Vikan


Vikan - 20.01.1966, Blaðsíða 15

Vikan - 20.01.1966, Blaðsíða 15
Breyttu eldhúsinu í upptökusal Það hlýtur að hafa verið líf í tusk- unum á heimili 0‘Brien fjöl- skyldunnar í Hampstead, Englandi, fyr- ir nokkrum árum. Börnin voru aðeins tvö, Tom og María, en þau voru alltaf að finna upp á einhverju. Þegar Tom, sem er eldri, var 10 ára, datt systkinunum í hug að spreyta sig á upptökum. Þau létu ekki þar við sitja heldur breyttu eldhúsinu í upp- tökusal — þótt móðir þeirra hafi að sjálfsögðu ekki litið slíkt tiltæki hýru auga! Tom lék á píanó og María sá um öll önnur hijóðfæri. Hún notaði allt sem hendi var næst fyrir „hljóð- færi“ — steikarapönnu, sem hún klór- aði með hárbursta eða skóbursta, pott- lok, sem hún slengdi saman, gamlar hringlur og tvær mjólkurflöskur, sem hún setti misjafnlega mikið vatn í, þannig að þær gáfu frá sér mismun- Framhald á bls. 34. Hin vinsæla brezka söngkona Dusty Spring- field, Bróðir hennar, Tom, er þekktur laga- smiður, hefur m.a. samið lög fyrir The Seekers, t.d. ,,1‘U never find another you“, „A world of our own“ og „The Carnival is over“. Hermann Söngvari og fyrirliði hinnar vinsælu brezku ungiingahljómsveitar Herman's Hermits lieitir Pctcr Noone. Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna hann kallar sig Hermann, úr þvf að hann á annað borð heit- ir Pétur. Það voru fél- agar hans í hljómsveit- inni, scm fundu upp á því að kalla hann Her- mann, þegar þeir kvöld citt höfðu horft á teikni- myndaþátt í sjónvarp- inu. Ein fígúran í þess- um þætti hét Sherman og líktist Pétri mjög í útiiti. Eftir þetta var Pétur ekki kallaðurann- að cn Ilcrmann. En hvers vegna s-inu fram- an af nafninu var sleppt, er öllum hulin ráðgátai Ilér situr Hcrmann — cða Pétur — við píanó- ið licima hjá sér. Hann cr sagður hafa gott vit á músik og eitthvað hef- ur hann lika lært í þeim cfnum, þvi að áður en hann fór að syngja með Thc Hcrmits (sem hétu þá raunar The Heart- bcats) stundaði hann nám við Manchcstcr School of Music. Lukkunnar pamfíll Hann er hár vexti og renglulegur, hárið sítt og hrokkið. Hann er jafn- an klæddur snjáðum vinnufötum, blá- leitum, peysu með rúllukraga. Á höfði ber hann gamla og velkta derhúfu, svarta. Þetta er geðugur, ungur pilt- ur, sem hefur til brunns að bera tals- verða hæfileika sem söngvari, ljóð- skáld, tónskáld og gítarleikari. Hann heitir Donovan og er 18 ára gamall. Donovan haslaði sér völl sem þjóð- lagasöngvari í Englandi fyrir örfáum mánuðum. l>að þótti aldeilis tíðindum sæta, þegar þjóðlagasöngvari var kom- inn ofarlega á vinsældarlista innan um allar bítlahljómsveitirnar. Fyrir þremur mánuðum sendi hann frá sér fyrstu hljómplötuna, lagið Catch the Wind, sem komst óðara í 15. sæti vin- sældalistans, — en að einni viku lið- inni var það komið í 3. sæti. Fyrir flesta er leiðin upp á stjörnu- liimininn þyrnum stráð. En Donovan var lukkunnar pamfíll. Það liðu ekki nema þrír mánuðir frá þvf hann söng fyrst á bjórstofum, þar til nafn hans var á allra vörum. Þegar hann kom fram í sjónvarpsþættinum „Ready, Steady, Go“! komst hann fyrir al- vöru í sviðsljósið. Ef til vill varð frægð hans svo skjót, sökum þess að hér var eitthvað nýtt á ferðinni. Ýms- ar spurningar vöknuðu hjá ungling- unum: Er þetta fyrirboði þess sem koma skal. Tekur músík í þjóðlaga- stíl við af bítlamúsikinni. Sumir sögðu líka að það væri eitthvert vit í þess- um unga manni. Ilann hefði eitthvað að segja fólki í söngvum sínum. Hann væri skáld. Líklegt má telja, að fáir skemmti- kraftar liafi í uppliafi frægðarferils síns fengið jafn mikla auglýsingu í músikblöðunum brezku og Donovan. Frá því hann kom fyrst fram í áður- nefndum sjónvarpsþætti hafa blöðin haft vakandi auga með honum. Grein- ar og myndir hafa birzt í hverri viku — og ekki hvað sízt bréf frá lesend- um. Hann hefur verið sakaður um að stæla hinn þekkta bandaríska þjóð- lagasöngvara Bob Dylan (sem m.a. hefur samið lagið Blowing in the wind), ekki aðeins hvað snertir söng- stíl. heldur og ljóðsmíð og klæðnað. Reiðir aðdáendur Donovans (því að auðvitað eiga þjóðlagp.söngvarar líka sitt p.ðdáendalið) bafa borið ásakan- irnar til baka í bréfum sínum til miisikblaðanna. Sjálfur segir Donovan: — Ég geri mér ekki far um að stæla Bob DyJan. Ég hef orðið fyrir áhrifum af söng hans á nákvæmlega sp.ma hátt og ég hef orðið fyrir áhrif- um af öðrum miklum þjóðlagasöngv- urum, Woody Guthrie og Pete Seeger, svo einhverjir séu nefndir. Hvað er athugavert við það? Donovan heitir fullu nafni Donovan Philins Leitch. Hann fæddist í Glas- gow 5. maí 1946 en býr nú í Putney. Aðeins 13 ára að aldri byrjaði hann að setja. saman ljóð og smásögur og ári síðar fór bann að semja lög. Hann hefur leikið á gítar og munnhörpu í tvö ár. Munnhörpuna hefur hann í járnumgjörð um hálsinn og getur þannie leikið undir á gítarinn, þegar hann blæs f munnhörpuna. Hann hætti í skóla 15 ára gamall og fékkst við margvísleg störf, þar til hann tók að syngja opinberlega, — hann bónaði bfla og grúf skurðl. Þegar hann hafði orðið sér úti um gftar og hafði sett samtn lög við nokkur af ljóðum sínum byrjaði hamt að syngja á krám og bjórstofum. Hann var á flækingi milli baðstrandanna á Suður-Englandi, þegar Peter Eden, fulltrúi frá Southern Musie, heyrði til hans og bað hann um að tryngja nokk- ur laga sinna inn á segulband M1 reynslu. Það gperði Donován með mestu ánægju, en viðstaddur var af tilviljun Bob Bickford frá vinsælasta sjónvarpsþætti unga fólksins, „Ready, steady, go“! — og upp frá þessu tók hamingjuhjólið að snúast. Hann hefur sent frá sér hljóm- plöturnar „Catch the Wind“ og „Colours“, svo og LP plötu með því óenskulega nafni „Things thats been did and things thats been hid“. Allar þessar hljómplötur hafa til skamms tíma fengizt í Hljóðfærahúsi Reykja- víkur en eftirspurn eftir þeim hefur verið slík, að því er Bragi verzlunar- stjóri segir okkur, að upplag hefur þrotið hvað eftir annað. Þetta sýnir, að íslenzkir unglingar kannast við Donovan og kunna að meta söng hans, þótt plötur hans hafi lítið sem ekkert verið leiknar í Ríkisútvarpinu. En hvað segir Donovan sjálfur um vinsældirnar, sem hann hefur hlotið á svo skömmum tíma? — Ég veit ekki, livort þær vinsæld- ir, sem plötur mínar og Dylans hafa notið, tákna í rauninni það, að áhugi sé að vakna fyrir músik af þessu tagi. Ég vona það, en samt hef ég það á tilfinningunni, að slíkt sé ógerlegt. Hann þarf ekki að óttast það. Þegar hann kom fyrst fram á sviði á hinum risastóra Wembley-leikvangi ætlaði allt um koll að keyra. Þetta voru útitónleikar, sem brezka músikblaðið New Musical Express efndi til og bljómsveitirnar sem komu fram voru ekki af verri endanum: þar voru Bítl- arnir, Rollingarnir og Kinks meðal annarra. Það var gólað og skrækt, klappað og stappað — þar til Donovan byrjaði að syngja. Þá féll allt f dúna- logn. Það var hlustað, en slíkt þykir heyra til undantekninga á svona sam- komum. Það er ekki laust við að þetta minni á hliðstæðan atburð, sem átti sér stað í Reykjavík fyrir nokkrum mánuðum. Þá v?.r hér á ferð hin á- gæta brezka hljómsveit The Searhc- ers og hélt nokkra tónleika í Reykja- vík og Keflavík. Á fyrri hluta tón- leikanna léku unglingahljómsveitir og þá ætlaði allt um koll að keyra vegna hávaða í hljómsveitunum og óhljóða í ungum áhorfendum. En svo birtust The Searchers á sviðinu og upphófu söng sinn og þá brá svo undarleg.1 við að allt féll í stafalogn. Þeir, sem höfðu staðið upp, settust aftur f skyndi og létu fara lítið fyrir sér í sætunum. Það var fáguð músik og framkoma listamannanna, sem hafði þessi áhrif. Jafnvel lögregluþjónarnir, sem höfðu raðað sér upp við leiksviðið til þess að vernda hljómsveitina gegn hugsan- legri ásókn hinna ungu áhorfenda, botnuðu ekki neitt í neinu. Þetta var músik, ekki hávaði. Það var hlustað meðan lögin voru leikin, en að loknu hverju lagi komu fagnaðarlætin 6- Framhald á bls. 34. VIKAN 3. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.