Vikan


Vikan - 01.10.1964, Side 34

Vikan - 01.10.1964, Side 34
A Ð DREKKA JOHNSON & KAABER KAFFIl Pilot 57 skólapenninn er gæðapenni Trausfur Fallegur Ódýr 3 pennabreiddir 8 litir KR. 98,00 MEÐ PLASTHETTU KR. 108,00 MEÐ STÁLHETTU FÁST VÍÐA U M LAND PILOT 57 frá upphafi. Við geystumst áfram í eina átt og svo ( aðra, í stefnu á mark, sem ég hafði ekki hug- mynd um hvar var. Það gaf óspart á. Ég var hræddur. Ég skalf af kulda eins og ég væri að fá flog. Aurelia leit oftlega um öxl til hinna bátanna og glotti eins og púki. Einu sinni leit hún til mín og gól- aði: „Aumingja Kenneth! Þú ert sannarlega ekki réttur maður á réttum stað. En ég elska þig. Þú ert svo þungur!" Við unnum keppnina. Ég skalf klukkustundum saman. Allir keppt- ust við að óska Aureliu til ham- ingju, og ég sá að keppinautar okkar voru aðallega karlmenn, en ekki krakkar eða stúlkur. Það var ekki hægt annað en dást að henni. Einhverntíma gæti ég hugsað mér að læra að sigla sjálfur, ef það væri ekki svona óskaplega flókinn lærdómur. Aurelia var alltaf að segja: „Óskið þið Kenneth til ham- ingju! Hann var hræðilegur háseti, og þetta var fyrsta siglingin hans." „Hvernig finnst yður að sigla?" var þá spurt. „Ég var nærri dauður úr kulda og hræðslu," svaraði ég þá, og fékk þá hlátur í staðinn. Ég get ósköp vel skilið að kapp- sigling sé mikil íþrótt, en þarna á ströndinni fannst mér ekkert til um hana. Meðal annars hafði ég eyðilagt góðar síðbuxur í túrnum. Hópurinn var nokkuð blandaður. Vinir Aureliu voru flestir seytián og átián ára. Vinir Gail og Max voru yfirleitt rúmlega tvítugir. Þarna var líka frændi einhvers og konan hans. Hann var tannlæknir, og þau voru um fimmtugt. Þá var þarna líffræð- ingur nokkur, vinur Max, og kon- an hans,- þau voru nálægt þrjátíu og fimm ára aldri. Þau voru með tvo smákrakka með sér. Þetta var mesti hrærigrautur, en samt skemmtu allir sér vel. Tökum nú til dæmis mína eigin fjölskyldu og annað fólk ( Mesaville. Ég hef þaul- hugsað um þetta. Engum þar dett- ur í hug að skemmta sér nema með fólki á sínum aldri. Það er vegna þess að fólkið þarna er alltaf að fela eitthvað hvað fyrir öðru. Krakkarnir leyna því sem þau gera og hugsa; foreldrarnir fela allt sem máli skiptir fyrir börnunum,- og foreldrar og börn eru í sams- konar feluleik við afa og ömmu. Kirkbroadsfólkið og kunningjar þess fela ekki neitt. Þess vegna eru þau öll svo afslöppuð og geta skemmt sér saman hindrunarlaust. Ég skemmti mér ekkert. Fyrir miðdegisverðinn drukku allir vín og bjór og urðu svolítið hátt uppi. Síðan voru étin feiknin öll af spag- hetti. Á eftir datt varla nokkrum í hug að drekka meira, og því var eðlilegt að engum dytti í hug að dansa. (Ég hafði komið með plöt- urnar mínar). Þess í stað kveiktu þau bál og fóru að syngja. Þarna voru tveir gítarleikarar, og svo var sungið hvert lagið eftir annað — þjóðlög, erlend lög, gömul dægur- lög. Þau kunnu ekki öll alla söngv- ana, en flest kunnu þau flesta þeirra. Ég gaf vörum þeirra gætur. Sjálfur kunni ég varla eitt einasta aft lögunum. Svo urðu þau æst í nokkuð, sem þau kölluðu „Leikinn." Ollum við- stöddum var skipt í tvo hópa og svo voru bókatitlar hripaðir á pappírssnepla. Síðan gekk fram einn úr öðrum hópnum og reyndi með látbragðsleik að gefa liðs- mönnum sínum til kynna, hvaða bók hann ætti við (þeir höfðu ekki séð hvaða bókartitill var skráður á blaðið, sem hann hafði dregið). Tíminn var tekinn, og skipti miklu máli að vera fljótur að geta upp á hinu rétta. Aliur var leikurinn upplagður fyrir þá, sem allt vissu, til að láta Ijós sitt skína. Einn þeirra, rauðhærður náungi, sem var vinur Max, fór sérstaklega í taugarnar á mér. Hann var alltaf að geta, og gat rétt í um það bil annað hvort skipti. Þegar röðin kom að hon- um sjálfum að leika, rétti hann að- eins upp þrjá fingur. „Þrjú orð?" spurði Aurelia. Hann kinkaði kolli, og rétti aftur upp þrjá fingur. „Þriðja orðið?" spurði Melanie. Hann kinkaði kolli. Svo lét hann eins og hann væri að skjóta af byssu. Aurelia sagði jafnskjótt: „Hinn mikli Gatsby?" „Rétt." „Ellefu sekúndur!" kallaði tann- læknirinn, sem hafði tekið tímann. Allir hlógu og klöppuðu. Ég gætti þess að geta ekki upp á neinu. Þegar að mér kom að leika, fannst mér eins og andlit mitt og handleggir og fætur væru gerðir úr sementi. Ég dró blað- snepil úr hrúgunni og sá að á hon- um stóð: „Ödipús konungur". Þá hafði ég aldrei heyrt þann höfð- ingja nefndan. Ég sneri mér að hinum hópnum og bað þau að segja mér hvernig ætti að bera nafn- ið fram. Sá rauðhærði glotti háðs- lega í barm sér. En það var Mel- anie, vinkona Aureliu, sem sagði: „Bækur eru nú ekki sterka hliðin hans Kenneths. Hann hélt að Sölu- maður deyr væri bara um aula, sem ekki vissi hvernig ætti að selja." Nú ætluðu allir að springa af hlátri. Ég var sem lamaður og gat ekkert sagt eða gert. Ég hefði get- að drepið Aureliu. Eftir eina kvala- fulla mínútu skilaði ég miðanum og settist niður. Ég horfði stöðugt á skóna mína. Þegar þau hin ákváðu að fá sér miðnæturbað í sjónum (þau voru óð, það var kom- ið framundir nóvember og sjórinn ískaldur), stakk ég ferðatöskunni minni inn I Oldsinn og ók af stað. Þá framdi ég eitt heimskupar. Ég kom á hliðarveg nokkurn og mundi að Max hafði sagt, að nýi sportvagninn hans hefði bilað þar og þau Gail hefðu orðið að ganga síðustu tvær mílurnar að kofanum Ég fór eftir veginum og viti menn, þar fann ég bíl Max. Ég hataði Max fyrir að eiga þennan bíl. Hann var fagurrauður. Þessi litli gler- augnaglámur átti alls ekki skilið að eiga svona bíl. Hann hafði lok- ið námi og vann á einhverri rann- — VXKAN 40. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.