Vikan


Vikan - 03.05.1967, Blaðsíða 23

Vikan - 03.05.1967, Blaðsíða 23
þessi tilmæli til greina hefði þýtt beina rangfærslu, enda var þeim snarlega vísað á bug. Fimm mánuðum síðar las ég um- sögn eftir ritstjóra Der Stern í JHam- borg, -en því blaði hafði Look selt réttinn til að birta bókina í grein- arformi á þýzku. Ritstjóranum fannst sú áherzla, sem frú Kennedy lagði á að fá vissum breytingum framgengt, ,,hjartnæm og skiljan- lega kvenleg", en hann leit svo á að hann gæti ekki tekið þær til greina sökum þess að þær hefðu verið „tengdar breytingartillögum Kennedys senators". Nákvæmlega sama vandamál átti ég við að stríða. Frú Kennedy hafði ekki enn séð handritið, en um mitt haust voru hinir og þessir, sem umgeng- ust hana, farnir að leggja fram úr- fellingartillögur, sem voru tiltölu- lega skynsamlegar miðað við þær, sem frá Pam höfðu komið. En þær voru engu að síður tengdar hinu stjórnmálalega efni. Ég var beðinn að strika sex þúsund fjögur hundr- uð sjötíu og tvö orð út úr greinun- um, sem Look voru ætlaðar. Þegar frú Kennedy sjálf hafði lesið hand- ritið, bað hún mig einungis að strika út um eitt þúsund og sex hundruð orð. Þrjár af hverjum fjór- um úrfellingartillögum, sem bornar voru fram fyrir hennar hönd, snertu hana ekki. Þar var um að ræða tilraunir til að dylja mikilvægar staðreyndir. Þetta voru ónæðissamir dagar í köstulum valdsins. Orðrómur um þrætuna hafði borizt til blaðanna, og þótt allar staðreyndir vantaði til stuðnings, komust nú á loft allskon- ar sögusagnir um efni bókarinn- ar. Innihald flestra þeirra var róg- ur um Johnson forseta. Samkvæmt einni kjaftasögunni hafði hann gert fjölskyldubiblíu Kennedys upp- tæka, og í annarri var því haldið fram að hann hefði skellihlegið við líkkistu hins vegna forseta. Svo fáránlegar sem lygar þessar voru, vantaði ekki að sumir væru nógu einfaldir til að taka þær trúanleg- ar. í Flvíta húsinu voru menn um hríð á báðum áttum og hugleiddu gagnsókn, en ákváðu svo að stein- þegja um málið, og var það vit- urlega ráðið. Kennedy-hirðin var öllu athafna- samari. I þeim herbúðum var blásið í lúðra, hirðmönnum safnað saman, yfirlýsingar lesnar og skálmir skerptar. Viðbrögð manna að herköllum þessum komu ekki óvænt, þótt þau væru ekki stór- mannleg, og ég hafði fylgzt með stjórnmálum nógu lengi til að gera mér grein fyrir vissum grundvallar- lögmálum. Fjöldi efnilegra manna byggði framavonir sínar á því, að Robert F. Kennedy yrði í framtíð- inni forseti Bandaríkjanna. Það var því ekki að undra þótt þeir flykkt- ust undir merki hans. Framganga Pierres Salingers kom hvað mest á óvart. Við upphaf málsins hafði frú Kennedy beðið þennan Falstaffslega fyrrverandi blaðafulltrúa að semja samning þann, er við Bob gerðum okkar á milli 1964. Þetta gerði Pierre ekki, heldur hvarf á brott sem skjótast til Kaliforníu, þar sem hann bauð sig fram við kosningu til senatsins. Flann lét eftir skilaboð þess efnis, að ég skyldi sjálfur skrifa samninginn. Nú hélt hann því fram að ég hefði spillt samningn- um og misnotað hann — samning, sem hann átti að hafa samið, en hafði í raun réttri aldrei séð, að ég bezt vissi. Þegar Pierre hafði gefið sig fram og látið vita hvar hann stóð, virtist breiðfylkingin gegn bókinni harla traust. Orjúfanleg var hún þó ekki. Hvatningarbréfunum til mín fjölg- aði með hverjum degi, og þar á meðal voru skilaboð, sem kunnug- leg nöfn stúðu undir Evelyn Lincoln sendi eftirfarandi símskeyti: „SOFÐU RÓLEGUR í ÞEIRRI FULLVISSU AÐ ÞÚ EIGIR STÖÐUGT HAUK í HORNI ÞAR SEM ÉG ER." Jim Swindal, svallsami Alabaminn, sem verið hafði einkaflugmaður Kennedys forseta, skrifaði frá Spáni: „Hver sem hefur haft af þér einhver kynni, þótt skömm kunni að hafa verið, hlýtur að vera sannfærður um að þú munir aldrei bregðast trausti neins manns. Þetta þori ég alltaf að standa við." En ekki voru allir vitnisburðirnir í þessum anda. Ég var ákærður fyr ir að nota mér á harðbrjósta hátt viðtölin við frú Kennedy — þótt ég hefði gert allar hugsanlegar varúð- arráðstafanir til að þau yrðu að- eins einkamál okkar tveggja. (Ég hafði meira að segja neitað að ræða viðtölin við Warren-nefndina, og þegar ég las yfir fyrsta upp- kastið að bókinni minni, ákvað ég að fella úr sem svaraði tvö hundr- uð blaðsíðum af efni, sem mér annaðhvort fannst of persónulegt eða að það innihéldi þarflausa gagnrýni á mönnum, sem enn gegna opinberum stöðum.) En sannsögli virtist hafa glatað þýðingu sinni, og eins og oft vill verða þegar á reynir, bar margt og mikið á milli þess, sem menn sögðu í einkavið- tölum og hins, sem þeir létu frá sér fara á opinberum vettvangi. Þann tuttugasta og áttunda septem- ber fékk ég hughreystandi bréf frá einum trúnaðarm'anna Kennedy- fjölskyldunnar, sem hafði lesið bók- ina yfir þrisvar sinnum. „Ég skil tilfinningar yðar mjög vel," hóf hann máls, „þótt ég um leið hafi samúð með Jackie og Bob. Þetta er erfitt mál og mikið tilfinn- ingaatriði fyrir ykkur öll, og þau verða að gera sér grein fyrir þeirri ströngu hughrifareynslu, sem þú hefur orðið fyrir og þolað síðast- liðin tvö og hálft ár. Þú verður á hinn bóginn að umbera framkomu þeirra, sem hefur ef til vill eitthvað staðið að baki þeirri tillitssemi, sem Kennedy forseti sýndi þér . . . Ykkur eru ákveðin sterk skapgerð- areinkenni sameiginleg, öllum þremur — sérstaklega tilfinninga- næmi og réttsýni. Réttlætiskennd þín hefur verið særð, og stolt þitt einnig, sennilega að nauðsynja- lausu." Niðurstaða hans var hin sama og mín: „Eins og við höfum þegar séð, eru verulegar tilraunir gerðar til að ófrægja bókina. Bezta leiðin til að fyrirbyggja slíkt er að láta bókina sjálfa og greinarnar úr henni tala máli hennar af nákvæmni þeirri og málsnilld, sem er aðall verksins." Þetta var rödd skynseminnar i kór, sem að. öðru leyti var brjálað- ur. Þegar hér var komið, var and- rúmsloftið á sviðinu orðið svo mett- að ryki, svita og blóði að maður gat naumast náð andanum. Það hafði spillt okkur öllum. Engu að síður fullvissaði Bob mig um að ekkert mál yrði höfðað. Og raunar virtist tíminn fyrir málarekstur út- runninn. Ellefta stundin var komin og farin. Jacqueline Kennedy hafði vitað um fyrirætianir útgefendanna í næstum fimm mánuði. Meira en þrír mánuðir voru liðnir síðan Look hafði auglýst birtingu greinanna á heilsíðu í New York Times. Hættan virtist liðin hjá. En allt í einu — á fyrsta klukkuslagi á miðnætti, get- um við sagt — greip frú Kennedy til aðgerða. Öllum til furðu höfðaði hún mál gegn tímaritinu, Harper og höfundinum. Sama kvöldið voru fjórir ritstjórar gestir mágs hennar á Hickory Hill, og hann sagði þeim að hann væri skelfdur út af frétt- unum. Enda gerðist hann, sem hafði undirritað samninginn ásamt mér, ekki aðili að málinu með henni. Tímaval frú Kennedy fyrir máls- sóknina var 6 allan hátt meira en lítið furðulegt. Bindandi samningar við útgefendur í meira en tylft ríkja höfðu verið undirritaðir, og þýðingar voru hafnar af fullum krafti. Harper og Row voru tilbúnir með síðuprófarkir, Book-of-the- Month Club hafði auglýst Dauða forseta sem kjörbók sína í apríl og risavaxnar litprentvélar Look voru að heita mátti byrjaðar að prenta fyrstu greinina. Við vorum komnir í gegnum spegilinn, eða svo var að sjá. Það var aðeins um eina lausn að ræða — samkomulag utan réttar. Jacqueline Kennedy komst fyrst að samkomulagi við ritstjóra Look og höfundinn. Við samþykktum að verða við ósk hennar um úrfellingu orðanna sextán hundruð, og hún samþykkti að hafa ekki á móti birtingu bókarinnar í greinaformi. En bókin var samt eftir. Tími var ákveðinn fyrir réttarhöldin og dóm- ari valinn, Robert Kennedy, sena- tor, var á skrá sem aðalvitni, og það voru ekki nema nokkrar klukku- stundir til opnunar réttarhaldanna er frú Kennedy loksins las allt hand- ritið. Hún sat uppi við það heila nótt til klukkan hálfsex og varð, sagði einn vina hennar, „því hrifn- ari og furðu slegnari sem lengur leið á lesturinn." Verulegum sálar- kvölum hefði verið bægt frá ef þeir, sem næstir stóðu bókinni — þar á meðal höfundurinn — hefðu beðið hana að lesa bókina um vorið. Hún gat naumast afneitað hvatvíslegum orðum, sem þegar höfðu verið töluð í hennar nafni. Það hefðu verið svik við þá, sem höfðu þjónað henni eftir beztu getu. Og ég þurfti ekki neina árétt- ingu á orðstír mínum; það myndi bókin sjá um. Ég strikaði út í við- bót nokkrar málsgreinar, sem hún fann að, og til að sýna fram á að hagnaðarsjónarmiðið væri mér eins fjarri nú og þegar ég hafði orðið við áskorun hennar þremur árum fyrr, afsalaði ég mér rétti til vissra tekjustofna, sem til þessa höfðu verið ætlaðir höfundinum. Síðan dró hún málshöfðunina til baka. Skjöl voru undirrituð og sameigin- leg yfirlýsing send blöðunum. Hún lýsti því yfir að hún væri ánægð, og allir þrír meginaðilar málsins létu síðan lögfræðinga sína lönd og leið. Eitt sinn hafði einstæð vinátta sameinað okkur. En nú hafði þeirri tilfinningu verið veittir djúpir áverk- ar. Ef til vi11 gróa þeir, en Ijót ör munu stöðugt sýnileg. En raunar geri ég ráð fyrir að vonbrigðin hafi verið óhjákvæmileg. Hefði Kennedyfólkið valið leiðinlegan og andlausan höfund til að skrifa bókina, hefði hún orðið áferðar- mjúk og flatneskjuleg, og þá hefði ekki komið til neins rifrildis. Mín misgerð var sú að ég var staðráð- inn að gefa þessari kynslóð lifandi sagnfræðirit, skýra mynd af þess- um nóvemberdögum eins og þeir höfðu í rauninni verið, enduróma það, sem fólk hafði raunverulega sagt og hvernig því hafði liðið. Þetta gat ég vegna þess að ég þekkti efniviðinn, vegna þess að dagbækur fólksins, endurminningar, segulbönd og samtöl við mig sam- einuðust f skæran, hjartnæman sorgarsálm. Á þeim tíma — þremur og hálfu ári — sem liðinn er siðan glæpur- inn var framinn í Dallas, hafa vin- áttutengsli, viðhorf og pólitískur metnaður breytt þeim, sem þá voru í hvirfilbylnum miðjum. Margir þeirra óska þess nú, að þeir hefðu þá hegðað sér öðruvísi en þeir gerðu. Vafalaust munu sumir þeirra andmæla bók minni, en það gerði ég mér þegar Ijóst þann morgun, er ég hóf að hripa orðin á pappírinn. Ég gat ekki dregið upp mynd liðna tímans með nýjum dráttum. Ég varð að teikna hana nákvæmlega eins og ég sá hana fyrir mér, allan hrylling hennar, dýrð, fjarstæður, fegurð, reiði, misskilning og há- stemmd andartök. Séuð þið mér ósammála, eða undrizt hversu sterklega ég skynja þetta, þá lofið mér að minna ykkur á að einu sinni, þegar við vorum öll yngri, var uppi f Bandaríkjunum forseti, sem varði Iffi sínu á sviðinu okkar, dó þar og myndi hafa kosið — hefði hann mátt leggja eitthvað til málanna — að saga hans yrði sögð sannleikanum samkvæmt, blátt á- fram og undanbragðalaust. ☆ 18. tw. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.