Vikan


Vikan - 01.10.1964, Side 36

Vikan - 01.10.1964, Side 36
sóknarstofu fyrir háu kaupi. Svo brá hann sér bara út einn daginn og keypti bílinn rétt eins og að ná sér í rakblöð út í sioppu. Ég tók útvarpstækið, sem auð- vitað var af vönduðustu gerð, úr bílnum og faldi það í mínum. Veg- urinn var alauður. Svo brá ég vasa- hnífnum mínum og risti nokkrar rákir á bílþakið. Síðan settist ég undir stýri á mínum bíl og lét stuð- arann á honum koma heldur óþyrmi- lega við vinstri hlið skrautvagnsins, nokkrum sinnum. Við þennan hama- gang rann mesti móðurinn af mér. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að bezt væri að fara aftur upp að kof- anum og láta sem ekkert hefði skeð. Þau höfðu lokið baðinu og komu nú hlaupandi upp frá ströndinni, hvíandi og híandi. Tannlæknirinn líka. Ljóst var, að þau höfðu farið út í allsnakin, án þess þó að nokk- uð villt eða kynferðislegt lægi þar að baki. Nú ætluðu þau að fara að tilreiða poppkorn og kaffi og hvaðeina fleira. Ég slæptist til og frá og lét eins og ekkert hefði í skorizt. Ég forðaðist Aureliu vegna iðrunarinnar, sem ég sá í augum hennar er hún leit á mig. Svo fékk ég mér ærlegt bað og fór að því loknu að sofa. Ég svaf ekki vel. í dögun fór ég á fætur og lagði miða á eldhúsborðið. Á honum stóð að ég væri farinn að heimsæk|a Tom, er hafði farið heim til sín um helgina. Hann bjó í borg einni skammt frá. Tom fann ég aldrei vegna þess að síðara nafn hans var Johnson, og það voru um fjörutíu Johnsonar í símaskránni. Svo ég ók fimmtíu mílur áfram til annarrar borgar, þar sem kappakstur var oft háður á sunnudögum. En þar var enginn kappakstur þennan daginn. Ég keypti stálull og nuddaði rauðu málninguna af stuðaranum hjá mér, og útvarpstækinu henti ég í skurð. Svo ók ég hingað og þangað og hugsaði málin. Dalurinn sá arna var heldur lítið uppörvandi. Upp- skerunni var nýlokið og akrarnir litu út eins og eftir stórorrustu. Meðal annars datt mér í hug að aka eftir aðalveginum á níutíu mílna hraða unz ég rækist á eitthvað. Ég var enn á leið út í sveit þegar bensín- dælan lét af störfum. Ég náði heim til Kirkbroadshjón- anna klukkan þrjú um nóttina og svaf langt fram yfir hádegi á mánu- dag. Eliza frænka var í eldhúsinu, þegar ég kom á fætur. Hún gaf mér kjötsúpu og samloku, og ég sagði henni að bíllinn hefði bilað hjá mér. Hún sagði mér að steisjon- inn væri iíka bilaður; hann drægi eitthvað við veginn. Ég sagðist ætla að kíkja á það. Fyrst fór ég niður í bæinn og keypti viðgerða bensíndælu. Svo skreið ég undir steisjoninn og viti menn, hljóðkúturinn hafði slitnað niður. Allt sem þurfti til viðgerð- arinnar var svolítill vírspotti. Ég var ennþá undir vagninum, þegar fólksvagninn hennar Gail skauzt inn í bílskúrinn. Þið haldið kannski að þau hafi tekið eftir mér undir vagninum, en það var nú ekki til- fellið. Ég býst við að þau hafi hald- ið að ég væri víðs fjarri vegna þess að þau sáu ekki bílinn minn. Kirkbroad gamli ók sjálfur. Jafn- skjótt og hann drap á vélinni, heyrði ég hvert orð af því sem hann var að segja. Þau voru önnum kafin við að Ijúka samræðum, eins og oft gerist áður en fólk stígur út úr bílum. „Hættu þessum sjálfsásökunum, Aurelia," var Kirkbroad að segja. „Þið Gail gerðuð það sem þið gátuð. Auk þess gæti ég trúað að þið færðuð þetta eitthvað í stíl- inn." „Hann var alveg að fara í rúst, get ég sagt þér . . ." Þetta var rödd Aureliu, sem kom úr aftursæti bíls- ins. „Þú hefðir átt að sjá augun í honum. Ég reyndi að ná tali af honum, en hann forðaðist mig. Mel- anie líður hræðilega. Hún hafði ekki fyrr sagt þetta en hana lang- aði til að skera úr sér tunguna." „Þið vitið ekki, hvort það var Kenneth, sem skemmdi bílinn fyrir Max," sagði Kirkbroad. „Jafnvel þótt við værum viss um það, mynd- um við láta það kyrrt liggja. Þetta er fullkomlega skiljanlegt. Ég reyndi að aðvara ykkur stúlkurn- ar fyrstu vikuna. Þetta er ekki í Dralon sportgarnið Hver hespa er númeruð - Trygging fyrir litaöryggi ■ DRALON FÆST í góðu litaúrvali um land allt. DRALON ER fljótprjónað, mölvarið og auðvelt í þvotti. DRALON ER létt, sterkt og vandað garn. 36 VIKAN 40. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.