Vikan


Vikan - 03.05.1967, Blaðsíða 7

Vikan - 03.05.1967, Blaðsíða 7
Fyrsta flokks frá FONIX: ATLÁS KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR - FRYSTIKiSTUR KÆLING er aðferðin, þegar geyma á matvæli atuttan tima. Þetta vita allir og enginn vill vera án kæliskáp*. FRYSTING. þ. e. djúpfrysting við a. m. k. 18 stiga frost, er auðveidasta og bczta aðfcrðin, þegar gcyma á mat- væli langan tíma. Æ fleirl gcra sér ljós þæglndin vlð að eiga frysti: fjólbrcyttari, ódýrari og betri mat, mögu- lcikana á því að búa 1 haginn með matargerð og bakstri fram i timann, færrl spor og skcminri tfmn til Innkaupa — þvi að „ég á það í frystinum". Við bjóðum yður 5 stærðir A'iI.AS kæliskápa, 80— 180 cm háa. Allir, nema sá minnstl, hafa djúpfrysti- hólf, þrir með hinnl snjöllu „3ja þrepa froststillingu“, sem gerir það mögulegt að halda miklu frosti í frystihólíinu, án þess að frjósi neðantil i skápnum; cn einum er slflpt í tvo hluta, sem hvor hcfur sjálf- stæða ytri liurð, kæii að ofan mcð sér kuldastilllngu og alsjálfvirka þfðillgu, en frystl að neðan með elgin froststillingu. i-Iimfremur gelið þér valið um 3 stærðir ATLAS frystikista og 2 sl.erðir ATLAS frystiskápa t.oks má ncfna hina glæsilegu ATLAS viðar-kællskápa 1 herbergi og stofur. I*ér getið valið um viðartegundlr og 2 stærðir, með eða án vinskáps. Munið ATLAS einkennin: * Glaesilegt og stílhreint, nýtízku útlit. ■s*r Fullkomin nýting geymslurýmisins með vand- aðri markvissri innréttingu. ☆ Innbyggingarmöguleikar með sérstökum Atl- asbúnaði. tV Sambyggingarmöguieikar (kæliskápur ofon á frystiskáp), þegar gólfrými er Iftið. ■ír Færanleg hurð fyrir hægri eða vinstri opnun. ☆ Hlióð, létt og þétt segullæsing og möguleikar á fótopnun * 5 ára ábyrgð á kerfi og traust þjónusta. KÖKUÁT OG KURTEISI. Kæri Póstur! Ég á frænku, sem er mjög al- mennileg við mig og á einu sviði svo mjög, að mér er sár ami að. Þegar ég heimsæki hana, verð ég að drekka kaffi og borða með slík fyrn af kökum, að ég er hálf magaveik á eftir. Hún stendur yfir mér eða situr og næstum skipar mér að borða. Ég hef reynt að standa upp og þakka fyrir, en þá bara eltir hún mig og nauðar: Elsku borðaðu meira, og svo framvegis. Þannig heldur hún áfram meðan ég stend við, svo að varla er hægt að tala í friði um nokkurt málefni, nema þá setjast aftur við kaffiborðið og eta sér til óhelgis. Ég er hreint ekki ein um þessa reynslu af blessaðri frúnni. Nú langar mig að spyrja, hvort háttalag hennar megi ekki frem- ur kallast dónaskapur en kurt- eisi. Hvaða reglur gilda um það, hvað fólk verður að þiggja kurt- eisinnar vegna, þegar komið er í hús? Er það dónaskapur að neita að þamba kaffi í tíma og ótima og ennfremur: Telst það til ókurt- eisi að neita kaffi en biðja þess í stað um mjólk? Með fyrirfram þökk fyrir góð og útúrsnúningalítil svör. Sigurfljóð. Það er hægt að ganga svo langt hvað kureisi viðvíkur, að útkom- an verði hreinn dónaskapur. Það er til dæmis argasti dónaskapur að veita mönnum vín svo hressi- lega, að þeir geti ekki staðið á fótunum, þegar þeir ætla að halda heimleiðis. Á sama hátt er það dónaskapur að troða alls kyns kökum og sætindum ofan í sak- laust fólk, þannig að það fái í magann. Það er jafnmikill dóna- skapur og að veita þeim alls ekki neitt! Frænka þín er ekkert eins- dæmi hvað þetta snertir. Yfir- leitt er sá Ijóður á ráði margra húsmæðra, sem að öðru leyti eiga allt gott skilið, að þær hafa alltof margar kökutegundir á boðstól- um, þegar gesti ber að garði, — og eru ekki ánægðar nema hver gestur bragði á hverri einustu tegund. Og þeim láist alveg að reikna með því, að margir eru þannig af guði gerðir, að þeim verður bumbult, ef þeir eta mikið af dísætum rjómakökum og fín- iríi. Þeir vildu miklu heldur fá rúgbrauð með kæfu. Það er eng- inn dónaskapur að neita að drekka tuttugu bolla af lútsterku kaffi í einni striklotu, og það er heldur engin ókurteisi að neita kaffi, en biðja um mjólk í stað- inn, ef mönnum þykir hún betri. Þegar þú heimsækir liana frænku þína næst, skaltu drekka eins mikið kaffi og borða eins mikið af kökum og þú hefur lyst á, en alls ekki meira. Ef það dugar ekki, neyðistu til að segjast vera komin í megrunarkúr og borðir ekkert nema þetta nýmóðins megrunarkex! DÝRLINGURINN. Kæri Póstur! Við erum hér tvær, sem höfum mjög mikinn áhuga á Dýrlingn- um. Okkur langar lil að spyrja þig, hvort það sé mynd af hon- um, sem er utan á 15. tölublaði Vikunnar. Vonumst eftir svari. Tvær áhugasamar. E.S. Vertu svo vinsamlegur að birta bréfið. Hvernig er skriftin. Nei, það voru ábúðarmiklir og alvörugefnir skólakrakkar í próflestri utan á tölublaði nr. 15 og þeir liafa víst áreiðanlega ekki verið að hugsa um Dýrlinginn. Hins vegar var lítil mynd af Dýr- lingnum utan á 16. tölublaði, og nafnið hans stóð meira að segja undir myndinni með stórum stöf- um. Ef ykkur vantar stærri mynd af honum til þess að hengja fyrir ofan koddann, þá væri reynandi að skrifa okkur aftur og biðja urn hana. Skriftin er hreinleg. Um allt þetta fáið þér frekari upplýs- ingar, með þvl að koma og skoða, skrifa eða útfylla úrklippuna, og mun- um við leggja okkur fram um góða af- greiðslu. — Sendum um allt land. FÖNIX SÍMI 24420. SUÐURGATA 10. RVlK. Sendið undirrit. ATLAS myndalista og nákvæmar upplýsingar. m.a. um verð og greiðsluskilmála. tslafn: ............................................................................ Heimilisfang: ................................................... i8. tw. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.