Vikan - 16.01.1964, Blaðsíða 36
viss, að þau væru cnnþá á sama
stað. En þegar hann gekk inn
í skúrinn, sá hann, að þar voru
aðeins örfáar hræður, og fjöl-
skylda hans ekki þar á meðal.
„Hvar er konan?“ spurði
hann mann, sem hann þekkti.
„Fór upp“, svaraði hann stutt-
aralega.
„Upp í ibúðina ...?“ — furðu
lostinn.
„Já, auðvitað!"
Og Styrmir tók á sjrnett að
dyrum hússins og ætlaði sér
að vera fljótur að koma lienni
og krökkunum niður aftur.
í þetta sinn. tók hann lyftuna,
og rauk með offorsi inn í ibúð-
ina:
„Sigga! Sigga!“ hrópaði liann.
Hún svaraði úr eldhúsinu.
„Ertu orðin vitlaus, eða hvað,
að fara hingað upp með krakk-
ana, jiegar húsið getur lirunið
hvcnær sem er?“
„Hvaða vitleysa er þetta, mað-
ur. Ilúsið er öruggt. Við cruni
búin að þaulreyna það. Og svo
er ekki nokkur leið að liggja
þarna niðri í kulda og hungri.
Fg verð að gefa börnunum að
borða, og þau verða að sofa eins
og annað fólk.“
Hann stóð á miðju gólfi, -—
ráðvilltur og vissi sýnilega ekki
hvað hann átti að gera eða segja.
I.oks fór hann fram i eldhús
til konunnar og sagði:
„Ertu nú viss um það, að
þetta sé lmð réttasta?"
„Nei, ég hefi ekki hugmynd
um það. ftg veit bara að ég verð
að gefa börnunum að borða,
og að það þýðir ekkert að liggja
i aðgerðarleysi ])arna úti í skúr
,. . viltu kaffi ?*
„Já, takk. Það vil ég svo sann-
arlega!“
Og ])ar með var málið útkljáð.
Framhald i nœsta blaði.
HJALAÐ VIÐ FÓLK...
FRAMHALD AF BLS. 9.
í nágrenninu og stundum spil-
um við öll bowling. Það er mjög
vinsælt sport og algengt sunnu-
dagagaman.
— Jæja, við biðjum enn afsök-
unar á ónæðinu og þökkum
greinargóð svör.
Við kvöddum herra og frú
Scholtes, börnin og tíkina Susie.
Frúin gekk meira að segja með
okkur út á götu og börnin komu
með til þess að missa ekki af
neinu.
Vín þetta orð hefur ein-
hvernveginn annan hljóm í lönd-
um eins og Luxemhurg, þar sem
það er hluti af daglegri fæðu
manna; annan hljóm en til dæm-
is hjá okkur, þar sem vin og
vínneyzla þarf endalaust að vera
háð boðum og bönnum. Og ekk-
Hvar eru
vatnsföliin?
SVÖR
GullfOiSS er í Hvítá í
Arnessýslu - Goðafoss í
Skjálfandafljóti — Lagar-
foss í Lagarfljóti — Detti-
foss í Jökulsá á Fjöllum
Tröllafoss í Leirvogsá,
Mosfellssveit — Tungu-
foss í Rangá — Fjallfoss
í Dynjandaá í Arnarfirði
— Reykjafoss í Svartá í
Skagafirði — Selfoss í
Ölvusá — Brúarfoss í Brú-
ará — Mánafoss í Laxá,
A.-Hún Bakkafoss í
Bakká, Helgafellssveit,
Snæfellsnesi.
ert leiðir af því nema vandræð-
in ein. Það er fróð]egt að kynna
sér þessi mál í landi þar sem
öll vínneyzla er fullkomlega
frjáls og vandamál ofdi-ykkju
fyrirfinnst ekki, að því er sagt
er.
Það var alveg ómögulegt að
fá þá menn, sem við ræddum
þessi mál við, til að skilja skyn-
semina í því að banna áfengan
bjór. Né heldur að banna aug-
lýsingar á víni fremur en hverri
annarri vöru. Þeim fannst það
varla til þess fallið að stuðla að
aukinni vínmenningu, og við gát-
um ekki beinlínis haldið því
fram, að vínmenning væri hin
sterka hlið íslendinga. Að vísu
vorum við ekkert að úthrópa
vínmenningu okkar, þarna í
þessu góðá Vínlandi, vínmenn-
ingu, sem að dómi sumra er ná-
lega engin. Þekking á vintegund-
um og afbrigðum. sáralítil,
brennivín drukkið af stút eða í
allra bezta lagi saman við kók,
og flöskur látnar standa í felum
undir borðum. Takmark vín-
drykkjunnar: Að verða fullur
sem fyrst. Nei, enginn maður
með sæmilega föðurlandsást seg-
ir frá þvílíkum vansa.
Þjóðir með rótgróinn og al-
mennan vínkúltúr mundu alltaf
telja það fráleitan hlut að þamba
sterkt vín af stút. Það væri bein-
línis fráleitt út frá fagurfræði-
legu sjónarmiði, enda hefur
mennileg vínneyzla og „æstetik“
alltaf verið nátengd.
Hitt, að verða blindfullur,
baða út öllum öngum, syngja
hástöfum og bera sig að slást,
mundi einungis lagt út sem ein-
kennilegur barbarismi, sprottinn
af geðveilu. Víða um heim, ekki
hvað sízt í Bandaríkjunum, ger-
ir fólk mikið af því að hafa
sterka kokkteila um hönd, jafn-
vel daglega. Þar þykir hins vegar
mjög ósæm'ilegt að slaga eða
yfirhöfuð láta það sjást, að mað-
ur sé hreifur af víni.
Við spurðum þá í Luxemburg:
Hvað um unglingana? Þamba
þeir ekki þennan indæla bjór
ykkar 03 læra drykkjuskap fyrir
fermingu? Þessum templararök-
um í spurnarformi svöruðu þeir
þannig: „Krakkarnir geta fengið
sterkan bjór eins og hver ann-
ar, en þeim finnst hann vondur.
Þau safnast í kringum djúkbox-
in á veitingastöðunum og drekka
sitt kók. Enginn biður þau um
að drekka nú ekki bjór. Enda
mundi það hafa öfug áhrif“.
Við komum í vínræktarhérað
við Mcsel, en vínviðurinn var
haustbleikur orðinn og uppsker-
an komin í vínkjallarann. Þar
fengum við að kynnast því, að
bruggún á léttum vínum er gam-
all galdur og allmikil íþrótt. Eft-
ir að hafa smakkað á ýmsum
úrvals árgöngum og aðskiljan-
legum afbrigðum af léttum vín-
um spurðum við gestgjafa okk-
ar, hvort þeir létu ekki einhver
bragðefni í hinar ýmsu tegundir
af víni til þess að gera þær frá-
burgðnar hverri annarri. Þeir
svörðuð þeirri spurningu með
nokkurri vandlætingu og
sögðu: „Ekki við hérna
í Luxemburg. Þetta eru
algjörlega hrein náttúruvín.
En þessir andskotar hérna hinu-
megin við ána, þessir Þjóðverj-
ar, þeir blanda víst allskonar
kryddi í vínið ti! að ná því, sem
þeir ekki kunna á eðlilegan hátt“.
Síðar hittu einhverjir úr hópn-
um nokkra Fransmenn og talið
barst að vínframleiðslu þessara
landa og gæðum hennar. Þeir
sögðu:
„Allir vita, að franskt vín ber
langt af víntegundum í ná-
grannalöndunum, enda er það
hreint og ómengað náttúruvín. í
Luxemburg og Þýzkalandi aftur
á móti, þar blanda þeir öllum
fjáranum saman við vínið til að
lappa upp á bragðið“.
Það er sannarlega girnilegt til
fróðleiks að kynnast smáþjóð,
sem óhjákvæmilega hlýtur að
hafa að einhverju leyti sömu
vandamálin við að stríða og við
hér. Eitt þeirra er hin stóra
spurning um aðflutt vinnuafl,
útlend áhrif og þá hættu, sem
blessaðri menningunni stafar af
þeim. Mér virðist oft, að við
höfum ekki mikla trú á því, að
íslenzk menning þoli útlend áhrif
til muna. Þó hafa útlend áhrif
á íslandi kannski aldrei verið
meiri en í tíð núlifandi manna,
aldrei annað eins flóð af útlend-
um bókum og blöðum, auk þess
útvarp og sjónvarp, að ekki sé
talað um síaukinn ferðamanna-
straum til landsins og íslendinga
til útlanda. Samt virðist menn-
ingin pluma sig bara þokkalega
og til dæmis vera ólíkt íslenzk-
ari en hún var í höfuðstaðnum
um aldamótin. Það er alveg víst,
að Islendingar tala betra mál nú,
en gert var þá, enskusletturnar
og önnur útlenzka er hreinn hé-
gómi hjá Dönskunni, sem tröll-
reið málinu fyrir svo sem sex
áratugum. Einn af málfræðing-
um okkar hefur haldið því fram,
að alþýða manna hafi mun meiri
orðaforða í daglegu, mæltu máli,
en var í æsku hans. Aukin tungu-
málakunnátta og aukin samskipti
við útlönd virðast fremur hafa
hlúð að móðurmálinu en hitt.
Samt sem áður er rík tilhneyg-
ing til þess að hafa áhyggjur af
menningunni og taka flestir þátt
í því, nema þá helzt ríkisstjórn-
in, sem stendur fyrir því að tolla
pappír fyrir innlenda útgáfu-
starfsemi til þess að búa útlendu
lesmáli forgangsaðstöðu. Enda
hefur sannarlega tekizt að láti
það halda innlendum blöðum og
bókum niðri.
Ég varð ekki var við, að þeir
Luxemborgarar hefðu neinar
áhyggjur af menningunni i flóði
útlendra áhrifa þar í landi. Það
má líka segja, að þeim megi
vera sama, þjóð, sem ekki á fána
og varla tungumál. Þeir eru
heldur ekki að hika við að smala
útlendu vinnuafli inn í landið;
sleikja útum báðum megin, bara
ef þeir fá það
Sem dæmi um það má nefna
þá staðreynd, að Goodyear verk-
smiðjurnar amerísku leituðu
fyrir sér um landskika undir
stóra bíldekkjaverksmiðju í Nið-
urlöndum. En hvar sem þeir
þreifuðu fyrir sér í Hollandi og
Belgíu, fundu landeigendur pen-
ingalykt, og Goodyear gat því
aðeins fengið blett, að geypi-
verð kæmi fyrir. Luxemborgar-
ar fengu pata af þessu og komu
þeim skilaboðum til amerískra,
að heimilt væri þeim að byggja
slíka verksmiðju í Luxemburg
og ekki mundi landið kosta græn-
an túskilding. Ekki þarf að orð-
lengja það, að Kanar gleyptu
við þessu boði, og verksmiðjan
hefur þegar starfað nokkurn
tíma. Eitthvað vinnur þar af
innlendum mönnum, en fyrst og
fremst byggist þó verksmiðjan á
útlendu og aðfluttu vinnuafli,
Vestur-Þjóðverjum, ítölum og
Spánverjum. Þeir eru sem sagt
ekkert að tvínóna við það að
gefa útlendum fyrirtækjum tæki-
færi til umsvifa í landinu og
þaðan af síður, að þeir bandi
hendinni á móti aðfengnu vinnu-
afli.
Annað dæmi kann ég að segja
af búskap þeirra Luxemborgara,
sem sýnir vel, hvað hægt er að
láta sér verða úr miðlungs að-
stæðum, þegar skynsamlegt hug-
myndaflug er að verki og peran
í kollinum í lagi. Austanvert um
landið fellur lygn árspræna og
verða allbrattar hæðir á kafla
meðfram henni. Einhverjum
snillingi hugkvæmdist að hyggja
gríðarstórt uppistöðulón uppi á
einni hæðinni, og ánni er einfald-
36 — VIKAN 3-tbl-