Tíminn - 15.05.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.05.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 15. maí 1986 BLÓMAMIÐSTOÐIN H. Leiðbeiningar um meðferð afskor- inna blóma. 1. Látið blómin standa stundarkorn í vatni áður en umbúðir eru fjarlægðar. 2. Vasinn þarf að vera vel hreinn, sápuþveg- inn og síðan skolaður. 3. Næringarefni, seld í blómabúðum, lengja líf blóma. 4. Skerið eða klippið af stöngulenda, áður en blómin eru látin í vasa. Ekki skal brjóta eða merja stöngulenda. 5. Fjarlægið öll blöð, sem annars lenda í vatni. Þau auka gerlagróður og stytta líf blóma. 6. Bætið reglulega í vasann, en skiptið ekki um vatn, ef næringarefni er notað. 7. Geymið blómin á köldum stað um nætur og iengið þannig líf þeirra. 8. Blóm þola ekki beina sól eða dragsúg. Blómamiðstöðin ieggur áherslu á góð blóm og sendir þau í verslanir um land allt. Hvernig væri að líta við í næstu blómaversl- un, reyna þessi ráð og geyma auglýsing- una. Blómamiðstöðin h.f. FÓLKÁFERÐ! "\ Þegar fjölskyldan ferðast er mikilvægt að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. J iiag8**" Seglagerðin Ægir Eyjarslóð 7: Dúkur getur verið sundlaug eða segl, bátur eða blæja Seglagerðin Ægir er með eldri fyrirtækjum í landinu, stofnuð í nóvember 1913. Frá því ÓIi Sigurjón Barðdal keýpti fyrirtækið um 1950 hefur það verið rekið sem fjöl- skyldufyrirtæki og er núverandi framkvæmdastjóri, Óli Barðdal barnabarn Óla Sigurjóns. Margt hefur breyst frá því fram- leiðsla var fyrst hafin, þá fór öll vinna fram í höndunum og tók um ár að fyllgera eitt stórsegl. í dag sér Seglagerðin Ægir um framleiðslu, innflutning og sölu á margskonar varningi, bæði fyrir útgerðina sem og útivistar og garðáhugafólk. Fyrir útgerðina eru framleidd segl og yfirbreiðslur af mörgu tagi auk sölu á bjarghringjum og öryggislfn- um. Fyrirtækið mun fljótlega hefja innflutning á björgunarvestum og öryggisljósum. Fyrirtækið býður upp á fjölbreytt úrval viðleguútbúnaðar. f>ar eru seld tjöld af öllum gerðum, allt frá eins- manns tjöldum til 26-manna tjalda. Ægir hefur lengi framleitt eigin tjöld, en eins flytja þeir inn mikið úrval. Lagði Óli Barðdal áherslu á að verið sé að stækka rými verslunar- innar um helming og því verði þar hægt að tjalda þar öllu sem til er, í orðsins fyllstu merkingu. Verður því hægt að virða þar fyrir sér, auk tjalda, hið fjölbreytta úrval verslunarinnar af garðhúsgögnum alls konar og sóltjöldum, auk bak- poka, svefnpoka og annars viðlegu- útbúnaðar. Rúmt ætti að vera um sýningarhluti þó margt sé á boðstól- um, því að sögn Óla er hið nýja húsnæði hvorki meira né minna en 500 m2. Fyrir sumarið er nýhafinn inn- flutningur á dönskum sundlaugum sem gerðar eru úr nælonstyrktum PVC-dúk. Eru þær fáanlegar í öllum stærðum og gerðum, allt frá litlum hreyfanlegum fjölskyldusundlaug- um til stórra lauga, fyrir bæjarfélög og kaupstaði. Óli minnti ennfremur á að þeir taki að sér að klæða gamlar laugar með nælondúk og megi þannig fram- lengja líf úrsérgenginna lauga, til muna. Það má segja að Seglagerðin beri nafn með rentu. Auk ofangreindrar framleiðslu, framleiða þeir skyggni fyrir búðarglugga, blæjur fyrir báta og bíla og taka jafnvel að sér bólstr- un á sætum. Pá selja þeir einnig tiltölulega ódýran striga fyrir listmál- ara, og hefur það orðið margri auralítilli listaspírunni búbót. Nýlega er hafin framleiðsla inn- kaupapoka úr bómull og taka þeir að sér að prenta þá að óskum kaupenda. Að lokum benti Óli á þá þjónustu sem fyrirtækið býður öllum laxeldis- áhugamönnum þessa lands. Seld eru SPÍRA ÞAU - Fjögurra manna tjald af Dallas-gerð kostar 16.350 kr. Danskar Silver sundlaugar úr nælonstyrktum PVC-dúk. GRÓÐURHÚS Gróðurhúsin eru ódýr, sterk og auðveld í samsetningu. Húsin fást í mismunandi stærðum, allt frá 4,8 ferm. upp í 39 ferm. og jafnvel enn stærri. Þau henta því vel jafnt garðyrkjumönnum, bændum sem garðeigendum, sem á undanförnum árum hafa í auknum mæli drýgt tekjur sínar með eigin ræktun. Gerið pantanir tímanlega. GRÓÐURREITIR Gróðurreitirnir eru 2,5mx1,2m að stærð og hið bogadregna lag þeirra gerir þá einkar hentuga til ræktunar á ýmsum hávöxnum jurtum, t.d. káljurtum. Opn- un reitanna er stillanleg. Þeir eru auð- veldir í samsetningu og allir nauðsyn- legir fylgihlutir fylgja. í^JalWf Tangarhölða 9, 110 Reyk/avlk Sími 91-671515 SPIRA ÞAU EKKI Ef verið er í vafa um hvort eitthvað af gömlu fræjunum spíri, má ekki bíða eftir að athuga það þegar kominn er fimi til að sá og planta út í garðinn. Það gæti verið of seint. Öruggast er að gera spírunarprufu, það er að sá til dæmis 10 fræjum á helminginn af eldhúsrúllublaði, sem lagt hef- ur verið á bakka eða disk. Hinn helmingurinn af pappírnum er svo lagður yfir og hann bleyttur svo fræin haldist vel rök þau mega ekki liggja í vatni. Nú er diskurinn eða fatið sett inn í plastpoka og látið standa á volg- um stað. Pokinn er síðan opnaður daglega til að ganga úr skugga um að ekki hafi komist mygla að fræjunum eða pappírinn sé að þorna . Eftir 4-10 daga eiga öll fræ, sem á annað borð spíra að hafa spírað. Þá er auðvelt að athuga hvað mörg prósent spír- unin er. Ef til dæmis 7 fræ spíra er prósentan 70%. Ef ein- hver tegundin er fyrir neðan 30% þarf að kaupa ný fræ, því þá borgar sig ekki að sá þeim. Með heldur betri prósentu eða um 40-50% þarf að sá þéttar og nota meira fræ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.