Vikan


Vikan - 01.03.1962, Side 9

Vikan - 01.03.1962, Side 9
1) Póstkort frá vígstöðvunum í Rússlandi til þess að senda heim til vina og ættingja. Stóra myndin (2) Konstantín í Rússlandi 1917 ásamt félögum sínum. Hann er aft- ast til vinstri. 3) Hertæknin var ekki orðin ýkja fullkomin í þá daga. Hér eru þeir með hand- sprengjuvörpu, sem gat hent eitt- hvað lengra en maður. 4) Fljótið Beresína flæddi yfir bakka sína að vori og herskálarnir voru á floti. 5) Konstantín f Frakklandi 1918 ásamt herdeild sinni. var sæmileg afkoma í Tating um og eftir aldamótin. Fg man ve! eftir þessu þorpi. Það þekktust allir mjög vel persónulega. Faðir okkar var afskaplega strang- ur, bæði á heimilinu og í skólanum. Það var miklu strangara uppeldi heldur en hér gerist. Maður var flengdur ef maður kunni ekki i skól- anum og barinn, ef allt var ekki i lagi heima. Kjaftshöggin giltu þá svona til áherzlu. Þetta var ekki bara svona heima hjá okkur, held- ur almennt. Ég var fermdur 1C ára eins og ég sagði þér áðan og að því loknu var ég sendur að heiman, því nú skyldi kauði menntast og vinna fyrir sér. Ferðinni var heitið til Hamborgar og þar komst ég að sem nemi í matvörubúð. Þá gat maður ekki sótt um vinnu í búð án þess að hafa lært afgreiðslustörf eins og liér er hægt. Kjörin voru þannig, að ég bjó hjá kaupmanninum, hafði jiar frítt fæði og húsnæði, cn kaup fékk ég ekkert í þrjú ár. Það var sama vinnuharkan þar og annars staðar; búðin opin frá kl. átta á morgnana til kl. sjö á kvöldin og líka á sunnu- dögum: Þegar búið var að loka, varð ég að skúra gólfin. Vasapen- Framhald á bls. 26. VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.