Vikan - 16.01.1964, Side 8
hjalad
vid fólk
um
mennmgu
°g
brennivin
Haustdagar í Luxenburg
eftir Gísla Sigurðsson, ritstjóra.
Snmstaðar verða dalskorningar í heið-
iendið og l>ar standa þorp við ár-
sprænur. Hér er Esc sur Sure, oful
vcnjulegt sveitaþorp með gömlum
húsum.
Kastali hennar hátignar stendur tæpast á brúninni og úr gotnesku gluggunum á turnspírunum getur
hún séð niður í djúpa dalina, sem skerast inn í borgina, og líka út yfir sléttlendið ofan við þá. Það er
eins og vera ber; hátignir þurfa að búa hátt og fylgjast vel með öllu. Mér var sagt, að hún væri göfugr-
ar ættar, sem lengi hefði drottnað í þessu landi og búið í kastalanum á brún Petrusse-dalsins.
í þessari undarlegu, bláu haustbirtu liggja ævintýrin í ioftinu, ekki sízt niðri í djúpum dal, sem kem-
ur alveg á óvart þarna í miðju flatlendinu. Samt sem áður eru þessir tveir hömrum girtu dalir sjálf
forsenda og ástæða fyrir upphafi borgarinnar. Einhver hátign byrjaði á því að byggja kastala á hamra-
brúninni og smáfiskar fylgja alltaf þeim stóru.
Þessir hamradalir í miðri höfuðborg stórhertogadæmisins eru hrein opinberun í náttúrufegurð, og
ekki minnist ég þess að hafa séð neitt þeim líkt í ríki náttúrunnar. Árstíminn, blá móða haustsins og
rauðgullin fallandi lauf, hafa líklega átt sinn þátt í því. Satt að segja vissi ég ekki til þess að svona
Jitverp, síkvik og ævintýraleg dalastemning væri til nema í miðaldasögum eða málverkum eftir Turn-
er, þann snjalla brautryðjanda í landslagskúnst. Klettarnir í hlíðunum eru háir á köflum, Ijósbrúnir,
og jafnvel gulir. Það er því líkast, að vatnsfall hafi í fyrndinni grafið sig niður þarna og nú eru um-
merkin eins og svipmyndir úr Grimms ævintýrum: varðturnar með skotraufum, múrveggir og kastala-
brot með miðaldalagi. Þessri dalir, ásamt fornum minjum í miðri höfuðborginni, finnst mér það eftir-
minnilegasta og skemmtilegasta við hana.
Það hljómar eins og ýkjusaga, en svo er sagt, að fólkið sem býr niðri í Petrusse-dalnum, tali ekki
sömu mállýzkuna og hinir, sem búa ofan við hamraveggina. Það útheimtir vafalaust staðgóða kunnáttu
í tungu þjóðarinnar að sannprófa, hvort sá orðrómur styðst við rök. Mér skildist, að fremur væru það
verkamenn og láglaunafólk, sem byggi niðri í dalnum.
Það kom fram sú tillaga að fara niður í dalinn og banka einhversstaðar á dyr, öllum að óvörum.
Segja fólkinu, að hér færu íslenzkir blaðamenn, friðsamir og meinlausir, en forvitnir um hagi almenn-
ings í þessu landi; hvort við mættum ekki líta inn. Till, sölumaður Loftleiða, innfæddur Luxemborg-
ari, var með í ferðinni og virtist í fyrstu ekkert himinlifandi yfir uppástungunni. Þessháttar heim-
sóknir eru yfirleitt ekki settar á prógröm fyrir útlenda túrista.
En hvað um það, okkar ágæti sölumaður komst ekki upp með moðreyk, því sjálfur stór-mógúllinn,
Sigurður Magnússon, tók völdin í sínar hendur. Hann var óðar búinn að berja þrjú högg á dyr svo sem
siður er kristinna manna síðan hætt var að guða á glugga. Þetta var alveg um hádegisbilið. Feitlagin
kona á miðjum aldri kom til dyra og með henni nokkur börn. Þau virtust dálítið undrandi á heim-
sókninni.
— Góðan dag, frú mín góð, sögðum við með auðmjúku bukki. — Afsakið mikillega, að við gerum
ónæði, en hér eru komnir menn utan frá Islandi. Og okkur langar afskapiega mikið til þess að fá að
líta á heimili hér í borginni. Við mættum víst ekki. ..
-— Velkomið, sagði frúin, — við erum að vísu að borða og það er allt ótiltekið, en ef þið viljið gera
ykkur það að góðu, þá er ykkur velkomið að líta inn.
Við gengum innfyrir og heiisuðum húsbóndanum, herra Scholtes. Hann var snöggklæddur og ætlaði
að fara að borða, grannvaxinn maður á að gizka um fertugt. Hann tók okkur vel og bauð sæti.
Þetta var í einu af þessum gömlu húsum, sem byggð eru í örmjóum, háum sneiðum, hvert upp að
hliðinni á öðru. Úr forstofunni var komið inn í eldhús, sem var um leið borðstofa og einhverskonar
íveruherbergi, að því er mér sýndist. Þar var kolaeldavél með röri upp úr þaki, stórt borð á miðju
gólfi, sem orsakaði þrengsli, því herþergið var ekki stórt. Þar var auk þess dívan, tveir gamlir og snjáð-
g — VIKAN 3. tbl.