Vikan


Vikan - 16.01.1964, Side 41

Vikan - 16.01.1964, Side 41
Maðurinn með riffilinn. Hann var enn hærri vexti en Alan og nokkuð eldri, nieð niikið svart hár og þó að allir andlits- drættir hans væru harðir og meitlaðir, var framkoma hans að- laðandi og frjálsmannleg. Hann kom skálmandi inn, löng- um skrofum. Martha starði á lvann, og hann leit á hana, en það var ekki unnt að lesa neitt úr tinnudökkum augum hans. — Jæja, varð iionum að orði. Þú hefur þá fengið gest, frænka? Og svona síðla dags? Hann leit fast á Mörthu, og hún varð að taka á því, sem hún átti til, svo að ekki sæist á henni hve mjög henni brá. Þvi að þetta var maðurinn, sem hún liafði séð i sjónaukanum, þar sem hann laut að aldraða manninum fallna, bak við þyrnikjarrið fyr- ir svo sem stundu síðan. Hún varð allt i einu svo dauð- skelkuð, að hún tók það til bragðs að bera kaffibollann að vörum sér og láta sem hún drykki. En svo skjálfhent var liún, að holl- inn glamraði við undirskálina, þegar hún setti hann frá sér aftur. Gamla konan sagði honum hvernig á komu Mörthu stæði. — Og hvað hafið þér svo reik- að lengi um hérna á landareign- inni? spurði hann. Ilún neyddi sig til að horfast i augu við hann, á nieðan hún var að ráða það við sig, hverju hún ætti að svara. Hann hafði lika verið þar á ferð. Hann vissi, að gamli maðurinn lá helsærður eða látinn bak við þyrnikjarrið — en hann gat þess ekki við neinn, hann gerði einungis að spyrja. Hún ræskti sig. — Það hef ég ekki minnstu hug- mynd um, ])ó að skrítið sé, svar- aði hún, og það var auðheyrt á rödd hennar, live örðugt henni veittist að halda henni i skefjum og láta sem ekkert væri. Bíllinn minn snarstanzaði þarna á þjóð- veginum, og þegar ég hafði ifull- vissað mig um l'ivað að væri hélt ég af stað til að athuga um- hverfið. — Hún kom auga á býlið okkar í sjónaukanum sínum, sagði gamla konan. Þurfti hún nú endile'ga að segja frá því... Iíávaxni maðurinn tók sér sæti og teygði úr tánum. — Sjónauka? Hvað voruð þér að vilja með sjónauka? spurði hann letilega. — Það vildi svo til að ég var með hann með mér. Gamla konan greip fram i fyrir þeim. — Davið ... hann frændi þinn er búinn að vera i næstum iþrjá klukkutíma að heiman. Ég er svo hrædd um, að eitthvað hafi kom- ið fyrir hann. — Þú ættir að fara að sofa og láta okkur Alan um það. — Ég er svo lirædd um, að eitthvað hafi komið fyrir hann, endurtók gamla konan. Ilann svaraði því engu, en reis úr sæti sínu, og það var eins og persónuleiki hans yrði allt í einu allsráðandi í stofunni, þegar hann sneri sér að Mörthu og spurði: — Hvar stendur hillinn yðar? — Á þjóðveginum til Brenton. Beint á móts við liæstu hæðar- brúnina, að ég held. I-Iann hugsaði sig um andartak. — Þér hafið vonandi látið loga á stöðuljósunum? spurði hann. — Já, það gerði ég. — Þá er þetta í lagi. Þér ættuð að gista hérna i nótt. Yður er Iþað velkomið. Hvað segirðu um það, frænka? — Já, það er velkomið. Gesta- herbergið er alltaf til reiðu, ef einhvern ber að garði. — Ég vildi lieldur hakla ferð- inni áfram, ef ég gæti íengið benzín, maldaði Martha i móinn. Hann leit á armbandsúrið sitt. — Já, benzín getið þér fengið. En klukkan er að verða tólf, og þér hljótið að vera þreytt eftir gönguna, sagði hann. — ^g held að ég haldi áfram ferðinni. En ég er ykkur jafn- þakklát -fyrir ykkar góða boð, engu að síður. Hann brosti. — Jæja, þér um :])að. Ég get fylgt yður upp á veginn. Það kom hik á hana. Hún þorði ekki fyrir nokkurn mun að fara út í hæðadrögin í fylgd með hon- um einum. Skothvellurinn, sem hún hafði heyrt ... og ef gamli maðurinn sem hún sá, hefði ver- ið þessi lrændi hans? Ilún leit á þau, hvert af öðru. Þarna sat gamla konan og beið þess, að bróðir hennar kæmi lieim, en virðist ekki hafa sér- stakan áhuga fyrir neinu öðru þessa stundina. Þarna stóð Alan og reykti pipu sína og hafði ekki augun af Davíð. Voru þeir kanski bræður? Ekki voru þeir líkir að sjá, ef svo var. Annar ljósliærð- ur og rólyndur að sjá. Hinn dökk- ur á brún og brá, og bæði svip- urinn og hreyfingarnar lýstu mi-klu skapi og kappgirni. Alan leit brosandi til hennar. •— Ég mundi þiggja næturgist- ingti, ef ég væri í yðar sporum, sagði hann. Þá getið þér hvilt yður vel i nótt og haldið af stað, hress og endurnærð, eldsnennna i fyrramálið. Við förum yfirleitt snemma á fætur hérna á bænum. '—- Allt i lagi, svaraði Martlia. Ef það veldur ekki mikilli fyr- irhöfn, bætti hún við og leit til gömlu konunnar. — Nei, það veldur ekki minnstu fyrirhöfn. Gamla konan reis úr sæti sinu og leit enn sem fyrr á stunda- klukkuna. Svo leit hún á Davið. — Finnst þár ckki, að þið ættuð að fara og vita hvort nokkuð hef- ur komið fyrir hann frænda yð- ar? — Vertu öldungis róleg, frænlca ... Hann lagði arminn um öxl henni og leiddi hana út úr stof- unni. Frh. í næsta hlaSi. FLÓTTINN FRÁ COLDITZ FRAMHALD AF BLS. 21. lagt á sig mikið erfiði við að auglýsa sýninguna með skraut- legum veggauglýsingum, sem komið hafði verið upp hingað og þangað í kastalanum. Þeir voru önnum kafnir við að útbúa fregn- miða um, að „leikhússtjórnin harmaði. ..“, þegar vandinn var leystur fyrir þá. Það var gert með því, að morguninn eftir jakkahvarfið höfðu Frakkar límt eftirfarandi tilkynningu yfir allar veggauglýsingarnar: Sólskinsorlof á hinu sólríka Hotel Colditz 500 rúm, eitt bað franskur matur fjöldi þjóna. Alltaf góð og hugulsöm þjónusta. Einu sinni gestur, alltaf gestur. (Matsveinn fangabúðanna var fyrrverandi franskur yfirkokkur, sem hafði þó ekki mikil tæki- færi til að beita þekkingu sinni). Þegar Þjóðverjar höfðu leitað að fötunum árangurslaust í mán- uð, var loks tekið tilboðinu um bætur fyrir þau, og leikhúsið var þá opnað á nýjan leik. Og þar sem hægt hafði verið að æfa Ballet Nonsense í mánuð til við- bótar við það, sem ætlað var, tókst sýningin með enn meiri ágætum en ella. Hádegisverður var tilbúinn klukkan 12,30 og var ekki annað en þykk byggsúpa. Þó kom fyrir, að svínsleður var skorið í bita og þeir settir í súpuna, svo að af henni var örlítil baconlykt, en það var líka allt og sumt. Við slík tækifæri mátti sjá á mat- seðlinum þýzka fyrir framan eldhúsið, að boðið var upp á „speck“ með miklu yfirlæti. Þegar komið var fram yfir há- degi, var aðaláherzlan lögð á íþróttirnar. Um eitt skeið voru skylmingar mjög vinsælar, og lögðu þá margir stund á þær. Þrengslin í garðinum gerðu að verkum, að erfitt var að stunda þar knattleiki, en þó fóru menn oft í flugubolta, en þá skiptu menn liði, voru þrír eða fjórir í hvoru og slógu knött yfir badm- intonnet og gættu þess, að hann lenti ekki á jörðinni. Ensku fangarnir fundu líka upp á eins- konar veggboltaleik, en síðast - 41 VIKAN 3. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.