Vikan - 20.01.1966, Blaðsíða 48
Þrír vargar sóttu a8 Dreyfusi, en hann varðist af miklum
fimleik með rýtingnum. Þeir hættu þó ekki árásinni, þótt
Dreyfus særði þá hvað eftir annað, og loks sló einn gamm-
urinn hnífinn úr hendi hans, en í sama bili greip Dreyfus
um háisinn á honum og þeytti honum í sjóinn.
FLÓTTI
FRÁ
DJÖFLAEY
Sönn frásögn
Það er ekki ýkjalangt síðan
að um 60 fangar voru fluttir
hlekkjaðir á höndum og fótum
til Parísarborgar og komið þar
fyrir i öruggu fangelsi, sem átti
að verða þar lieimili til ævi-
loka. Þetta voru síðustu fangarn-
ir, sem höfðu verið í haldi á
frönsku sakamannanýlendunni á
Frönsku Guyana, sem almennt
er nefnd Djöflaey. Með þessum
fangaflutningi var loks lokið
einum skuggalegasta kaflanum
í sögu franskrar réttvisi.
Frakkar hófu að flytja fanga
til þessa staðar, einhverntima á
miðri 18. öld, og fljótt fóru þeir
sjálfir að kalla þennan stað „Hcl-
vítið handan liafsins“. Þar hafa
þeir alls komið fyrir um 70 þús-
und vesölum afbrotamönnum,
en af öllum þeim fjölda hafa að-
eins um 2000 átt afturkvæmt til
,,menningarinnar“, niðurbrotn-
ir á sál og líkama.
Þessi nýlenda franska ríkis-
ins er að nokkru leyti staðsett
á meginlandi Suður-Ameríku, og
að nokkru á fjölda smáeyja fyrir
ströndinni, en af þeim er Djöfla-
eyjan illræmdust og þekktust,
og því er oft að allt nýlendu-
svæðið er nefnt eftir henni.
Einn furðulegasti þátturinn i
sögu þessa staðar hófst þegar
barón Millius kom fram með þá
tillögu árið 1823, að gera Guy-
ana að betrunarþjóðfélagi saka-
manna.
Fjöldi vændiskvenna var þá
tekinn höndum í Frakklandi og
fluttar nauðugar þangað og gift-
ar afbrotamönnum nýlendunnar.
Hugmynd hins góðhjartaða har-
óns var sú, að þessu fólki gæfist
þannig tækifæri til að byrja
nýtt lif og betra, og hann áleit að
erfið lifsbaráttan mundi þroska
það svo að það yrði að nýtum
borgurum.
En það fór á aðra leið, þvi
það urðu aðeins sárafáir, sem
náðu þessu marki áður en þeir
luku ömurlegri ævi sinni.
Eftir þessa misheppnuðu til-
raun vöknuðu frönsk yfirvöld
loks til meðvitundar um það,
að flutningur afbrotamanna til
staðarins væri ekki samboðinn
siðuðu þjóðfélagi, og fóru að
flytja þá til Nýju Kaledoniu,
þar sem loftslag og aðrar að-
stæður eru mun mildari og betri,
—- en þar þótti föngunum líða
skammarlega vel — svo að 1883
var enn á ný farið að flytja af-
brotamenn til Guyana.
VIKAN birti í fyrra greina-
flokk um Dreyfusmálið svo-
nefnda, og þykir þvi ekki ástæða
til að rekja það hér. Þó má
minna á að Dreyfus var dæmd-
ur saklaus fyrir njósnir árið 1895
og fluttur til Djöflaeyjar, þar sem
hann var í haldi í fjögur og hálft
ár. í frásögn VIKUNNAR var
ekki lýst þeirri einu flóttatil-
raun, sem hann gerði á þessum
tíma, og því þykir hlýða að
birta hana hér.
Dreyfus hafði haft undirbún-
ing að þessum flótta ásamt
nokkrum meðföngum, en þar á
meðal var ein stúlka, Odetta að
nafni. Fangarnir höfðu safnað
lengi saman rekavið allskonar,
sem var nóg af við ströndina,
og voru búnir að smíða fleka,
bundinn saman með viðartág-
um. Flekinn mátti teljast furðu-
stór miðað við allar aðstæður
og þá leynd, sem varð að hafa á
framkvæmdum, og á honum var
meir að segja eins konar káeta
eða skýli, þar sem þeir hugðust
hafa einn félaga sinn, en hann
var veikur og illa haldinn.
Odetta hafði séð þeim fyrir
vistum til þriggja vikna, en hún
átti greiðan aðgang að forða-
búri staðarins, þvi þar vann
hún við eldhússtörf. Flekanum.
var svo lagt við stjóra innst inni
á lítilli vík, þar sem bergið slútti
fram yfir og skýldi honum. Þar
var hann öruggur fyrir augum
fangavarðanna.
Það var mjög vont veður, nótt-
ina sem fangarnir hittust í lielli
einum þar skammt frá, til að
framkvæma flóttann. „Við meg-
um þakka fyrir þetta óveður,“
sagði Dreyfus, „því þá er meiri
von til að flóttinn takist og eng-
inn verði var við okkur. Von-
andi skánar það samt með
morgninum, þvi flekinn tollir
varla lengi saman i þessum sjó-
gang. Þá verðum við komin það
langt burt frá eynni að við get-
um talizt örugg. Nú er síðasta
tækifæri til að hætta við flótt-
ann, ef einhver ykkar er smeik-
ur við veðrið, þá skuluð þig
segja til strax. Ég er ákveðinn
að leggja út í óvissuna á flekan-
um og þeir, sem með mér fara
verða að hafa fastan ásetning
að gefast ekki upp fyrr en yfir
lýkur. Vill eitthvert ykkar verða
eftir?“
„Nei, ekki ég,“ svöruðu allir
einum rómi og liorfðu festu-
lega á Dreyfus, sem leit á þau
hvert af öðru eins og til að sann-
færa sjálfan sig um að þar væri
engan hilbug að finna.
„Jæja, ])á skulum við halda
af stað,“ sagði hann og gekk
út úr hellinum niður að strönd-
inni þar sem flelcinn beið þeirra.
Hánn skoppaði til og frá á ólg-
andi hafinu, og það var rétt
naumlega að þau komust öll upp
á flekann í kolsvörtu myrkrinu
og veðurofsanum.
Erwin settist við stýrið, en
Dreyfus, Antonio og Legouvé
bundu ábreiðurnar, sem þeir
höfðu stolið úr fangaklefunum,
við siglutréð. Odetta lagaði lil í
skýlinu, þar sem veiki fanginn
átti að vera.
Það leið um hálf klukkustund
áður en þau höfðu komið öllu
í lag á flekanum. Einkennilegur
ævintýrablær hvíldi yfir þessu
ótrausta farartælci, með nokkr-
um tötralegum, grindhoruðum
mönnum og einni fjörlegri og
liugrakkri stúlku, sem ætluðu að
leggja út í myrkrið og óvissuna
á þessu flekaræksni.
„Eru allir tilbúnir?“ spurði
Erwin lolcs.
„Já, okkur er eklcert að van-
búnaði, kunningi," svaraði
Dreyfus, við skulum höggva á
kaðalinn og koma okkur af stað.“
Odetta rétti honuin öxina, sem
hann tvíhenti og reiddi til liöggs.
Þá gall við snöggt hróp frá
ströndinni, svo allir lirukku í
kút.
„Það verður ekkert úr flótta
hjá ykkur, bölvaðir hundingjarn-
ir,“ var hrópað „komið ykkur á
land á augabragði, eða ég skýt
ykkur eins og rottur!“
Þau sáu óljóst að maður kom
hlaupandi eftir fjörunni og hélt
á stórri skammbyssu, sem hann
miðaði í áttina til þeirra. Þar
var kominn Murillo fangavörð-
ur, alræmdur þorpari og hrotti.
Hann nálgaðist flekann liröðum
skrefum, og var að teygja sig til
hans, þegar dökk vera kom i
liendingskasti niður ldöppina,
stökk aftan að Murillo, þreif
hann heljartökum og dró hann
upp á land. Hann náði af lionum
byssunni eftir stutta viðureign
og henti henni langt út á sjó.