Vikan


Vikan - 20.01.1966, Blaðsíða 39

Vikan - 20.01.1966, Blaðsíða 39
Bréf til Sveins frænda Framhald af bls. 13. Ef þú gengur með þær grillur í kollinum, að tíminn standi alls stað- ar kyrr, nema í Ameríkunni, þá er það misskilningur. Hér flýgur tíminn áfram af þvflíkum fiandagangi, að maður ætlar úr hálsliðnum af því einu að horfa upp á það. Hún er liðin sú tíð, þegar lífið gekk hér sinn vanagang, eins og það var kallað. Við munum báðir þá daga þegar menn tóku mið af náttúru- öflunum í gerðum sínum; gengu berserksgang, ef áleiðingar dró með fiöllum á þurrkdegi en fóru sér hægt, þegar ekkert lá á. Þessir dagar eru allir. Nú eru menn á harða hlaupum í kapp við klukkuna, en skipta sér ekkert af náttúruöflunum! Klukkan er orðin að harðstjóra í lífi barnsfæðingar hér í hreppnum síðan síldarævintýrið hófst. í haust var t.d. svo mikið að gera að við borð lá, að ekki yrði haldin hér hrútasýning sökum annríkis. Þó vildi svo blessunarlega til, að sæmi- Jega hægur dagur kom, þó ekki fyrr en löngu eftir veturnætur. Var þá rokið til, helztu hrútar sveitarinnar tíndir saman og haldin sýning. Ég var svo óheppinn, að þurfa að vera að heiman einmitt þennan sama dag og gat þessvegna ekki verið þarna viðstaddur. Hef ég ekki beðið þess bætur enn, því hrútasýning er ásamt með þorrablóti, helzta skemmtun, sem hér verður haldin. Hrútasýning er nefnilega meira en sýning á hrútum. Hún er auk þess bæði fílósófisk og menntandi samkoma og skáldaþing. A hrútasýningu leysist úr læðingi sjálfkrafa og óþvingað allt það skemmtilegasta, sem bændur hafa hugsað, en þagað yfir, síðan á næstu sýningu á undan. 225 NYTTJ Diplomat vindill: Glæsilegur mjór vind- ill, sem i einu hefur fínan tóbaksilm og þægilega mildi. Lengd: 130 mm. Danish Whiffs smávindill: Sérstaklega mildur, mjór smávindill, sem er reyktur og virtur víða um lönd. Lengd: 95 mm. SKANDINAVISK TOBAKSKOMPAGNI Leverandor til Det kongelige danske Hof manna, hver klukkutími einskonar gashyrndur fjandi á hælum þeirra. Hvað veldur? kannt þú að spyrja. Hvað veldur því, að hraðinn hefur haldið innreið sína hér í byggðarlagið? Því er fljótsvarað. Slldin er lögst að Austfjörðum. Síld. Þetta er töfraorð. Það er skráð gullnu letri fyrir hugskotssjónum manna, hvenær sem þeir loka augun- um. Menn sofna út frá síldarfréttum á kvöldin, dreymir síld á nóttunni og muldra I svefnrofunum á morgnana: „Skyldu þeir hafa verið að drepa hana í nótt". Bakkagerðisþorp er orðin ein allsherjar síldarstassjón, með bræðslu og tveim söltunarstöðvum. Hver skyldi hafa trúað þvílíku og öðru eins, þegar við vorum að al- ast upp hérna á kreppuárunum? Þeir eru enn að bræða, þegar ég skrifa þessar línur og komin aðventa. Það er ekki nóg með, að þorpsbúar séu allir komnir ( síldina, heldur og bændurnir líka. Þeir mega naumast vera að því að tutla niður úr beljunum. Svona er þetta einnig alls staðar hér I kring. Bændur uppi á Héraði hafa ekki orðið nokkurn tíma til að búa fyrir jarmandi sfldar- kóngum niður um alla firði, sem ganga á eftir þeim með grasið I skón- um að fá þá í vinnu, eins og þeir væru að biðja sér kóngsdóttur. Aldrei í manna minnum hefur verið jafnmikil atvinnu á Borgarfirði og þetta ár. Menn vinna bæði dag og nótt, enda hefur svo til tekið fyrir Það eru engin takmörk fyrir því hvað menn, sem maður heldur sig gjörþekkja, geta komið manni skemmtilega á óvart á hrútasýningu og það alveg blá-edrú. Væri ég nógu mikill maður til þess, hikaði ég ekki við að orða frægar Ijóðlínur eins þjóðskáldsins upp á nýtt og hafa þær svona: — Maðurinn einn er ei nema hálfur, með ágætan hrút er hann meiri en hann sjálfur. — Ég ætla að vona, að þau ósköp dynji aldrei yfir Borgarfjörð, að hér verði svo mikil atvinna, að ekki verði tími til að halda hrútasýningu ann- að hvert ár, eins og vera ber. En takist svo hörmulega til, skal ég verða fyrsti maður til að axla mín skinn og flytja í einhvern þann stað þar sem menn mega vera að því að njóta jafn ágætrar skemmtunar og hrútasýning er. Af framansögðu gætir þú haldið að hér hefði ríkt mesta ágætis tíðar- far að undanförnu. En það er nú eitthvað annað. Tlðarfarið hefur verið hábölvað með endemum síðustu misserin. Vet- urinn síðasti var bæði langur og kaldur. Fjörðinn fyllti tvisvar af hafís. Vorið var kalt og gróðurlaust og sumarið gleymdi að koma. Það var fyrst í haust, að við fengum einn góðan mánuð. Nú er vetur lagstur að á nýjan leik með stórhríðum, frosti og fannfergi. Líklega verða allir hér um slóðir orðnir ruglaðir áður en góð tíð kem- . vikan 3. tbi. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.