Vikan


Vikan - 01.03.1962, Side 3

Vikan - 01.03.1962, Side 3
Consul 315 Fræg viðurkennixig í Kanada „Track & Traffic“ nefnist vandað og útbreitt bílatímarit, sem út er gefið í Kanada. Á vegum þess er árlega veitt viðurkenning vandað- asta bílnum, sem framleiddur er þar i landi — og vandaðasta inn- flutta bílnum, eða kánnski væri réttara að segja, vandaðasta og hentugasta bílnum, miðað við þarfir og smekk manna þar i landi. Með öðrum orðum, sá bíll sem viður- kenninguna hlýtur, verður einskon- ar bíll ársins 1 Kanada. Undirbúningurinn og veiting þessarar viðurkenningar ber á sér evrópskan svip frekar en bandarísk- an. Sérfræðingar þeir, sem blaðið fær til að athuga bílana og kveða upp úrskurðinn, vinna verk sitt í kyrrþey, viðurkenningin er síðan þar í landi. Sjónarmið almennings í Bandaríkjunum virðist nokkuð annað, eins og marlca má af þvi hve evrópskir bílar, og þá einkum smábilarnir, seljast þar mikið og vinna stöðugt á, en eiga þó yfirleitt ekki upp á pallborðið í þessum tímaritum. Að þessu sinni var það „Consul 315“, sem hlaut vðiurkenningu bíla- tímaritsins „Track & Traffic", sem bezti innflutti bíll ársins. Tímaritið gerir grein fyrir úr- Góð útsýn á alla vegu, allur innri búnaður látlaust og smekklegur. tilkynnt i timaritinu lúðraþytslaust. Kannski er það einmitt þess vegna að mikið þykir til hennar koina, og að hún vekur mikla athygli, ekki aðeins í Kanada heldur og í flest- um „bílalöndum“ heims, og þá vit- anlega fyrst og fremst hvaða inn- fluttur bíll er talinn viðurkenning- arinnar verður, þar eð hann er að sjálfsögðu á boðstólum á alþjóðleg- um markaði. Vert er og að geta þess, að sjón- armið þeirra i Iíanada gagnvart bílum, virðist liggja mun nær evrópsku sjónarmiði en bandarísku, að minnsta kosti ef miðað er við það bandaríska sjónarmið, sem fram kemur í blöðum og tímaritum skurði sínum, og lætur fylgja til- kynningunni um úrskurðinn. Segir þar meðal annars, að hann byggist á þvi að „Consul 315“ sé sá inn- fluttur bíll, sem sameini flesta kosti kaupandanum í hag, og sé þá bæði miðað við útlit, haganlegt bygging- arlag, gæði og notagildi — með öðr- um orðum, það sem kaupandinn fær fyrir verðið, sem hann greiðir. „Framleiddar eru nú margar gerðir bíla, þar sem öll áherzla er lögð á glæsibrag og tæknilega fullkomnun. Eins eru framleiddar margar gerðir bíla, þar sem öll áherzla er lögð á sparneytni og að bíllinn sé sem ódýrastur í rekstri. En hin tæknilega fullkomnun er Útgefandi: Hilmir h.f. Uitstjóri: Gísli Sigurðsson (ábm.) Auglýsingastjóri: Jóhannes Jörundsson. Framkvæmdastjóri: Hilraar A. KriatjánBson. Bitstjórn og auglýsingur: Skipholti 33. Símar: 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthólf 149. Afgreíðsla og dretfing: Blaðadreifing, Laugavegi 133, sími 30720. Dreifingarstjórí: Óskar Karls- .son. Verð i lausasölu kr. 15, A.skrift- arverð er 200 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfrara. Prentun: Hilmir h.f. Myndamót: Bafgraf h.f. dýru verði keypt, og enginn bíll verður réttilega dæmdur og metinn eingöngu eflir því hversu ódýr hann er i rekstri. Úrskurður okkar bygg- ist á þvi að um sé að ræða hið ákjósanlegasta jafnvægi hvað þetta snertir, og bíllinn, sem við höfum valið, sameinar þetta eins og bezt verður á kosið, að okkar dómi.“ Síðan segir að Kanadamenn séu löngu hættir að kaupa evrópska bila fyrir nýji^ngagirni, eða af þvi það sé fínt að aka í evrópskum bíl; sökum legu landsins og þjóðlegra mennigarerfða séu þeir á mörkum evrópskra og bandarískra áhrifa, og þegar þeir velji sér bil, geri þeir þær kröfur til hans, að hann sameini þá kosti, sem einkenna evrópska bílaframleiðslu annars- vegar og bandariska hinsvegar. Evrópskir hílar af millistærð, segir hlaðið, eru líklegastir til að sam- eina þessa kosti — evrópska hóf- semi í stærð, evrópska verkvöndun, þokka og sparneytni annarsvegar, bandarísk þægindi, styrkleika og glæsibrag hinsvegar. Blaðið telur og, að mikið hafi skort á það árið 1961, að allir evrópskir bílaframleiðendur hafi tekið þessar kröfur um kostajafn- vægi til greina; aðrir hafi endur- bætt framleiðslu sína, til þess að geta orðið við þeim eftir mætti — og enn aðrir hafi sent á markaðinn nýjar gerðir af bílum af millistærð, með það fyrir augum að uppfylla þessar kröfur eins og bezt verði á kosið. Og „Consul 315“ sé einmitt einn af þeim gerðum. „Consul 315“ frá Fordverksmiðj- unum á Bretlandi, er bæði hvað snertir verð, ökugæði og þægilegt rými, miðað við sem minnst hjóla- stæði, ákaflega hentugt og hagan- legt farartæki. Tæknilega er þetta mjög sterkur bíll og uppfyllir kröf- ur fjölskyldubilsins í fyllsta máta.“ Þá segir einnig að „Consul 315“ sé að allri gerð „gerhugsaður“ og beri þvi ljóst vitni að þeir hjá hrezku Fordverksmiðjunum séu ó- smeikir við róttækar breytingar, en sætti sig ekki við að standa í stað. Til dæmis tekur blaðið, að skífuhemlar séu á framhjólum, og sé að þeim stóraukið öryggi, en þessi hemlaútbúnaður fyrirfinnist yfirleitt aðeins á bílum í mun hærri verðflokki. Fjögra-hraða gírskipt- ingin tryggi fyllstu orkunýtingu hreyfilsins og komi því ekki að sök, miðað við kanadiskar aðstæður, þótt hann sé ekki stærri en 1340 rúmcm, fjögurra strokka. Loks segir að livað útlit snerti sé bíllinn hinn glæsilegasti án þess þó að um nokkurt yfirlæti sé þar að ræða. Yfirbyggingin veiti það innrými, sem frekast sé unnt, og afturrúðan þannig sveigð að hún veiti betri útsýn en yfirleitt sé um Consul 315 er fáanlegur bæði með stýris- og gólfskiptingu. að ræða í öðrum bilum, auk þess sem fyrir það verði svo rúmgott í aftursætinu, að fullorðnir geti sem Afturrúðan, stór og höll, tryggir góða útsýn. bezt setið þar uppréttir. „Og það sem bezt er — „Consul 315“ er einkar þægilegur i akstri, bæði i mikilli umferð á borgargötum og úti á þjóðvegum." VIKAN 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.