Vikan


Vikan - 03.05.1967, Blaðsíða 44

Vikan - 03.05.1967, Blaðsíða 44
Rowentðt SJÁLFVIRK BRAUÐRIST Með hugaraugum sínum sá hún Florimond leika sér við Charles-Henri, meðan Gontran var að mála mynd þeirra. — Álfur smár með engilbrosið, þú ert sætur, litli pjakkur, hrekkja- lómur, þú ert sætur. — Vesalings konan er gengin af vitinu, hvislaði ein af konunum, sem horfðu á hana. — Nei, hún er að biðja. Hún er að fara með heilög orð. — Hvaða hávaði er þetta úti i garðinum? psurði Angelique og vakn- aði af dvalanum. — Það er skófluhljóð grafaranna, Madame. — Þeir eru önnum kafn- ir að jarða hina látnu. — Ég ætla þangað. Hún stóð upp með erfiðismunum. Faðir de Lesdiguiéres fylgdi henni eftir. Við skógarjaðarinn, skammt frá hliðinu, höfðu þegar verið grafnar nokkrar grafir og líkin lögð í þær. 1 grasinu lágu aðeins eft- ir kokkurinn Lin Pireaux og kona hans Aurélie, sem höfðu verið geymd þar til síðast, vegna þess hve víðar grafir þurfti fyrir þau. — Við lögðum unga herrann þarna yfirfrá, sagði einn bóndinn og benti á moldarhaug, ofurlitið frá hinum. Gröfin hafði þegar verið þak- in með villibiómum. Svo bætti maðurinn við í lágum hljóðum, eins og til að afsaka sig fyrir Angelique: — Við urðum að gera þetta eins fljótt og hægt var. Seinna munum við flytja hann til Plessis kapellunnar með fullum heiðri. En kapellan var brennd til grunna. — Hlustið, sagði Angelique. — Hlustið á mig. Rödd hennar, sem hafði frarn að þessu verið veik, var nú allt í einu sterk, og hækkaði þar til hún titraði af geðshræringu. — Hlustið á mig, bændur, hrópaði hún. -— Hlustið! Hermennirnir hafa drepið hinn síðasta Plessis-Belliéere, erfingja eignarinnar. Fjöl- skyldan er dáin út. Ættleggurinn brotinn. Þeir hafa drepið hann. Þeir hafa drepið húsbónda ykkar. Þið eigið engan húsbónda lengur. Þvi er öllu lokið. Að eilífu lokið. Það verða ekki fleiri aðalsherrar í Plessis. Ættin hefur endað sitt skeið. Bændurnir ráku upp sorgarvæl og ekkasog kvennanna margfölduðust. — Það voru hermenn konungsins, sem drýgðu þennan glæp. Hér- deildir’nar, sem Þiggja laun fyrir að eyðileggja uppskeru ykkar og mis- þyrma fóíki héraðsins. Einskisnýtir ræningjar, em aðeins geta hegnt og eyðilagt. Aðskotadýr, sem borða brauðið okkar og drepa börnin okkar......Ætlið þið að láta glæpum þeirra óhegnt? Við höfum fengið nóg af stigamönnunum, sem drottna yfir okkur í nafni konungsins. Konungurinn sjálfur myndi láta hengja þá. En við munum sjá um það sjálf. Bændur, þið látið ekki viðgangast, að þeir komist út úr héraðinu, er það? Grípið til vopna......Það verður að finna þá........ Það verður að hefna hins unga herra ykkar. Allan þann dag fylgdu þeir drekum Montadours. Það var auðvelt að fylgja slóð herdeildarinnar og þegar dró að kvöldi, fundu bændurn- ir til kynlegt fagnaðar; þeim varð ljóst, að málaliðarnir höfðu ekki komizt. yfir ána og orðið að leita aftur inn í héraðið. Vissu þeir, að þeim var veitt eftirför? Sennilega ekki. Þeir höfðu farið í gegnum auð þorp, og nú var þögult héraðið vafið í dulúð skógarins, farið að fara í taug- arnar á þeim. Nóttin .féll á og tunglið kom upp. Bændurnir laumuðust álútir áfram, þar sem ekki sást til þeirra af veginum. Þeir voru óþreyttir. Þeir höfðu veður af því, að endirinn var í nánd. Þykkt teppi dauðra laufa dró úr fótataki þeirra, og þessir klunnalegu menn hreyfðu sig af var- kárni, sem kom upp um það, að þeir voru komnir út af veiðiþjófum. Angelique varð fyrst til að heyra hringla í beltismélum hestanna. Hún gaf mönnunum merki um að nema staðar, fikraði sig nær og Ieit fram milli greina. Á skálarlaga engi sváfu drekarnir í tunglsskin- inu, hver upp við annan, dauðþreyttir eftir gauraganginn nóttina áð- ur, kvíðann og óvisst undanhaldið. Varðmaður dró ýsur við hálfút- kulnaðan eldinn. Marit Genet, einn leiguliðanna, sem hafði tekið að sér forystuna, sá þegar í stað, hvernig bezt var að fara að. Fyrirskipunum var hvíslað manna á milli á mállýzku héraðsins, og án þess að meira heyrðist en skrjáf í laufum, leystis hópurinn upp. Stuttu síðar heyrðust titranði ugluvæl, héðan og þaðan umhverfis dalinn. Varðmaðurinn rétti kvíðafullur úr sér, litaðist um, og hélt síðan áfram sínum eigin þönkum. Or öllum áttum umhverfis dalinn komu snöggir, hljóðlausir skuggar þjótandi. Það heyrðist ekki einu sinni hróp, aðeins nokkrar lágar stunur, líkast því, þegar menn vakna eitt andartak, bylta sér og halda áfram að sofa. Næsta dag kom Gormat lautinant sem átti að sameinast her Monta- dours, inn i héraðið við sextugasta mann. Hann var að leita að drek- unum. Hann fann þá á miðju enginu, alla skorna á háls, liggjandi eins og þeir væru sofandi. Allt þetta hafði verið gert með sigðum og ljám. Montadour varð ekki þekktur af öðru en ístrunni. Höfuðið var horfið af honum. Eftir þetta var engið kalla drekaengi. Ekkert annað en illgresi óx þar nokkurntíma síðan ........ Þannig hófst byltingin mikla í Poitou. ANNAR HLUTI HONORINE SAUTJÁNDI KAFLI Það var of seint, að konungurinn setti Monsieur de Marillac af sem landsstjóra í héraðinu, og skipaði Baville í hans stað. Uppgjafarbréf Angelique, í flutningi hins aldna Molines — sem kon- ungurinn hafði tekið persónulega á móti um leið og hann kbm til Versala, — kom of seint. Meðan kóngurinn sendi eftir Louvois, hinum hræsnisfulla og leiða samsærismanni Marillacs, til að komast nákvæmlega að því, hvað hann væri að gera, og jafnframt skipa fyrir, skar Poitou upp herör. E'ngan í fjarska grunaði, að það sem kom af stað þessari ofsafengnu 44 VIKAN 18-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.