Alþýðublaðið - 10.02.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.02.1923, Blaðsíða 1
ublaðið Gefid útai .A.lt>ýa*ifloUlnuram 1923 Laugardaginn 10. febrúar. 32. tölublað. Sjálfsagíur hlotur. Það er sjálfsagður hlutur, að stjórn ríkisins og Alþingi Iegg- ist á eitt með að gera tilraun til þess að bæta úr hinu hörmulega ástandi, sem nú ríkir hér á landi. En það er nauðsynlegt að vita það áður, að tilraunin hlýtur að misheppnast, ef hún er reist á röngum grundvelli. En — >ég veit ekki, hyernig ég á að fara að því með þessu fólki,< er haft eftir öldruðum verkstjóra í prentcmiðju einni, er ýtt var á eftir hönúm að flýta einhverju verki. Það er einmitt það. Það er ekki alveg ljóst, hvernig á að fara að því að leysa úr vand- ræðunum með því fólki, sem nú ræður yfirleitt í þessu landi og • trú eftirmynd þess skipar bæði þing og stjóru. En ekki sakar, þótt gerð sé tilraun til þess að leiða* því, þessu fólki, fyrir sjónir, á hvaða grundvelli verður að reisa til- raunina til viðreisnar, ef hún á að verða annað en hlægileg handaskol. Það verður að vera þes9 sok, ef það rorsmáir rödd hrópandans, enda mun það hefna sín. Það hefir ávalt hefnt sin. Ástandið. eins bölvað og það er, er ekki komið eins og skúr úr heiðskíru lofti. Það er afleið- ing, en ekki áleiðing, — óhjá- kvæmileg afleiðing af raunveru- legri orsök, og orsökin er fávís- legt gáleysi í rekstri atvinnuvega þjóðarinnar, glæpsamlegt brall í verzlun hennar og taumlaus van- þekking og þar af leiðandi hirðuleyst í stjórn ríkisins um þá hluti, sem enginn, sem fengin er stjórn í hendur, má hafa van* þekkingu á né humma fram af $ér að hirða um. Þessi orsök ástandsins er enn | fullu fjöri, en það verður að Leikfélag Reykiavíkur. Nýjársnóttin, sjónleikur í 5 þáttum, eftir Indriða Einarsson, verður Ieikin sunnadag 11. þ. m. kl. 8 s. d. í Iðnó. — Aðgöngumiðar seldir á laugardag frá 4—7 °8 ^. sunnudag frá 10—12 og eftir ,kl, 2. kveða hana niður. Ánnars rætist aldrei úr. Þetta þríveldasamband gáleysis, bralls og vanþekkingar verður' að rjúfa og ganga svo frá, að það rísi ekki npp aftur að eilífu í þessu landi. En — það verður ekki gert af einum maani. Til þess verður að safna liði, óvígum her. Öll alþýða verður að sjálfbjóðast í þann her, sækja fram, berjast og — sigra. , Á gáleysinu í rekstri atvinnu- veganna verður að sigrast með því að gera það að almanna- sánnfæring, að atvinnurekstur er éklti einkamál, heldur álmanna- mál. Allan almenning varðar um, hvernig atvinnufyrirtæki eru rek- in og hver rekur þau, og um það mega engir leyndardómar eiga sér stað. Atvinnufyrirtæki verður að reka undir opinberu eftirliti, meðan þáu eru ekki þjóð- nýtt, en það verður eigi að síður að gera hið bráðasta. Um verzlunina verður það að vera meginreglan, að skifting varanna meðal þeirra, sem þurfa þeirra, verði sem allra ódýrust. Að henni mega þvi ekki vinna nema sem allra fæstir menn, og þeir mega ekki bera úrbýtum meira en hverir aðrír starfandi menn í þjóðfélagínu. Allan til- kostnað við það verður að gera sem minstan. En það verður ekki gert nema með því, að verelunin sé í höndum almennings og undir eftirliti hans, — ríkisverzlun —- bæði með útlendar og innlendar vörur. Stjórnarfarið í landinu — til þess að koma lagi á það verður að neyða þing og stjórn til þess að vita það og viðurkenna og hegða sér samkvæmt því, að meiri hluti landsmanna lifir nú orðið á kaupi fyrir vinnu, að þessi stétt manna fjölgar steðugt, og að það er grundvallaratriði í lýðstjórnarfyrirkomulagi, að meiri hlutinn ráði — ekki að eins meiri hluti fulltrúa þjóðarinnar, sem blekkir hana fyrst og svík- ur hana á eftir í trygðum, ef persónulegur hagur krefst, held- ur meiri hluti kjósenda þeirra, álþýðan, Hingað til hafa þing og stjórn eingöngu gætt hagsmuna þeirra, sem taka vinnu fyrir kaup, tjár- plógsmannanna, — minni hluta þjóðarinnar, en nú verður alþýð- an að taka af skarið, áður en þéir . troða hana niður l sorp vesaldóms og menningarleysis — viljann til þess sýnir m. a. frum- varpið um frestun fræðslulaganna á síðasta þingi —, og krefjast þess, að af þingi og stjórn sé undanbragðaláust tekið meira en að hálfu tillit til hagsmuna þeirra, sem lifa á kaupi fyrir vinnu, alþýðunnar. Áð öðrum kosti verð- ur alþýðan að ryðja þeim, er þar skipa sæti, burt við fyrsta tækifæri. Það eitt er réttlátlegt. . Það »r sjálfsagður hlutur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.