Vikan - 15.09.1966, Page 10
Börn virðast hafa frá hendi
náttúrunnar hæfileika til mynd-
rænnar tjáningar, en upp úr 10
ára aldri, er barnið fer að beita
aukinni rökhyggju og skynsemi
að viðbættu því sem fullorðið
fólkið kennir barninu um per-
spektíf og þessháttar reglur, fer
þessi skemmtilegi hæfileiki oft-
ast forgörðum. Barnið er ekkert
að hugsa um það, hvort glugg-
arnir séu í réttum röðum á hús-
inu sem það teiknar, eða hvort
litla stúlkan, sem leikur sér að
brúðunum sínum framan við
bæinn, sé ef til vill stærri en
bærinn sjálfur. Það sem er aðal-
atriðið í augum barnsins verður
fyrirferðarmikið í myndinni án
tillits til þess, hversu stór eða
smár hluturinn er í raunveruleik-
anum.
Hin barnslega afstaða til við-
fangsefnisins, ljær því töfra, svo
jafnvel þrautþjálfaðir listamenn
eiga erfitt með að gera betur.
Þetta gæti bent til þess að hjart-
að og tilfinningarnar ættu að
ráða meira fyrir listamanninn en
ísköld skynsemi hans, rökhyggja
og lærdómur. Enda vill oft fara
svo, því miður, að myndlist, sem
sprottin er af stærðfræðilegri
hyggju og ísköldum útreikning-
um flatarmálsfræðinnar, verður
leiðinlegri og Ijótari en sjálf
erfðasyndin.
Flestir myndlistarmenn gætu
mikið lært af börnum og mynd-
rænni tjáningu þeirra. Það eru
að vísu ekki nein ný sannindi
og stundum hafa fullorðnir menn
meira að segja reynt að stæla
barnalega list en það verður
sjaldan meira en skopstæling ef
maðurinn hefur tapað hugarfar-
inu, sem að baki liggur. Hitt er
svo annað mál, að til eru menn
sem halda þessu hugarfari ef til
vill alla ævi, og kallaðir „naiv-
istar“, og er ísleifur okkar Kon-
ráðsson glöggt dæmi um þá
menn.
Það hefur færzt í vöxt að und-
anförnu að listamenn séu fengn-
ir til að skreyta skóla og er það
vissulega góðra gjalda vert. En
Stír veggskreyting á sýningunni í
Ásmundarsal. Sirkus með trúðum, fim-
leikafvlki cg áhorfendabekkjum þar sem
Bítlarnir eiga ineða.1 annars sín sæti.
c>
í Mýrarbúsaskóla. Börnin vinna að vegg-
skreytingu, Arthúr Ólafsson teiknikennari
stjórnar verk'nu.
O Mósaik-veggmynd á sýningunni í Ás-
mundarsal. Þarna er Örkin hans Nóa og
dýraríkið a!lt. Þessi börn voru við nám
í myndlist.arskólanum í Ásmundarsal við
Freyjugötu og unnu að myndunum, sem
á sýningunni voru.