Tíminn - 15.05.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.05.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 15. maí 1986 Trésmiðjan Ösp í Stykkishólmi: En fólk hugar betur að peningahliðinni en áður var GARÐ- YRKJU- ÍLÁT Nú er kominn sá árstími að gall- harðir ræktendur þurfa að fara að viða að sér ræktunarílátum til að nota á mismunandi stigum garð- yrkjunnar. Eitt það besta sem hægt er að komst yfir eru einnota drykkjarglös eða bollar, sem eru mikið notuð á skrifstofum og öðrum vinnustöðum. Ef ekki er hægt að fá þá á eigin vinnustað þá eru góðar líkur á því að einhver vinur eða kunningi hafi aðgang að þeim. Það þarf aðeins að stinga nokkur göt á botninn á þeim til að þeir hafi nógu gott afrennsli. Annað nauðsynjaílát er tómar djúsflöskur úr plasti af öllum stærðum. Þær gera mikið gagn til að verja nýútplantaðar smáplöntur fyrir kulda. Skerið af þeim botninn og takið úr þeim tappann. Þá er komið mjög gott ílát til að steypa yfir plönturnar og það ver fyrir kulda á nóttunni en verkar eins og smágróð- urhús á daginn. Það er líka hægt að nota tómar mjólkurfernur á óteljandi vegu. Það er hægt að nota fernurnar til að verja nýlega útplantaðar smáplöntur. Þá er toppurinn skorinn af og botninn skorinn í sundur á þremur hliðum. Nú er hægt að nota fernuna á tvo vegu. Fyrst ef verið er að nota fernuna á plöntur, sem búið er að herða aðeins þá er botninn látinn snúa niður og lausa botnspjaldið látið standa út með fernunni, á hann er svo lagt farg. Hin aðferðin er sú að stinga cfri hluta fernunnar niður í moldina þangað til hún er stöðug eða um það bil Vz hluta hennar. Síðan er botninn hafður eins og lok. Þegar á að halda lokihu opnu er notuð klemma til að halda botninum niður með einni hliðinni. Seinast og ekki síst þá er hægt að nota fernurnar til að sá í þær. Þá er efri hlutinn af fernunni skorinn frá eins langt frá botninum og ílátið á að vera djúpt. Þá er komið ágætis ílát til að sá í. „Það er allavega miklu meiri spenningur í loftinu eftir að þessi nýju lög um stórhækkun lána voru samþykkt - fyrirspurnir hafa stór- aukist og fólk sýnir mikinn áhuga fyrir húsunum þótt fastir samningar hafi enn ekki verið gerðir." sagði Ríkharður Hrafnkelsson hjá Tré- smiðjunni Ösp í Stykkishólmi spurð- ur hvort eihhver hreyfing væri að komast á einingahúsamárkaðinn á ný, með breyttum lánamarkaði. En vægast sagt mjög lítil hreyfing hefur verið í sölu timbureiningahúsa s.l. ár. T.d. sagði Ríkharður Ösp ekki hafa selt hús í eina 10 mánuði. Fyrirspurnirnar sagði Ríkharður koma bæði frá höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðafólki. Fólk sé þó enn nokkuð hikandi þar sem ýmislegt sé enn óljóst með framkvæmdina varð- andi þessi háu Húsnæðisstjórnarlán ennbá. Þarscm bygging einingahúsa taki svo miklu skemmri tíma liggi heldur ekki svo mjög mikið á að panta þau, þar sem nýju lögin taki ekki gildi fyrr en eftir 1. september. Jákvætt verður að telja að Rík- Áhugi fólks á einingahúsakaupum er nú að glæðast á ný þótt margir hinkri með samningsgerð þar til mál skýrast frekar varðandi nýju háu húsnæðislánin. Eitt af timbureiningahúsunum frá Ösp í Stykkishólmi. harður kvaðst verða var við að væntanlegir húsbyggjendur velti fjárhagshlið málsins miklu betur fyr-- ir sér nú en það gerði áður. „Fólk fer tæpast út í húsakaup í dag öðruvísi en að velta dæminu mjög vandlega fyrir sér - sem er líka mun auðveld- ara nú með minnkandi verðbólgu". Spurður sagði Ríkharður áhugann einna mest beinast að millistærð af húsum, þ.e. 115 og 138 fermetra húsum sem eru 4ra og 5 herbergja. Að markaðurinn fyrir einingahúsin datt svo mjög niður í fyrra telur Ríkharður hafa átt sér margar orsak- ir. Fyrst og fremst hafi það þó verið breyttar útlánareglur Húsnæðis- stofnunar, þ.e. að lengja útborgun- artíma lánanna úr 9 í 18 mánuði. í 35% verðbólgu hafi það rýrt lánsupp- hæðirnar verulega, sem sett hafi marga húsbyggjendur í mikinn vanda. Verð á eldra húsnæði hafi líka lækkað mikið á síðasta ári, þannig að fólk valdi þá frekar að kaupa gamalt húsnæði en að byggja nýtt. Hin mikla umræða um vanda hús- byggjenda hafi líka vafalaust dregið kjarkinn úr mörgum. Hjá Ösp vinna nú um 25 manns, eða helmingi færri en þeir hafa flestir orðið. Ríkharður sagði þá hjá Ösp vera að hverfa frá því að selja húsin u.þ.b. fullbúin, eins og algengt var áður. Nú sé stefnt að því að selja þau á því stigi sem þeir geti lokið þeim sjálfir, með sínum mannskap og tækjum, þ.e. allri trésmíðavinnu, en þá vantar alla vinnu frá öðrum iðnaðarmönnum; rafvirkjum, píp- urum, málurum og dúklagningar- mönnum og það efni sem þeir vinna með. -HEI LÓMASTEINAR Góð lausn í garðinn þinn B.M. Vallá kynnir Blómasteina - nýtt kerfi gangstéttar- hellna, hleðslusteina og kantsteina sem býður upp á nýjar og spennandi lausnir. Hellur Við bjóðum tvær gerðir af hellum í Blómasteinskerfinu: ílanga og sexkantaða. Vegna lögunar sinnar og þykktar henta hellurnar sérstaklega vel þar sem álag er mikið, s.s. í innkeyrslur, bílastæði og iðnaðargólf. Að sjálfsögðu eru þær kjörnar í gangstíga og alla aðra venjulega notkun. Hleðslusteinar Með tveimur stærðum af hleðslusteinum er hægur vandi að búa til blómaker, tröppur, tjamir og ýmsar aðrar hleðslur, og nota síðan hellur með sams konar mynstri í hellulögnina. Tvo hleðslusteina er einnig hægt að líma saman með steinlími og auka þannig enn á fjölbreytnina. Kantsteinar Með notkun kantsteinsins er auðvelt að leggja sexköntuðu hellumar með öðmm hellutegundum. Við söluskrifstofu okkar að Breiðhöfða 3 höfum við komið upp sýningaraðstöðu fyrir framleiðslu okkar. Þar getur þú séð Blómasteinskerfið í notkun svo og flestar aðrar gerðir af hellum og skrautsteinum sem við framleiðum. Söluskrifstofan er opin virka daga frá kl. 9-18, og á laugardögum frá kl. 9-15, þar getur þú einnig fengið litprentaðan bækling með ýmsum hugmyndum um notkun skrautsteina og hellna. STEINAVERKSMIÐJA Söluskrífstofa Sýningarsvæði Breiðhöfða 3 Sími (91) 68 50 Fyrirspumir stóraukist

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.