Vikan


Vikan - 20.01.1966, Blaðsíða 10

Vikan - 20.01.1966, Blaðsíða 10
ERLINGUR DAVÍÐSSON AKUREYRI 27. NÓVEMBER 1965 Kæri frændi! Ég skammast mín fyrir að hafa ekki skrifað þér fyrir löngu. En ef þú bara vissir hve mikla óbeit ég hef stundum á bleki og pennal Þetta læt- ur nú kannski ósennilega í eyrum af því ég er sískrifandi — en þar er nú einmitt skýringin. Það er nú einu sinni í verkahring blaðamanna að skrifa, hvort sem maður er upplagður eða ekki og hvort sem maður er með galtóman kollinn, en það er nú æði oft. Ofan á þetta bætist svo það, að yfir mann dynja sunnanblöðin næstum hvern dag er drottinn gefur, allt upp í 20 — 30 síður hvert að stærð. Þétta mikla lesmál leggst á mann eins og farg og undir því fargi á ég að skrifa lítið norðlenskt blað, og gera það svo úr garði, að einhver vilji líta í það. Blöðin eru alltaf að stækka og þykja þá vera betri. Mig langar meira til þess, ef ég hefði ögn rýmri hendur, að fá mann eða menn til að skrifa blaðið nið- ur, þ.e.e gera það hráefni, sem fyrir liggur hverju sinni, að góðu lestrar- efni með styttingu og umskrifun. En þú hefur nú líklega ekkert gaman að þessu eða áhuga á blöðum á þessum hjara veraldar, nema til að fá fréttir að heiman. Mér finnst þú ekki sanngjarn í dómum þínum um okkar kæra höfuð- stað við Eyjafjörð. Kannski þykir þér ekkert vænt um hann lengur, þótt ég eigi bágt með að trúa því. Mér finnst nú það sem skaparinn á í hon- um, sem er nú töluvert, ekkert til að skammast sín fyrir. Um mannaverk- in getum við svo deilt. I heild finnst mér bærinn vinalegur. Þú verður a.m.k. að viðurkenna fjöllin og heiðarnar, fjörðinn sjálfan og Pollinn, og svo „bændabýlin þekktu" að austan og vestan; þar sem túnin liggja saman á löngum köflum og stækka með ári hverju. Þér finnst Akureyri lágkúrulegur bær, og þar erum við bara ekki sammála. Ekki væri hann fegurri þótt hér væru komnir skýjakljúfar úr stáli og steini. Okkur kom heldur ekki saman um það, hvort Sigga Jóna væri falleg eða ekki falleg og þar er enginn hæstiréttur til. Þú ættir að sjá hana núna. Hún hefur vaxið eins og bærinn í allar áttir, einkum þó á þverveginn. Það var svo sem óþarfi, hennar vegna, að endasendast vestur til Ameríku. Ég þakka þér kærlega fyrir lýsingar þínar á landi og gróðri, sem ég las mér til ósegjanlegrar gleði. En ég kann ekki að meta þessar enda- lausu sléttur, þótt aldrei nema þær gefi korn og kjöt. Hugsaðu bér bara allar þær milljónir manna, sem lifa og hrærast allt sitt líf á þessari voða- legu, sem þú kallar dásamlegu, sléttu, án þess nokkru sinni að sjá ær- legan foss, eða hrikalegt haugabrim, eldfjöll, hveri og svo tært loft að sér yfir hálft íslands. Þú ert lánssamur að eiga þó þessar, myndir í huga þér, en guð hjálpi öllum hinum. Nú held ég að senn Ifði að nýju landnámi á fslandi. Gróðurhringur- inn upp frá sjónum, allt í kring, er mesta auðlegð þjóðarinnar og það fara menn bráðum að sjá betur. Þennan hring er hægt að breikka til stórra muna og gera landið okkar betra. Nú eru bændur og sjómenn á fslandi álíka fjölmennir, um sex þús. ( hvorum hópi og framleiða og veiða öll ósköp af verðmætum. En þeir eru langtum fleiri, sem tilheyra JQ VIKAN 3. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.