Vikan


Vikan - 15.09.1966, Side 7

Vikan - 15.09.1966, Side 7
Fyrsta fflokks frá FONIXs TLA KÆUSKÁPAR - FRYSTISKÁPAR - FRYSTIKISTUR KÆLING er aðferðin, þegar geyma á matvœll stuttan tíma. Þetta vita allir og enginn vill vcra án kæliskáps. FRYSTING, þ. e. djúpfrysting við a. m. k. 18 stiga frost, er auðveldasta og bezta aðferðin, þegar geyma á mat- væli langan tima. Æ fleiri gera sér ljós þæglndln við að eiga frysti: fjöibreyttari, ódýrari og betri mat, mögu- leikana á þvi að búa \ haginn með matargerð og bakstri fram i tímann, færri spor og skemmri tíma tii lnnkaupa — því áð „ég á það í frystinum“. Við bjóðum yður 5 stærðir ATLAS kæliskápa, 80— 180 cm háa. Allir, nema sá mlnnsti, hafa djúpfrysti- hólf, þrír með hinnl snjöllu „3ja þrepa froststillingu", sem gerir það mögulegt að halda miklu frosti f frystihólfinu, án þess að frjósi neöantil i skápnum; en einum er sklpt i tvo hluta, sem hvor hefur sjálf- stæða ytri hurð, kæll að ofan með sér kuldastillingu og alsjálfvirka þíðingu, en frysti að neðan með eigin froststlllingu. Ennfremur getið þér valið um 3 stærðir ATLAS frystlkista og 2 stæröir ATLAS frystiskápa Loks má nefna hina glæsilegu ATLAS viðar-kæliskápa i hcrbergi og stofur. Þér getið vaiið um viðartegundir og 2 stærðir, með eða án vínskáps. MuniS ATLAS einkennin: ☆ Glæsilegt og stdhreint, nýtízku útlit. ☆ Fullkomin nýting geynrislurýmisins með vand- aðri markvissri innréttingu. ☆ Innbyggingarmöguleikar með sérstökum Atl- asbúnaði. ☆ Sambyggingarmöguieikar (kæliskápur ofan á frystiskáp), þegar gólfrými er lítið. ☆ Færanleg hurð fyrir hægri eða vinstri opnun. ☆ Hljóð, létt og þétt segullæsing og möguleikar á fótopnun. ☆ 5 ára ábyrgð á kerfi og traust þjónusta. MAMMAN PIKKAR UPP. Kæri Póstur! Ég er hrifinn af stúlku og hún segist vera hrifin af mér, en þeg- ar ég hringi í hana lætur hún segja að hún sé ekki heima, svo ef ég flauta fyrir utan hjá henni, þá ansar hún ekki heldur, en svo sé ég hana á böllum drukkna og með öðrum piltum. Mamma henn- ar er voða almennileg vð. mig og ef hún sér mig á götu á kvöldin pikkar hún mig upp til þess að fara með mig til hennar. Þetta finnst mér henni ekki koma við, þetta er okkar samband. En hvað finnst þér ég eiga að gera þeg- ar ég er svona hrifinn af henni? Með fyrirfram þökk. Kær kveðja H.H. Við fáum ekki betur séð af bréf- inu, en stúlkan sé harla lítið hrif- in af þér, þrátt fyrir yfirlýsing- arnar. Ef svo ólíklega vildi nú til, að hún væri það samt, virð- ist hún vera þannig gerð, að taka þurfi hana föstum tökum og stjóma henni. Þú getur reynt að beita hana hörðu, fara heim til hennar þegar hún læzt ekki vera heima og spyrja hvern rauðgló- andi svona háttalag eigi að þýða og láta hana ekki komast upp með svona múður. Og ef hún heldur áfram að vera drukkin á böllum með öðrum piltum, skaltu heldur en ekki taka hana í karphúsið, snarast með hana heim og bíða þangað til rennur af henni og halda síðan yfir henni reiðilestur, endandi eitt- hvað á þessa leið: Ef þú ætlar að halda vinfengi við mig, skaltu haga þér skikkanlega en ekki láta eins og gála. Ég læt ekki fara með mig eins og tusku. — Og svo verðurðu að standa við það. Ef þú treystir þér ekki til að gera þetta, eða það hefur ekki tilætlaðan árangur, er ekki um annað að ræða en gefa súlk- una upp á bátinn, þrátt fyrir pikkið í mömmunni. MÖMMU ER ILLA VIÐ HANN. Kæra Vika! Ég ætla að biðja þig um að gefa mér ráð, við einu vanda- máli sem ég hef við að stríða. Þannig er mál með vexti, að ég er með strák, sem ég er mjög hrifin af, en mamma er svo mjög mikið á móti honum, því að hún veit að hann reikir og drekkur oft. Einu sinni var ég og hann heima hjá mér og við lágum upp í rúmi, þá kom mamma að okk- ur og þá spólaði hún alveg. Og eftir það segir hún alltaf, þegar hann hringir í mig, að ég sé ekki heima. Henni er orðið svo illa við hann. að hún lætur upp svaka merkissvip, þegar hann kemur til mín. Á ég að segja honum upp, eða halda þessu áfram. - Ég óska vinsamlegast eftir svari. P.S. Hvernig er skriftin? Tðunn. Þú lætur ekki aldurs þíns getið, svo okkur er erfiðara en ella að ráðleggja þér í þessu máli. En sértu komin til vits og ára. sem ólíklegt er þó eftir bréfinu að dæma, skaltu hafa það hugfast, að þú ert að velja ÞÉR eigin- mannsefni, EKKI móður þinni. Að vísu er ekkert við því að segja, að foreldrarnir leiðbeini í þeim málum, en þeir eiga ekki að hafa úrslitavald. Sé málið þannig vaxið, verður þú ein að gera það upp við þig, hvort þú vilt halda áfram eða hætta, hvort þú treystir þér til að eiga mann, sem „reykir og drekkur oft“. Hitt er svo annað mál, hvort það er tímabært fyrir ykkur að liggja uppi í rúmi saman. — En sértu ennþá innan 17 ára, eins og okk- ur grunar, væri ráðlegast fyrir þig að slaka nokkuð á kunning- skap við pilt og þreifa betur fyr- ir þér, áður en þú ákveður að halda þig að honum í trássi við mömmu þína. Skriftin er nokkuð góð. Þetta grunaði mig. Ekkert ljós, engin kattaraugu og tveir á sama hjóli. Um allt þetta fáið þér frekari upplýs- ingar, með þv[ að koma og skoða, skrifa eða útfylla úrklippuna, og mun- um við leggja okkur fram um góða af- greiðslu. — Sendum um allt land. FÖNIX SlMI 24420. SUÐURGATA 10. RVlK. Sendið undirrit. ATLAS myndalista og nákvæmar upplýsingar. m.a. um verð og greiðsluskilmála. Nafn:.......... ...........................'................................... Heimilisfang: ................................................................ VIKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.