í augun vanrækt og niðurnídd grasflöt. Nú
þegar vorið virðist örugglega hafa tekið völdin er það einmitt
sú sjón sem blasir við mörgum garðeigandanum, vanrækt og
niðurnídd grasflöt, kannski jafnvel að miklu leyti hulin laufi
því sem féll af trjánum í fyrrahaust. Nú þarf gott átak til að
koma flötinni í gott lag og nota sumarið til hins ýtrasta til að
koma í veg fyrir að hnignun flatarinnar haldi áfram. Hvað er
til ráða? Við spyrjum Jóhann Diego skrúðgarðyrkjumeistara,
verkstjóra hjá Reykjavíkurborg.
Laufíð frá því í fyrra!
Pað lauf sem fellur á haustin fýkur
gjarna í skafla. Snjóþungi vetrarins
pressar það saman og myndar úr því
skán. Liggi slík skán á grasflöt fram
eftir vori, getur hún orðið skaðleg,
sé hún svo þykk að grasnálarnar nái
ekki að ryðja henni af sér. Þá hættir
grasinu við að sviðna eða rótin
kafnar. Af þessum sökum má oft sjá
dauða bletti í grasflötum.
Nú er gras að lifna við. Hafi ekki
verið séð til þess að hreinsa upp lauf
sl. haust væri rétt að garðeigendur
liugi að grasflötinni og raki það af
henni og annað það sem hindrað
getur grasvöxt.
Deigur jarðvegur og misjöfnur
og mosi
Frostið er óðum að fara úr jörðu
og jarðvegurinn þvi' deigur. Gott
væri að fara yfir grasflötina með
túnvaltara. Með honum má ná niður
misjöfnum sem myndast hafa við
misþcnslu af völdum frosta.
Mosi er oft ríkjandi í grasflötum á
vorin. Mcð góðri áburðargjöf nær
grasið fljótt yfirhöndinni. Auk þess
að nota venjulegan túnáburð, græði
3 (20-14-14), er gott að bera einnig
á dálítinn kalksaltpétur. Gefur
hann grasvextinum nokkra skerpu
og fagurgrænt yfirbragð. Kalksalt-
pétri verður að dreifa mjög jafnt yfir
alla grasflötina. Hann má aðeins
nota í fyrstu áburðargjöf á vorin og
ckki nema annað hvert ár.
Mulin skel er einnig góður mosa-
eyðir. Um leið oghún gefur jarðveg-
inum aukið kalk í jarðveginn eykur
hún loftrými hans og opnar
svörðinn.
Mosi er og verður vandamál í
skuggsælum görðum. Besta lausnin
til að draga úr honum þar er að opna
grasflötina fyrir sól.
Jóhann Diego skrúðgarðyrkjumeistari fræðir okkur um ýmislegt í sambandi við grasflötina.
Önnur þrif í garðinum
og áburðargjöf
Með hækkandi sól fer annar gróð-
ur einnig að lifna. Þá er rétti tíminn
til að þrífa upp plöntuleifar frá fyrra
ári. Vorið er einnig sá tími sem
notaður er til að skipta fjölærum
jurtum og grisja ýmsa runna. Heppi-
legast er að það sé afstaðið áður en
laufgun verður veruleg.
Pá er gott að bæta jarðveginn með
lífrænum áburði. T.d. er afar hand-
hægt að nota þurrkaðan hænsnaskít,
sem fæst víða í handhægum umbúð-
Verið velkomin að Grensásvegi 8.
Sýningar pottar á staðnum.
K. AUÐUNSSON H/F
Grensásvegur 8 — 105 Reykjavík
- Sími: 686775 - 686088
Baja akryl vatnsnuddpottar
★ Allt fyrir sundlaugar og potta
★ Hreinsitæki
★ Hringrásardælur
★ Ljós
★ Yfirbreiðslur
★ Vatnsnuddtæki
★ Leiktæki
★ Klór í duftformi
★ Allur fittings fyrir sundlaugar.