Vikan


Vikan - 20.01.1966, Blaðsíða 50

Vikan - 20.01.1966, Blaðsíða 50
 APPELSÍN SÍTRÓN L I M E Svalandi - ómissandi á hverju heimili *SttKj?e$k hann. „Við erum með lítinn björgunarbát á flekanum. Við förum öll i hann, og reynum að ná til ósa Amazon fljótsins í skjóli myrkursins.“ Hin féllust strax á þetta, og báturinn var nú útbúinn í skyndi. Odette, Antonio og Erw- in voru þegar kominn út í bát- inn og næstur fór Legouvé. Reið þá að alda, svo að kaðallinn frá bátnum rann langt út. Dreyfus togaði í af öllum kröftum, en í sama bili kvað við annað skot ok kúlan gáraði sjóinn rétt við flekann. Þá slitnaði kaðallinn. Kúlan Iiafði snert hann. Dreyfus kallaði í bátsverja, en árangurslaust — ekkert svar. Stormurinn og öldugangurinn báru rödd hans ofurliði. Hann bugsaði ráð sitt. Nú var ekki um annað að gera cn bíða næsta dags og taka því, sem að liöndum bæri. Nóttin var lengi að líða, en loks rofaði af degi, og Dreyfus sá varðbátinn langt i burtu en björgunarbátinn bvergi. Þrem bátum var róið frá varðbátnum til flekans og voru 10 hermenn i hverjum jieirra, alvopnaðir og tilbúnir að skjóta ef þörf gerð- ist. f einum bátnum var hár mað- ur, hvítur fyrir bærum og virðu- legur að sjá. Það var Griffin landsstjóri. Þegar bátarnir komu í nánd við flekann, var kallað hárri röddu: „Gefizt npp! Ef þið sýnið minnsta mótþróa, verðið þið skotin.“ „Við gefumst upp,“ kallaði Dreyfus á móti. „Þið eruð aðeins tveir,“ kall- aði Griffin „bvar eru hin?“ „Þér getið leitað þeirra á sjávarbotninum, herra lands- stjóri,“ svaraði Dreyfus. „Þau kusu frekar dauðann en falla i hendur yðar.“ Landsstjórinn benti sex her- mönnum að taka þá Dreyfus og Mirovitch og koma þeifn út í bátinn. Svo var róið að snekkj- unni, en hermenn úr hinum bátnum fóru upp á flekann til að athuga skýlið. Átta þeirra voru komnir upp á flekann og tvcir þeirra komnir inn í skýl- ið, þegar hár livellur hvað skyndilega við og flekinn huld- ist af púðurreyk. Þegar reykur- inn minnkaði, sást aðeins ann- ar báturinn eftir, en flekinn og liinn báturinn voru horfnir, en lík og sundurtættir trjábútar flutu á sjónum. Ilvað hafði skeð? Holdsveiki maðurinn hafði verið inni i skýlinu og kveikti þar i púðrinu til að stytta kvalir sínar, og tók um leið með sér eins marga óvini sína og hann gat. Dreyfus og félagi lians voru settir i fjötra og færðir niður í neðsta lestarrúm gufubátsins, en honum síðan snúið aftur til Djöflaeyjar. * Ýmsir réttlr Túnfiskur. 1 dós túníiskur, 2 — 3 laukar, 1 pakki frystar, grænar baunir, 1 — 2 súpu- ter.ingar (fiskisúputeningar, ef þeir fást, annars mjög ljósa teninga), smjör, ca. 1 1. vatn, kartöflumósduft, timian, carry, 2 matsk. þykkur rjómi. Flysjið og skerið laukinn í þunnar sneiðar og brúnið hann lauslega í smjör- inu. Hellið vatninu, sem súputeningunum hefur verið blandað í saman við og látið suðuna koma upp. Jafnið hana með kartöflumósdufti úr pakka, þar til hún er hæfilega þykk. Setjið túnfiskstykkin og grænu baunirnar í og kryddið með timian og svolitlu karrý. Rjóminn settur í síðast. Eplalummur. Búið til venjulegt lummudeig, eða þykkt pönnukökudeig og látið það standa meðan kjarnarnir eru teknir úr nokkrum eplum, og þau flysjuð og skorin f þunnar sneiðar. Brúnið feiti á pönnunni, setjið litlar lummur á og ofan á hverja eina eplasneið, og síðan deig ofan á hana. Steikt á hinni hliðinni og kanill og sykur borið með. Forréttur úr fylltum tómötum. 6 stórir og ekki of linir tómatar, V2 bolli soðinn fiskur (mjög góð ýsa eða lúða), 2 harðsoðin egg, 1 desertskeið smásaxaðir tómatar, 2 — 3 matsk. majones (kryddað eftir smekk), 6 svartar olívur (ef ekki fást svartar í dós, má hafa þær grænu), persilja til að hafa utan með. Skerið lok ofan af hverjum tómat og takið innihaldið úr að mestu. Myljið fiskinn smátt og blandið honum saman við annað eggið, en það er saxað smátt. Hitt eggið er tekið frá og skorið í sex báta. Saxið laukinn mjög smátt og bæt- ið honum í ásamt majones og því kryddi, sem óskað er eftir. Setjið fyllinguna, sem ekki má vera of lin, í tómatana og skreytið með harðsoðna egginu og ólívunum. Persilju raðað utan með og látið standa á vel köldum stað, áður en það er borið fram. Pylsur í hrísgrjónasalati. Sjóðið 4 dl. hrísgrjón (fyrir 4 manneskjur) í nægu saltvatni i 18 min. Látið renna kalt vatn á hrísgrjónin í sigti og látið renna vel af þeim aftur. Hrærið majones og rjóma saman við köld hrísgrjónin og blandið grænum eða rauðum piparhulstrum í (skornum í lengjur) og kryddið með papriku. Setjið á fat og leggið bita af pylsum ofan á (e.t.v. lauslega steiktum, eftir að þær eru soðnar) og berið sinnep og tómatsósu með. Baconbuff. Búið til þykkt kjötfars úr nautakjöti og gerið úr flatar bollur. Vefjið bacon- sneið utan um hverja bollu og festið með trépinna. Leggið sneið af tómat ú hverja sneið og stráið hvítlauksdufti eða öðru kryddi á (t.d. nýmöluðum pipar). Þekið með þykkum ostsneiðum og setjið buffin á málmpappír, og steikið í ofni, við grill eða á venjulegan hátt, í ca. 25 min. við 275 gr. hita. Líka má steikja buffin á pönnu, en þá er betra að smásaxa baconið, steikja fyrst á annarri hliðinni og leggja síðan tómatsneiðina og ostinn ofan á og láta það steikjast hægt eftir það, svo að osturinn bráðni vel. Perur í aprikósusósu. 1 stór dós niðursoðnar perur (eða nýjar perur soðnar hálfar), lí dós apri- kósur, 1 (2 matsk. ristaðar möndlusneiðar. Hellið perusoðinu af perunum og setjið þær i skál. Merjið apríkósurnar gegn- um sigti og hellið þeim og leginum af þeim yfir perurnar. Flysjið og skerið möndlurnar i þunnar sneiðar og bakið þær á smjörpappír í meðalheitum ofni þar til þær éru Ijósbrúnar. Stráið þeim yfir skálina. Síld í rjómasósu. Hrærið 2 tesk. franskt sinnep með */a dl. rjóma. Sjóðið saman 1 dl. edik, 2 matsk. sykur, timian, 2 lárviðarlauf, 5 piparkorn, i/4 tesk. salt, en þessi lögur er síðan kældur og sinnepsblandan hrærð í hann. í þetta er bætt 2 matsk. kapers og 100 gr. þeyttum rjóma, sem er blandaö varlega saman við. Þessu er skipt jafnt á kryddsíldarflök, sem skorin eru í stykki, en samt látin liggja eins og heil flök. Skreytt með smásöxuðu rauðu piparhulstri og saxaðri púrru. 5Q VIKAN 3. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.