Vikan


Vikan - 01.10.1964, Síða 41

Vikan - 01.10.1964, Síða 41
aSa síðustu lykkjuna af hœgra prjóni, prjóna saman 2 síðustu lykkjur á vinstra prjóni og steypa óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna, sem myndaðist þegar 2 1. voru prj. saman). Prjónið þannig áfram bekkinn á enda, og þá eru 24 1. á prjónin- um. Prj. 1 umf. brugðna til baka yfir allar lykkjurnar. Takið úr frá réttu með þvi að prjóna saman 2 I. sl. þannig: * takið 1 1. óprj., prj. 1 1. og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir frá prjónuðu, 1 1. sl. *. Endurtakið frá * til * umferðina á enda, og endið með 2 1. sl. Prj. 1 umf br. til baka. Gerið þá úrtökur frá réttu: prj. 1 1. sl. *, takið 1 1. óprj. prj. 1 1. sk, steypið ó- prj. 1. yfir prjónuðu lykkjuna *. Endurt. frá * til * umf á cnda. Þá eru 9 1. á prjóninum. Prj. br. til baka. Klippið á þráðinn, dragið hann i gegn um lykkj- urnar og gangið frá Iionum á röngu. Pressið búfuna lauslega frá röngu og saumið hana sam- an með aftursting og þynntum garnþræðinum. Búið að lokum til svartan skúf og festið efst á kollinn. VESKIÐ: Yeskið er prjónað í tveimur stykkjum og saumað saman í hliðunum. Byrjið neðst, og prj. C hálfrúð- ur (36 1.). Prjónið síðan með sömu aðferð og á húfunni, þar til 1 hálfrúðubekkur hefur verið prjónaður. Prj. þá (sjá mynd) 3 hvíta og 2 svarta rúðubekki. í byrjun næsta svarta bekks er tekið úr, þar til 5 1. eru í hverri rúðu og í byrjun næsta hvíta bekks er tekið úr, þannig að 4 k séu i hv. rúðu, og að lokum er tekið úr í seinasta svarta hálfrúðubekknum, þannig að 3' 1. séu í hv. rúðu. Saumið veskið saman á hliðunum á sama hátt og húfan var saumuð, fóðr- ið það síðan og festið við lás- inn. BURTRÆKUR OR BÆNUM Framliald af bls. 27. koma við vestur í Nausti, og ung stúlka getur ómögulega far- ið þangað inn á stretchbuxum um hábjartan daginn. Það var laust stæði þar fyrir utan, og ein króna sett í mælinn á meðan stúlkan skrapp inn. Hún kom svo út aftur eftir stutta stund, klædd nýjum og falleg- um sumarkjól og skinnjakka utanyfir, og herrann lyfti henni upp í söðulinn. Svo var haldið áfram austur Hafnarstrætið og beygt suður Pósthússtræti, því nú fannst herr- anum hann ekki vera nógu vel klæddur, og krafðist þess að fara KVENSKÚR t* , aa , eimgongu KVENSKÚR inn til P & Ó til að fá sér þokka- elg föt og hvíta skyrtu. Þau voru stödd á gatnamótun- um rétt fyrir framan Pósthúsið og biðu eftir grænu Ijósi, þegar eyrnaskerandi sírennuvæl barst tli þeirra, og lögregluþjónn í svörtum leðurjakka með hvítan hjálm á höfði kom þeysandi á móti þeim, snarbremsaði á miðri götunni við gatnamótin, þaut af baki og skildi hjólið þarna eftir, en gekk til reiðmannsins og sagði við hann alvarlegur í bragði: — „Viltu gjöra svo vel að koma með mér inn á lögreglustöð!" „Hvað er nú að?“ spurði reið- maðurinn undrandi. „Viltu bara koma með mér inn á stöð, — við skulum ræða mál- ið þar.“ Bæði var það, að ekki var hægt um vik að snúa hestunum við þarna í umferðarklemmu, sem skapaðist við þetta tiltæki lög- reglunnar, og svo hitt, að það hefði verið dálítið nýstárleg sjón, að sjá lögregluþjón teyma hest- ana eftir götunni, svo reiðmaður- inn sagði: „Þú verður þá að teyma hest- ana.“ „Það skal ég gera,“ svaraði sá einkennisklæddi, og tók í taum- ana hjá honum og sneri hestinum við. „Væri ekki sæmilegra að teyma heldur undir dömunni?" leyfði reiðmaðurinn sér að segja, því hún sat í söðli og var aðeins á eftir. „Jú, það er það nú kannske,“ svaraði hinn, og gekk í áttina til hennar, en tók þá allt í einu eftir öllum þeim skara fólks, sem safnazt hafði í kringum þau, og ljósmyndurum VIKUNNAR, sem kepptust við að taka myndir. Hann hætti því við að taka í tauminn hjá henni, en gekk á undan þeim í áttina að portinu á bak við lögreglustöðina. Smátt og smátt áttaði hann sig á því, að þetta var ekki eins alvarlegt mál og hann hafði í fyrstu haldið, og brosti æ meir og meir, því nær sem dró að portinu. Og þar inni steig ferðafólkið af baki og beið átekta. Lögregluþjónar komu hver á eftir öðrum út á törppurnar og horfðu hugfangnir á hestana og fólkið, en drógu sig jafnharðan inn aftur, því nú var þetta ekki lengur í þeirra verkahring, — nema varðstjórinn, sem áður var minnzt á. Hann gægðist fyrst út um gættina og var þungur á svip. Þegar hann sá að við vorum að taka myndir af honum, færðist hann allur í aukana, og svipur- inn sýndi ljóslega að honum var VIKAN 40. tbl. —

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.